Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 16
!'!\5’ji!5p)5v U,VV»'» t Vi»1**,;*Trr 2»i«M»M‘M***s ******* * " Tutankamon og drottning hans. Það sem fannst í gröf hans fyllir marga sali í safninu í Cairo. ÚR JÓRSALAFERÐ FERÐAFÉL. ÚTSÝNAR EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON, RITSTJÓRA. NIIAR Nefertiti drottning, ímynd kvenlegrar fegurðar enn í dag. Höfuðmynd hennar er mjög vinsæl í minja- gripaiðnaði Egyptalands. í dag var Níl eins og bráðið súkkulaði, en nú í ljósaskiptun- um missir hún snöggvast litinn og fer öll í uppnám þegar ljósa- auglýsingarnar eru tendraðar. Sólarlagið var óviðjafnanlegt. Það logaði í rauðu og gulu bak við pýramídana og svo datt fjólu- blátt húm á sem snöggvast. Að- eins nokkur andartök, eða svo fannst mér þá. Pálmarnir á bökk- um Nílar urðu að dökkum skuggamyndum, sem teiknuðu sig frá blámanum. Svo varð bláminn dekkri og dekkri og stjörnurnar á festingu himinsins lýstu yfir seglskipin og vatns- flauminn, sem sefndi til norðurs með rólegum en öruggum hraða. Rétt eins og rás tímans. í TJALDI FARÚKS. Næturklúbburinn Sahara City stendur úti í eyðimörkinni, spöl- korn vestur af pýramídunum í Giza. Það er ekki hús í venju- legum skilningi, heldur tjald, heljarstórt eyðimerkurtjald, og á sér allmerka sögu. Þetta var sem sé einkaklúbbur Farúks, þess fræga gjálífismanns og konungs Egypta. Nasser hefur ekkert gert til þess að slétta yfir spor nautna- seggsins, heldur eru mannvirki

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.