Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 8
legra. En næstum því ótrúlegast er kaupið, sem kokkur einn á- ísl. m.b. hafði á síðastliðnu ári, en það var hvorki meira né minna en 456 þús- und krónur, eða 37.666,66 á hverj- um mánuði, sem Guð gaf. Það hefði þurft rúmlega þrjá ráðherra í ís- lenzku ríkisstjórninni, til að öngla saman jafn miklu kaupi yfir árið. Svona til gamans gerir ekkert til þótt ég segi ykkur frá því, að við vorum að reikna út á ritstjórninni hvað hann fengi fyrir að steikja hverja kjötbollu, ef ellefu manns væru á dallinum og hver þeirra æti sex bollur í hverri máltíð tvisvar á dag. Við fengum það út að kokk- urinn fengi krónu fyrir bolluna, ef reiknuð eru með smá-frátök hans sjálfs vegna minnkandi matarlystar. Eftir þetta bregður ykkur varla við þótt ég segi eina óstaðfesta sögu af barþjóni hérna í bænum, sem hafði alvarlega við orð að segja upp á barnum þar sem hann vann, af því að hann fékk ekki nema rúmar tíu þúsund krónur — á viku! Það er ekki nema von að þeir líti á mann með illa duldri fyrirlitn- ingu, þegar maður biður þá um ein- faldan Sjenever með vatni út í, af því maður á ekki fyrir viðurkenndri blöndu. Einhver sagði að það væri bezta táknið um velgengni og lifn- aðarháttu íslendinga, að barþjónar skuli vera hæstlaunuðu „þegnar“ þjóðfélagsins. f sjálfu sér má vera að nauðsyn- legt sé, að kunna að eðla saman rússnesku Vodka og bandarísku Ginger Ale svo að úr verði íslenzk- ur Asni, og gott er að hafa sérfræð- 'inga á hverju sviði. En hræddur er ég um að þeir verði margir, sem heldur vilja hafa tiltæka nokkra verkfræðinga, lækna, eðlis- og efna- fræðinga, hagfræðinga, lögfræðinga og hver veit hvað, jafnvel þótt menn þyrftu í staðinn að blanda sitt ís- lenzka brennivín upp á gamla móð- inn — í kók, — sem nú er löngu orðinn alíslenzkur þjóðarréttur á- samt súkkulaðimola og pylsum- með-öllu. Víst er það rétt, að þetta eru undantekningar, en samt nokkuð algengar undantekningar. Og við þurfum raunar ekki að leita til undantekninganna til að finna dæmi, sem samræmast hreint ekki neinum núgildandi reglum um laun háskólagenginna manna og þeirra, sem gegna ábyrgðarmiklum stöðum. Það er satt, að kokkurinn, sem ég nefndi áðan, og fékk krónu fyrir hverja kjötbollu, var á einum afla- hæsta bátnum okkar í mestu afla- hrotu um árabil. Það er líka rétt að kokkurinn fær 1 % hásetahlut, þannig að hásetarnir á sama skipi hafa „aðeins" haft um þrjátíu þús- und á mánuði. Nú skulum við reikna dæmið öðru vísi, til að leiðrétta alla hlut- drægni, sem kynni að vera komin í þetta rabb. Við skulum bara reikna með að báturinn hefði að- eins haft helminginn af þeim brúttó- tekjum, sem hann hafði s.l. ár. Það er varla hægt að segja að það sé ósanngjarnt. Þá hefði háseti samt haft um 15 þúsund krónur á mánuði, eða tæp- um fjögur þúsund krónum meira en ráðherra, og kokkurinn hefði haft tæpar nítján þúsund á sama tíma, eða næstum því helmingi meira en rektor Háskóla íslands. Satt bezt að segja, þá get ég hreint ekki sannað söguna um barþjón- inn, því það var sama hvert ég leit- aði, að hvergi gat ég fengið neinar upplýsingar um laun þeirra. Annað hvort gátu menn ekki sagt mér það, eða vildu ekki, •— og aðeins þetta atriði gerir málið örlítið grunsam- legt. En ef þessi saga um 10 þúsund krónurnar, sem þótti of lítið fyrir vikuna, er sönn, þá er hún undan- tekning að því leyti að laun þeirra eru yfirleitt hærri. Þið munið það að manninum þóttu þau of lítil. Þar er heldur ekki um neina vertíð að ræða eða áraskipti svo neinu muni. Eina breytingin væri liklega sú að launin hækkuðu með tímanum. Kaup bílstjórans, reddarans og kranabílstj órans er staðreynd. Það er heldur engin undantekning, eftir því sem ég bezt veit, og alls ekki ólíklegt að þær stöður veiti mönn- um ennþá meiri fjármuni yfir árið, en þarna á sér stað. Þessi fáu dæmi hefi ég dregið upp, til að sýna fram á þá stað- reynd, að hér á íslandi er alls ekki nauðsynlegt að vera hálærður há- skólaborgari til þess að geta haft góð og jafnvel ótrúlega rausnarieg laun fyrir starf á frjálsum markaði. Að vísu má kannski segja það, að menn geti aukið laun sín með því að vinna endalausa auka- og yfir- vinnu, jafnt hvort menn eru mennt- aðir eða ekki, og að sjálfsögðu er það gert, og það jafnvel svo að lík- lega meirihluti allra starfandi manna vinnur nú orðið einhverja auka- vinnu, enda er kaup margra ekki beysnara en það, að á því er vart lifandi. Vitanlega geta menntaðir menn einnig unnið eftirvinnu, og gera það. En það er alls ekki heilbrigður vinnugrundvöllur, að treysta á slíka aukavinnu til að sjá sér og fjölskyldunni farborða. Það hefur verið barizt undanfarna ára- tugi fyrir styttum vinnutíma en ef árangurinn af þeirri baráttu verður aðeins sá, að menn taki að sér aukna yfirvinnu og vinni raunverulega lengur en áður var, þá er verr farið en heima setið. Rökin fyrir styttri vinnutíma hafa verið og eru þau, að með meiri hvíld vinni maðurinn betur og meiri árangur fáist af starfi hans, en þótt hann þræli myrkranna á milli eins og áður var. Nú er svo komið að þegar menn hætta sinni aðalatvinnu á daginn, þá taka þeir til við sína aukavinnu, og árangur- inn verður auðvitað sá að þeir mæta dauðþreyttir til vinnu að morgni og skila ekki nema hálfum afköstum, og gera jafnvel alls konar vitleysur vegna líkamlegrar þreytu og andlegrar ofhleðslu. Það er þó kannski sök sér hjá ýmsum þeim mönnum, sem þurfa aðeins að treysta á líkamlegt at- gervi til að framkvæma vinnu sína sómasamlega, en sem betur fer er flestum störfum í þjóðfélaginu þann- ig háttað, að maðurinn vinnur ekki aðeins eins og sjálfvirk vél. Hann þarf að beita hugsun sinni og við- brögðum, og treysta á dómgreind sína til að framkvæma starf sitt rétt og vel. Algjörlega vélrænt starf er ávallt leiðinlegt og niðurdrep- andi, því maðurinn er skapaður til sjálfstæðrar hugsunar, og því fleiri möguleika sem maðurinn hefur til að beita skynjunum sínum, við- brögðum og sjálfstæðum fram- kvæmdum, því ánægjulegra verður starfið og fyllra. f flestum tilfellum fylgir meiri ábyrgð menntun mannsins. Honum eru falin vandasamari verk og hann finnur meira til ábyrgðarinnar, sem á honum hvílir ef jafnvel líf og heilsa manna er í veði fyrir réttum ákvörðunum hans og handtökum, eða ef miklir fjármunir og afkoma margra er undir því komin að hann leysi starf sitt vel af hendi. Það fylgir töluvert meiri ábyrgð einu handtaki skurðlæknisins en manns- ins, sem vinnur með skóflu og haka, þess sem steikir kjötbollur handa sjómönnum eða þess, sem réttir yfirprísaðan asna yfir barborðið. Það er því mikið undir því komið að þeir menn, sem hafa slík ábyrgð- arstörf með höndum, geti áhyggju- lausir notið þeirrar hvíldar, sem þeim er ætluð og þeir þurfa með til að vinna verk sín af öryggi og í trausti síns og annarra. Þeir þurfa að hafa þau laun, að þeir freistist ekki til að taka að sér lýjandi eftir- vinnu og rýra þannig starfsgetu sína, nákvæmni, dómgreind og ör- yggi. Þess eru mýmörg dæmi að menn, sem vinna nákvæm ábyrgðarstörf, komi svo þreyttir og taugaóstyrkir til vinnu að morgni vegna lýjandi eftirvinnu kvöldið áður, að þeim sé vart treystandi til starfans, sem þeim er ætlaður. Meðal annarra þjóða hafa sums staðar verið sett lög og reglur um vinnutíma manna, — og þeim. stranglega bannað að vinna lengur, einmitt til þess að þeir séu frískir og vel upplagðir að morgni. Það eru ekki einungis hálærðir menn, sem vinna slík ábyrgðarstörf. Lang- ferðabílstjórar og aðrir, sem stjórna lífshættulegum tækjum, verða að hafa dómgreind, viðbragðsflýti, og óskerta orku við upphaf hvers vinnutíma, til þess að öruggt megi teljast og þeim verði trúað fyrir starfinu. I sumum tilfellum má vafalaust segja að það sé lítið meiri ástæða til að banna drukknum manni að aka bíl, en örþreyttum lækni að framkvæma vandasaman uppskurð. Þessu viðhorfi hefur ekki verið nægur gaumur gefinn hér á landi undanfarin ár, en alda er að rísa upp meðal þeirra manna, sem sjá hvern voða er verið að stefna í, bæði vegna þess að æ færri menn fást til að stunda nám og taka að sér ábyrgðarstörf, og svo hitt að þar sem slíkir menn eru þegar í starfi, freistast þeir til að taka að sér alls konar lýjandi störf, til að auka tekjur sínar. Verkfræðingafélagið reið á vaðið, eins og áður er sagt, og er það vel að árangur varð af þeirri „upp- reisn“, jafnvel þótt fullnaðarsigur sé ekki unninn ennþá. Nú hafa starfsmenn ríkisins gengið á eftir einmitt í þessu máli, og hafa lagt fyrir ríkisstjórnina tillögur um verulega hækkun launa, sérstaklega til þeirra manna, sem hafa ábyrgð- arstörf með höndum og hafa lang- an námsferil að baki. Slíkt verður að teljast réttlætis- og nauðsynja- mál, og er von til að þótt fullnaðar- sigur náist ekki að þessu sinni, þá fáist verulegur árangur af þessari viðleitni. Til þess að skýra málið nokkuð nánar frá sjónarmiði opinberra starfsmanna, hefur formaður Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, sent Vikunni eftirfarandi stutta útskýr- ingu á þeim grundvelli, sem tillög- urnar eru byggðar á. „Það er á flestra vitorði og raunar almennt viðurkennt, að opinberir starfsmenn hafa dreg- izt mjög aftur úr í launakjörum í seinni tíð, og að launakerfi rík- isins er algerlega úrelt orðið. Af þessum sökum er fyrir nokkrum árum hafinn flótti úr opinberum störfum, og er straum- ur starfsmanna frá hinu opin- bera sífellt að þyngjast. Er ekki annað sýnna en að slík þróun muni leiða til full- kominna vandræða, ef hún held- ur áfram. Tillögur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í kjaramálunum eru við það miðaðar fyrst og fremst, að kjör opinberra starfs- manna verði hliðstæð og hjá öðrum sambærilegum stéttum. Leggja samtökin til, að launa- kerfi ríkis og bæja verði byggt Framhald á bls. 31. g — VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.