Vikan


Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 3

Vikan - 13.12.1962, Blaðsíða 3
VIKAN og taBknin BLÁA „STRIKIГ Það er nú fastákveðiS, að brezka eldflaugin, „Blue Streak", verði notuð sem fyrsta þrepið i væntan- iega geimflaug, sem áætlað er að evrópsku geimrannsóknaríkin, en frá þeim liefur áSur verið skýrt hér í þáttunum, fái tii umráða. Eins og myndin sýnir, þá er þetta myndar- legasta eldflaug, yfir tuttugu metra að hæð, og þótti hún mjög setja svip sinn á sýningarsvæðið i Farn- borugh í sumar, en þar er mynd þessi tekin. Bretar hafa um langt skeið staðið mjög framarlega i géim- flaugasmíð, enda þótt þeir hafi „ekki efni á þvi“ eins og Banda- ríkjamenn og Rússar, að skjóta eldfiaugum sinum út um alla heima og geima, því að dýrara sport getur ekki. Auk „Bláa striksins" smíða Bretar að minnsta kosti tvær aðrar eldflaugagerðir, sem þó munu eití- iivað minni. ELDSNEYTIS- AFYLLING Á FLUGI Þá er hér þriðja myndin frá Farnborugh, sem ekki sýnir minni nákvæmni — tvær „Sea Vixens“ frá de Havilland, sem flytja benzín á milli sín á fluginu, en til þess þarf ótrúlega samstillingu í stjórn beggja vélanna, ekki hvað sízt þegar um svo hraðfleygar flugvélar er að ræða. SKÁLDLEGT VÉLFLUG Þessi mynd er líka fra Farnborough, og kallar ljosmyndarinn hana „skáldlegt vélflug“. Hingað til höfum við einungis heyrt talað um skáldlegt hugarflug, en eins og þarna má sjá, er hitt líka til. Það eru Hawker-flugvélar, sem geta orðið svona skáldlegar í sinn hóp, en satt bezt að segja virðist formflug þetta bera meir vitni stærðfræðilegri og vélrænni nákvæmni en skáldskap. FALLHLIFARSTOKK Þessi mynd er svo skemmtileg, eingöngu sem mynd, að gera má ráð fyrir að lcsendum tækniþátt- arins vcrði starsýnt á hana. Hún er tekin á þvi andartaki, þegar fall- hlifarstökkvarinn stendur „með annan fótinn i flugvélinni og liinn úti í himingeimnum" ef svo mætti að orði komast. Fallhlífarstökk er nú ckki lengur iðkað eingöngu sem björgunaraðferð eða í sambandi við þjálfun hinna svokölluðu „fallhlífa- hersveita“, heldur og sem lircin iþrótt. Árlega er efnt til alþjóð- legrar keppni i fallhhfarstökki og keppa þar ekki aðeins karlar, held- ur eru konur ávallt fjölmennaríþeim djarfa leik og hafa unnið þar mörg frábær afrek. Þykir þetta hin æsi- legasta keppni og um leið fegursta íþrótt á að horfa, og svo tryggilega er frá öllu gengið, að slys eru mjög sjaldgæf i sambandi við þessi keppn- ismót. Útgeíandi; Hilmir h.f. Ritstjóri: Gíslí Sigurðsson tábm.). I'ramkværndastjóri: Hilmar A. Kristjánsson. Ritstjórn og augiýsíngar; Skiphoit 33. Sírnar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 149. Afgreiðsía og dreiíing: Biaðadreifing, Laugavegi 133, sími 3672Ö. Dreifingarstjóri Óskar Karls- son. Verð í lausasölu kr. 20. Áskrift- arverð er 250 kr. ársþriðjungslega, grejðist fyrirfram. Prentun: Hihnir h.f; Myndamót: Itafgraf h.f: FORSÍÐAN Jólabaksturinn stendur sem hæst, því nú eru aðeins ellefu dagar tii jóla. Hveitið hefur náð lítilsháttar upp á nefið og kannski svolítið í hárið líka. En ekki dugar að horfa í það í jólaönnum. Það er veigameira atriði að uppskriftin sé rélt, þrir boliar af hveiti og einn af sykri, eða var það þrír af sykri og einn af hveiti? Ungu stúlkurnar heita Oddrún Kristjánsdóttir og Helga Steinsen. Þær eiga heima vestur í bæ. Kristján Magnússon, ljósmyndari, tók þessa mynd fyrir Vikuna. í næsta blaði verður m.a.: ® MANNLIF í MIKLAGARÐI. Ritstjóri Vikunnar skrifar úr Jórsalaferð Útsýnar í haust. Þetta er önnur grein. © MARÍTJLÍKNESKIÐ. Smásaga úr smásagnakeppninni eftir Kristján Jónsson lögfræðing á Akureyri. • TÍU ÞEIR BEZTU. Ðon Verner, þekktur bílasérfræðingur í Bandaríkjunum skrifar um tíu bílategundir, sem hann álítur beztar í heiminum. • í DAG ER GLATT. Jóiasaga eftir Th. Gregersen. • FUGLARNIR HENNAR MARÍU. Saga eftir Loft Guðmunds- son. • SKÁLAÐ FYRIR BYLTINGUNNI. Vikan hefur tekið myndir í rússneska sendiráðinu á byltingarafmælinu í nóvember. • DAUÐS MANNS SPEGILL. Sakamálasaga eftir Agötu Christie. • NÝ KIRKJA í KÓPAVOGI. Grein og mynd á forsíðu. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.