Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 7
hafa eytt fjölda ára í að læra og undir- búa sig undir lífsstarfið og eru svo í stöðum, sem krefjast sérþekkingar og jafnvel mikillar ábyrgðar. Upphaflega tók ég eftir þessu, þegar ég fór að skoða launasamning starfs- manna ríkisins eins og hann er nú, en eins og kunnugt er, þá hafa ríkisstarfs- menn nú gert kröfur til mikilla breyt- inga á launum, og þá sérstaklega meiri mismunar á launum manna, sem stunda ábyrgðarstörf og hinna, sem vinna að venjulegum framkvæmdum. Til dæmis má kannski nefna það, að samkvæmt þessum launasamningum, fá yfirkennarar í menntaskólunum kr. 8.263,07, en rektor aðeins rúmum sjö hundruð krónum meira, eða kr. 9.002,89. Forstjóri Áfengis- og lyfja- verzlunar ríkisins fær einnig rúmum sjö hundruð krónum meira en skrif- stofustjórinn hjá honum. Langlærðir verkfræðingar ættu skv. þessum launasamningum að fá rúm- ar átta þúsund krónur, og yfirverk- fræðingar níu, og það mundu þeir fá enn þann dag í dag, ef Verkfræðinga- félagið hefði ekki gert uppsteit í fyrra og sett fram sinn eigin kauptaxta, sem flestallir verkfræðingar fara eftir nú orðið, en þar munar líka töluverðu, því samkvæmt þeim taxta fá verk- fræðingar nú kr. 17.000 á mánuði og yfirverkfræðingar 30% betur, eða kr. 22 þúsund. Verkfræðingar hafa þannig riðið á vaðið og fengið því framgengt að þeir menn, sem eytt hafa miklum hluta ævinnar í skólaveru og lærdóm, en taka síðan við ábyrgðarmiklum og vanda miklum störfum í sérgreinum, fái að jafnaði töluvert hærri mánaðarlaun en ómenntaðir menn, sem varla kunna annað til verks en halda á skóflu og haka. Það er ekki meiningin að halda því fram að menn, sem ekki hafa setið meirihluta ævinnar á skólabekk, eigi ekki að bera mannsæmandi kaup úr býtum, ef þeir leggja sig fram með að leysa störf sín sæmilega af hendi. Slíkir menn eiga sannarlega skilið að fá mannsæmandi laun og í samræmi við afköst og getu. En það er vissulega röng stefna hjá því þjóðfélagi, sem ýtir undir menn að stunda dýrt og langt háskólanám og setur þá síðan í ábyrgðarmiklar stöður, að vilja ekki greiða fyrir það töluvert meira en venjuleg störf. Það er nú einu sinni svo, að meiri- hluti manna leggur út á lærdómsbraut- ina í þeirri von að hafa fleiri mögu- leika á að koma sér áfram í lífinu, óg hafa vel nóg að bíta og brenna. Sumir — og kannski margir — stunda nám af einskærum áhuga fyrir efninu, en hugsa minna um fjárhagslegan hagn- að, en það er vafalaust ekki meirihlut- inn. Flestir gera það í von um betri lífskjör í framtíðinni. Það fer því vafa- laust þannig eftir nokkur ár, að æ færri unglingar kjósa það að leggja að sér í mörg ár, til þess eins að fá e. t. v. fimm hundruð krónum meira á mánuði en skrifstofustúlkan í næsta herbergi. Þetta er raunaleg staðreynd, og ó- mótmælanleg, — að ábyrgðarstöður hér á landi eru lítt betur launaðar en önnur störf. Nám eins verkfræðings hefur verið metið að V% til 1 milljón króna í beinum útgjöldum, auk þess vinnu- taps, sem námsmaðurinn verður fyrir á náms- árunum. Slíkur maður á kröfu til þess að honum verði endurgreiddur þessi kostnaður á nokkrum árum, jafnframt því að störf hans verða sjálfkrafa ábyrgðarmeiri en annarra og krefjast ólíkt meiri sérþekkingar. Undantekningar frá þessari reglu eru að sjálfsögðu til. Það þekkist, sem betur fer að verkfræðingar, lögfræðingar og aðrir lærðir menn hafi þau laun, sem þeim ber að fá samkvæmt kunnáttu og ábyrgð, — en það eru líka til undantekningar á hinn veg- inn. Ég veit t. d. um venjulegan vörubílstjóra, sem vinnur hjá fyrirtæki í Reykjavík. Fyrir- tækið á bílinn og sér um allt viðhald hans og kostnað í sambandi við hann. Bílstjórinn hafði rúmlega 125 þúsund krónur í laun á árinu, eða jafnmikið og ráðuneytisstjórar í Stjórnarráðinu. Annar maður vann hjá sama fyrirtæki, og var kallaður „reddari“, en það mun vera næsta staða fyrir neðan verkstjóra. Hann hafði 152 þúsund krónur, eða tæpum tuttugu Siii j fMl Reddarinn getur gefið konunni sinni bæði saumavél og prjóna- vél einu sinni á ári og átt samt eftir ráðherralaun. Fyrirtækið á bílinn og sér um allan rekstur og viðhald, og borgar bílstjóranum 125 þúsund kr. á ári fyrir að mjaka honum milli staða. Það er ekki að furða, þótt kokkarnir fitni. Þeir geta komizt í þreföld ráðherralaun! þúsund kr. hærra en ráðherralaun eru samkv. fyrgreindum launasamningi. Sá þriðji stjórnaði kranabíl og hafði 145 þús. krónur í árs- tekjur — 12 þúsund á mánuði. — Það er um sjö þúsundum hærra en ofangreind ráðherralaun, hæstu laun sem til eru í launasamningi ríkis- ins. Það ótrúlega get- ur haldið áfram að verða ennþá ótrú- Frh. á næstu síðu. Barþjónar hafa iðulega tíu þúsund kr. á viku og finnst það ekkert mikið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.