Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 18
Á BÖKKUM NÍLAR GuSmundur Magnússon, endurskoðandi í íirSi, riSur á úlfalda framhjá Sfinxinum. ■ tækt. Við þessa iðju eru þeir þó sjálfs sín herrar og kannski argast eitthvað saman myrkranna á milli. Þeir eigra fram og aftur á bökkum Nílar, sumir hafa bækistöðvar við hótel- ið okkar. Þeir svífa á alla, sem leið eiga frá hótelinu, en hefur víst verið bannað að starfa innan dyra þess, þeir láta mann jafnvel í friði í neðstu tröppunni. En þar sem landhelgi hó- te'.sins þrýtur, þar hefst vettvangur þeirra. — Armbönd, má bjóða herranum armbönd. — Nei, takk. — Þau eru ekta. Allt Tvær egypzkar á götu í Cairo. Þær vlldu fá teknar af sér mynd sem er ðvenju- legt þar, en heimtuSu svo filmuna úr vélinni. HlaSfreyjurnar tvær á flugvellinum í Cairo, sem sagt er frá í greininni. > Á markaðsgötu í Cairo. Lítil telpa leikur listir sínar í von um fáeina pjastra frá ferðamönnum. v borð og mundi ekki glampinn frá „auga djöfulsins“ lenda fram- an í blessuðum konun- um. Mikið var það fát, sem á þær kom. Þær leyfðu sér ekki að draga frá það sem eftir var kvöldsins LEÐURÚLFALDAR OG HAUS AF NEFERTITI. Hvar sem þú nemur staðar í Cairó, þar hóp- ast utan að þér menn með allskonar muni. Þetta eru ekki beinlínis betlarar, en ágengari sölumenn hef ég hvergi fyrir hitt. Þeir taka ekki nokkurt mark á afdrátt- arlausri neitun og eru til með að elta þig tím- unum saman ef þú hef- ur látið undir höfuð leggjast að kaupa dúk, leðurúlfalda eða styttu af Ramses. Maður skil- ur, að bak við þetta er þrotlaust basl og fá- saman ekta silfur. — Nærri má nú geta. En ég vil þau ekki samt. Takk fyrir. — Svipur? Viltu kaupa svipu? Nú var það annar. Hann kom upp að hinni hliðinni á mér og hafði bunka undir hendinni af leðursvipum með útskorn- um haus af Nefertiti drottningu. — Hvað kostar ein svipa, spurði ég. — Tvö pund herra, sagði maðurinn og lifnaði allur við. — Það er hlægilegt væni minn. Enginn kaupir svona svipu fyrir tvö pund. — Hvað mikið vill herr- ann borga. Give me a chance, give me a chance. — En þetta er einskis virði, sagði ég. — Handwork. Allt saman handunnið og auk þess rýtingur í skaftinu. Vill herrann sjá? Hvað vill herrann borga? — Mesta lagi eitt pund. Það er hámark. — Eitt og hálft. — Nei, þá máttu eiga það. — En tvö stykki fyrir þrjú pund? — Ég sagði eitt stykki á eitt pund. Það er endanlegt boð frá mér. — En ég er búinn að standa hér í allan dag og gat ekkert selt. Ég verð að koma heim með peninga. Hvað skyldi konan segja, ef ég kem peningalaus heim. Give me a chance. Vill herr- ann gefa mér eitt tækifæri. — Mitt tilboð stendur. — Allt í lagi. Eitt pund þá. — Svo gekk hann að næsta manni. TÍKALLAR OG TÁR. Það hafði einhver borgað fyrir svona góss með íslenzkum peningum og krítað dálítið lið- ugt um gengið. Eftir það flögraði ekki að þeirr að setja annað upp en íslenzka peninga. Úlf aldalestirnar runnu út fyrir tíkalla og silfur armböndin voru í mesta lagi á tuttugu og fimm. En svo dró skyndilega fyrir sólu á þessum við- skiptahimni. Einhver fór í banka og gekk víst erfiðlega að koma tíköllunum út. Einn kom með bunka af íslenzkum peningaseðlum til okkar og bauð þá fyrir lítið heldur en sitja með sárt ennið og ekkert í aðra hönd. Einn göfugur mað- ur úr okkar hópi tók sig þá til og keypti af honum íslenzku seðlana á réttu gengi. Þvílíkur léttir fyrir mennina að vera lausir við þann gjaldmiðil. Eitt spaugilegt atvik stendur mér ljóslifandi í minni. Þá vorum við að fara og höfðum setzt inn í bílinn, sem flutti okkur á flugvöllinn. Það var verið að stafla farangrinum á þakið og prangarar komu aðvífandi og fóru að reyna að selja gegnum gluggana. Einum tókst að koma út kippu af leðurúlföldum og kastaði henni inn um gluggann til mannsins, sem vildi kaupa. En þá var hann svo óheppinn, að lögregluþjónn kom þar að og þreif hann frá. Rak hann meira að segja burtu og tók sér stöðu skammt frá bílnum til þess að bægja þcim frá. Yfirvöld- unum finnst vansæmd að þessum pröngurum og reyna að halda þeim í skefjum. En nú vorum við rétt að aka af stað og vesalings prangarinn búinn að henda heilli hrúgu af úlföldum inn í bílinn. Fyrst reyndi hann að útskýra það fyrir þjóni réttvísinnar, en mætti þar enn sömu hörkunni og fyrr. Og þá fór hann að gráta. Hann stóð á stéttinni í óhreinni, hvítri skikkju og vatnaði músum. Við sáum að ekki mátti við svo búið standa og fengum leyfi hjá lögregluþjóninum til þess að prangarinn gerði upp sín viðskipti við ís- lendinga og gæti unað glaður við sitt. Það er ekki að sjá, að þeim leiðist starfið, þvert á móti geisla þeir af ánægju. Það mætti segja mér, að þetta væri fyrir þá ekki ósvipað laxveiði. Skyldi nú bíta á. Og hvenær fæ ég þann stóra; þann sem kaupir kippu með tutt- ugu úlföldum til þess að gefa öllum krökkum í fjölskyldunni. Það var eitt sinn að ég beið í bíl þarna framan við hótelið og einn kom að- vífandi með hrúgu af armböndum og hélt þeim upp að rúðunni. Ég hristi höfuðið, en hann lét sér ekki segjast; hélt áfram að bíða með þrjózk- una uppmálaða á andlitinu eins og hundur sem bíður í von um bein. Ég skrúfaði rúðuna niður og spurði hann, hvort honum leiddist ekki starfið. — Nei, nei, ekkert leiðinlegt, svaraði mað- urinn á þeirri bjöguðu ensku, sem þeir tala allir. — Viltu ekki koma með til íslands? Ég skal Framhald á bls. 40. jg — VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.