Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 10
SVAR Á REIÐUM HÖNDUM Hver getur það verið, sem ekki er útkastari og ekkl heitir Jóhannes Snorrason? Hvers son ert þú Guðmundur? v Ég veit það svosem, að ég hefði aldrei átt að fara. Það læddist að mér einhver grunur, strax og ég var búinn að skrifa mig á listann hjá Svavari, að þetta mundi enda með ósköpum hjá mér, —- og þið vitið vafalaust sjálf hvernig fór svo ... Jú, það kom listi frá Svavari Gests á ritstjórnarskrifstofuna, þar sem öll- um var boðið í spurnarþáttinn hans í útvarpinu næsta sunnudag, og þeir, sem vildu áttu að skrifa sig á listann. Ég gerði það án þess að hugsa mig um, og steig báðum fótum í fenið. Það er nefnilega alveg rétt, sem ég sagði við sessunauta mína þegar komið var niður í útvarpssal, að ég er heims- ins óheppnasti maður. Ég hefi spilað hefði ekki strax gert mér grein fyrir þessu, og reynt að undirbúa mig eins vel og ég gat. Ég var búinn að vaka í tvær nætur og hafði étið upp til agna heila alfræðiorðabók í 23 bindum,. enda var ég nokkurn veginn viss um að ég vissi orðið hreint alla skapaða hluti, — að örfáum mögulegum spurningum undanteknum. Ég vissi t. d. upp á hár að það var Svisslendingurinn Leonardo da Vinci, sem stóð fyrir byggingu Panama-skurðarins árið 1904, að Eau de Cologne var fyrsti forseti Danmerkur, að fyrsti faglærði prentarinn á íslandi hét Snorri Sturlaugsson og að hárin á höfði manns eru 74, — ef hann er að verða sköllóttur. Það voru aðeins fimm atriði, sem ég hafði ekki tíma til að sannfæra mig um hvort að rétt væru. Allt annað vissi ég! Og hvað haldið þið? Jú, auðvitað þurfti Svavar að finna á sér þessi fimm atriði, velta þeim á tungunni og smjatta, þegar hann leit hæðnislega til mín, þar sem ég sat á pínubekknum og bar mig mannalega, — og skjóta þeim síðan til okkar eins og atómsprengju. Frúin, sem sat mér við hlið, átti eiginmann í Lúðrasveitinni síðan hann var 13 ára gamall og vissi allt milli himins og jarðar Jú, það hefur margt gerzt skemmtilegt, cn það má ekki tefja dagskrána. í alls konar happdrætti síðan ég man fyrst eftir mér, sent inn lausnir á gát- um, tekið þátt í ýmsum getraunum, spilað bingó og hver veit hvað, en það hefur aldrei — ekki í eitt einasta skipti — komið fyrir að ég hafi unnið. Þess vegna var ég alveg hárviss um það, að í þetta eina sinn mundi einmitt núm- erið mitt koma upp, því með því einu móti gat ég tapað í þessum spurnar- tima. Þeir hlógu auðvitað góðlátlega að þessum smellna brandara hjá mér, og þá grunaði aldrei hve mikil og blá- köld alvara bjó undir. Sigurður Hreið- ar tók þessu meira að segja svo létt, að hann bauðst til að skipta við mig um miða, en ég sá strax að það var vita tilgangs!aust. Ef ég skipti um miða, var alveg víst að númerið hans kæmi upp, sem ég ætti þá, og það mundi auðvitað enda á sama hátt. Þess vegna sat ég bara kyrr, bölvaði sjálfum mér í hljóði fyrir að hafa látið leiða mig út í þetta, — og beið örlag- anna. Samt var það alls ekki svo, að ég 10 VIKAN 15. tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.