Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 33
Svar á reiðum höndum Framhald af bls. 11. pungar, en mér fannst svo dónalegt að hreyta slíku og þvílíku nafni framan í útvarpshlustendur, að ég hætti aldeilis við það. Það eru sko takmörk fyrir því sem maður læt- ur hafa sig til. En svo kom hin sæta hefnd. Svavar lét strákana sína fara að spila eitthvert gamaldags lag, og ég hélt auðvitað að nú yrði smáhlé á spurningunum, og spratt fjörlega á fætur og skálmaði til Svavars. Ég hafði komizt að niðurstöðu um það að ég ætlaði að biðja hann um að lána mér Robinson Crusoe, og ætl- aði að sækja hana til hans. Þá rak hann upp eitthvert undrunaróp og hrópaði uppyfir sig að ég væri stað- inn upp og ætlaði sýnilega að svara einni spurningu, — eða í það minnsta að reyna það. Það kom auðvitað á mig, því ég hafði ekki hugmynd um hvaða spurningu hann átti við. Á síðustu stundu skildi ég þó að hann ætti við hvaða lag þeir væru að spila, og svaraði af bragði sí sona: „Polki!“ sagði ég hátt og greini- lega, svo það heyrðist næstum því í útvarpinu. Það munaði líka ægilega litlu að þetta væri rétt. Satt að segja þá var ég töluvert nær réttu svari en frúin, sem auðvitað hafði ekki minnstu möguleika á að svara svona flókinni spurningu. Hún hefði al- veg eins getað setið kyrr. En hún var komin í æfingu og gat ekki setið kyrr. Hún varð samt eitthvað að segja, og reyndi að gizka á eitt- hvað, svona út í bláinn, eins og kvenna er siður og sagði Scottis. Auðvitað var lagið Vínarkruss. Það var svosem vitað mál, og ég er eindregið á þeirri skoðun að Polki sé nær því en Scottis. Fyrir þetta hefði ég átt að fá í það minnsta tíkall, en Svavar notaði sér sjensinn til að spara peninga fyrir útvarpið og sagði að þetta væri vit- laust hjá okkur báðum. Ég hef aldrei heyrt annað eins! Um þetta leyti var ég farinn að átta mig á því, að það væri ætlazt til þess af okkur að við svöruðum þessum kjánalegu spurningum, sem Svavar lagði fyrir okkur, eins og skólastrákur. Þess vegna var það líka að ég svaraði næstu spurningu af bragði, röggsamlega og hiklaust. Hann kallaði mig að mikrafóninum eftir að frúin var setzt, því hann sagðist vilja tala einslega við mig. Svo spurði hann mig hvers son ég væri. Mér brá ekki hið minnsta við svona kjánalega spurningu, því ég vissi að hann á það til að ruglast í ríminu, og auðvitað vissi ég þetta, þótt það hefði ekki staðið í leksíkon- inu. Ég braus þess vegna yndislega framan í hann, — dálítið vorkunn- lega — og svaraði hátt og snjallt: „Karlsson!" Svavar hrópaði auðvitað upp eins hátt og hann gat svona: „Það er rétt!“ Hann vissi það þó! En það skyldi enginn halda að ég væri einasta gáfnaljósið á Vikunni. Auglýsingastjórinn okkar, Jóna “Lux-sápan gerir hörund mitt svo óviójafnanlega hreint”, segir Jane Fonda. “Eg hefl notaó Lux-sápu í fjölda mörg ár”. Fegurstu konur heims nota hina hreinu, mjúku Lux-sápu.—Konur eins og hin dáða Hollywood stjarna, Jane Fonda. “Það er ekki til betra fegrunarmeðal í heimi, cn Lux-sápa”, segir Jane. “Ég hefi notað Lux-sápu f fjölda mörg ár”. Með því að nota Lux-sápu daglega, verðið ^ér þátttakandi í fegrunarleynd- armáli Jane Fonda. Lux sápan gefur yður kvikmyndastjörnu útlit, heilbrigða, heillandi fegurð, sem vekur eftirtekt hvarvetna. Notið ávalt uppáhaldssápu kvikmyndastjarnanna, LUX-SAPUNA. 9 af hverjum 10 kvikmyndastjörnum nota LUX-handsápu X-LTS M0/IC-M4Í Sigurjónsdóttir, var sjálfkjörin til að svara nokkrum spurningum, og Svavar hélt fyrst að hann gæti leikið sér með hana og látið hana hlaupa þarna fram og til baka eins og frúna, sem svaraði öllum spurn- ingunum' mínum. En honum varð alls ekki kápa úr því klæðinu, því Jóna sat sem fastast og vildi sig hvergi hræra frekar en ég. Ég vil taka það fram, til að fyrirbyggja allan misskilning, að hún vissi svör- in við öllum spurningunum, en kærði sig bara ekkert um að svara þeim. Það hefði heldur ekki verið kvenlegt af henni að fara að lýsa því fyrir öllum landslýð að Glenn geimfari hefði haft um sig nælon- belti bara til að halda upp um sig buxunum. Hún þekkir heldur alls ekki Glenn geimfara, og vissi auð- vitað ekki nema hann hefði kannski haft axlabönd líka, og jafnvel þótt hún hefði þekkt hann, var það ekki sæmandi að skýra frá því í útvarp- inu að hún vissi eitthvað um tilveru þeirra. Svona lagað gengur ekki. En hún náði sér líka þokkalega niðri á Svavari, þegar hann fór að spyrja hana um Vikuna og auglýs- ingarnar. Hún sagði honum auðvitað eins og var, að hvergi væri betra að auglýsa en í Vikunni, því allir lesa hana spjaldanna á milli og vita að það sem þar stendur, — er rétt. Svavar skýrði frá því að sig hefði lengi langað til að kaupa eina heil- síðuauglýsingu og birta þar af sér mynd í Carabella-náttkjól, og Jóna sagðist mundu koma því í kring, ef hann kærði sig um. Síðan hefur maður gengið undir manns hönd til að fá Svavar til að fara í slíkan náttkjól og lofa okkur að taka mynd af sér, en hann er alveg ófáanlegur til þess. Honum var meira að segja boðið að sauma á hann slíkan náttkjól eftir máli, sem hann fengi síðan til eignar og íbúðar, en hann þverneitaði. Kannski er hann bara feiminn. Svo kom innheimtumaðurinn okk- ar, hann Konstantin Eberhardt, og auðvitað sver hann sig í ættina, ef svo mætti að orði komast, og lét Svavar ekki hlaupa með sig í gönur. Einu sinni fataðist honum samt, og við verðum að fyrirgefa honum það, því hann er ekki vanur að halda fyrirlestra í útvarpið. Við hérna á Vikunni höfum verið að reyna að fyrirgefa honum með því að telja okkur trú um að þetta hafi verið alveg óvart. Hann var nefnilega orð- inn leiður á því að sitja svona að- gerðarlaus, og stakk upp í sig sígar- ettu, en hann er frekar óvanur að reykja, eins og raunar kom fram í viðtalinu við hann, því hann tek- ur óspart í nefið og býður hverjum sem er — jafnvel Svavari — upp á snúss. Þess vegna var það að hann hafði ekkert til að kveikja í sígar- VIKAN 15. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.