Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 41
og Horas og þrjú alabastursker með lótusilmvatni. Það er raunar aðeins ilmvatn eftir í einu þeirra, því Farúk tæmdi tvö handa gleðikonum sín- um. Það var eins og það hefði verið framleitt í gær og var þó 3300 ára gamalt. Og svo kemur það stórkost- legasta: Frágangurinn á líkama hans tignar. Það var búið um múmíuna í fjór- um múmíukistum; þær hafa nokk- urnveginn mannslögun og falla hver utanyfir aðra. Sú innsta er úr skíru gulli og ber andlitsmynd Tutankamons, hinar eru gullslegn- ar. Þetta þótti engan veginn sæmi- legur frágangur því utan yfir múm- íukisturnar var slegið saman fjór- um kistum og sú yzta er ámóta stór og meðal bílskúr. En aldrei þessu vant, þá hafði þeim brugðizt bogalistin við umbúnaðinn; sjálf múmían var ónýt af alltof mikilli olíu og var látin hvíla í friði í auðn Konungadalsins. ★ Af öllum markaðsgötum sem urðu á vegi okkar í Austurlöndum, var sú sóðalegust í Cairó. Leiðsögumað- ur okkar frá egypzku ferðaskrifstof- unni vildi ekki fyrir nokkurn mun, að neinn yrði þar eftir á eigin spýt- ur. Enda var það í meira lagi skuggalegur staður. Af einhverjum ástæðum var þessi gata blaut og litvaðin í óþrifnaði þó allt væri s'krælt annarsstaðar. Á tiltölulega þurrum bletti var lítil stúlka að leika kúnstir; hún fór í gegnum sig og kom fram á milli fótanna á sér og lagði höfuðið aftur að mjó- hryggnum eins og hún væri bein- laus. Hún vildi auðvitað fá borgað fyrir þetta og elti þá sem þrjózkuð- ust við að borga og hélt áfram að velta sér og fara í brú í kringum þá. Stórborgarmenningin á flesta sína fulltrúa í þessari götu. Stundum komu heilir flokkar af skjátulegum ungmennum með hendur í vösum og skyrturnar utanyfir. Þeir ganga um skimandi og hafa annaðhvort ekki látið skerða hár sitt eða það er burstaklippt eftir amerískri fyrir- mynd. Og innanum ljótustu kelling- ar, sem ég hef á ævi minni séð, þar ganga Kleópötrur nútímans, svart- ar í kringum augun, með bleikan varalit og pilsin hæfilega langt fyr- ir ofan hnén. Við hlið mannsins sem er að selja styttur af nautinu Apis, þar stend- ur eldgleypir og safnar fólki kring- um sig svo kallarnir, sem sitja kringum reykborðin á stéttinni sjá hann ekki lengur. Hann hefur uppi særingar og mikla tilburði, kveikir í einhverskonar glóðarkögglum og lætur þá uppí sig. Svo tyggur hann kögglana og það logar glatt í þeim allt til þess hann rennir þeim nið- ur. Þá hefst næsta atriði; það er að rukka áhorfendur. En þeir voru þá búnir að missa áhuga fyrir eldgleypingum og sneru sér að því að horfa á töturlega klædda stelpu, á að gizka 10—12 ára. Hún fór að dansa magadans og stal senunni frá eldgleypinum. Hún kunni utanað alla mjaðma- hnykki, fettur og brettur, sem maga- dansmeyjar iðka en allmargir úr hópi innfæddra litu það illu auga að stelpan væri með þessa tilburði framan í útlendum túristum. Þeir kölluðu til hennar en hún gegndi því engu og fór sínu fram, unz strák- ur á aldur við hana kom hlaupandi og reyndi að fjarlægja hana með valdi. En stelpan tók á móti og þau veltust í fangbrögðum eftir óhreinni götunni. Rétt í því ókum við brott þaðan. ★ Ferðalok, nú var eftir að komast heim. Nóvember á næstu grösum og rússnesk herskip stefndu vestur um haf að því er sagt var. Kennedy hafði sett hafnbann á Kúbu og margir héldu, að allt væri að fara í bál og brand. Það var gott að kom- ast heim sem fyrst. Meðan ég beið á flugvellinum og horfði á starfsmennina aka tösk- unum okkar út að flugvélinni, þá sá ég tvær egypzkar hlaðfreyjur og tók þær tali. Þær töluðu báðar sæmilega ensku. Önnur var afskap- lega arabisk með stóra hvítu í aug- unum og talsverðan svip af Nasser. Hin var öllu venjulegri og hefur sjálfsagt verið eitthvað blönduð Hún sagðist heita Enayat Abu Taleb og eiga heima í Cairó, en sú arabiska hét Fawkla Abdel Sattar. — Og hvar heima, ef ég ætti eftir að koma til Cairó? — 39 Rue Quba. — Kúbustræti. Er það vináttu- bragð við Castró? -— Má vera. Ég veit það ekki. — Er Nasser góður valdhafi? — Mjög góður. Hann hefur unn- ið stórvirki síðan hann tók við og er með margt á prjónunum. Allir eru mjög hrifnir af Nasser. — En hvað gera ungar stúlkur eins og þið í frístundunum. Farið þið á bíó eða út að dansa? — Já til dæmis. En stúlkur fara ekki einar út. — Einhver sagði okkur, að Mú- hameðstrúarfólk mætti ekki dansa. — Það er ekki rétt. Við megum dansa ef við viljum. Ungt fólk gerir það. — Og ykkur er kannski ekkert illa við að láta taka af ykkur mynd? — Nei, ekki okkur. Aðeins eldra fólki. — Hvaða viðhorf hafið þið til Evrópubúa? — Okkur er kannski ekki sérlega vel við Breta. Norðurlandamenn eru langsamlega bezt séðir í Egypta- landi af Evrópubúum. — En þið lærið samt ensku í skólunum. ■— Já, ensku og frönsku. Við kvöddum þær með virktum og lofuðum að skrifa þeim og senda þeim myndir frá íslandi. Vonandi hefur einhver gert það, því það hef- ur farizt fyrir hjá mér. ★ Egyptaland er að baki, líka Mið- jarðarhafið. Við lentum sem snöggv- ast í Aþenu til þess að taka elds- neyti á Gullfaxa. Einhver einkenni- leg tilfinning gagntók mig þarna. DELTA — TERELYNE HERfiABUXIR FALLEGAR — STERKAR Ég áttaði míg ekki á því strax, en fann það von bráðar. Við vorum komin heim. Þetta gat verið Reykja- vík, jafnvel Keflavík. Þá skyldi ég fyrst til fulls, hversu framandi ver- öld við höfðum kynnzt. Guðatindurinn Parnassos var með rauðgullnum lit, þegar vélin sveigði vestur á flóann. GS. Á heljarþröm. Framhald af bls. 13. sem var í djúpri sprungu. Hann gekk því frá áhöldum sínum, rak flein í rifu fyrir ofan sig, batt utan um sig vaðnum og festi sig við flein- inn. Bundinn við bergið reyndi hann að sofa úr sér þunglyndið, sem sækir á fjallgöngumenn, þegar hin ein- manalega nótt skellur á. Það snjóaði alla nóttina og skriður veltu hnullungum á stærð við kál- höfuð fram hjá syllu Walters. Steinarnir særðu og mörðu hann og skemmdu malinn hans, en í þetta skipti gafst hann ekki upp. Við sólaruppkomu hristi Walter íshrönglið af bláa stakknum sínum, sem var úr þykku ullarefni, og hann var í utan yfir peysunni. Hann teygði úr sér og leysti síðan vaðinn. Það snjóaði enn. Ceresa, Berardini og Géry, sem höfðu verið í Montenvers, byrjuðu nú að klífa aftur til Mer de Glace. Seinna sendu þær fréttir gegnum ferða-senditækið í Charpoua skýl- inu, að þeir sæju Walter hærra utan í fjallinu, stöðugt klífandi upp á við. Þennan dag reyndist fjallganga Walters honum auðveld allt þar til hann kom að stórri ísnybbu, sem hann varð að krækja fyrir. Með erfiðismunum hjó hann eftir har.d- og fctfestu og fór mjög varlega til að skrika ekki á berginu. Tíminn þaut áfram. Þegar hann gerði sér ljóst, að komið var síðdegi, var fyrir ofan hann 100 feta berg, sem var jafn slétt og Washington minnismerkið. Hann vissi, að hann yrði að klífa það fyrir myrkur. Hann tók því til við að reka inn fleina og hóf sig svo smátt og smátt upp vegginn. Þegar rökkva tók, var hann stadd- ur um það bil 715 fet fyrir ofan Mer de Glace. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera mikil hæð, en það var hærra heldur en nokkur annar fjallgöngumaður hafði áður klifið upp eftir Vegg Vítis. Samt sem áður átti hann enn ó- farin rheira en 1.500 fet. Walter hélt áfram þar til dimmt var orðið, þá cendi hann dauft ljósmerki til Charpoua-skýlisins: „Allt er í lagi.“ Síðan rak hann flein inn í berg- ið, batt sig við hann og sofnaði hang- andi yfir 2.300 feta djúpri gjá. Þrátt fyrir 15 gráðu frost, fannst Walter hann vera vel hvíldur, er hann leysti vaðinn um morguninn. Framundan var eina leiðin, sem möguleg var, djúp ísilögð sprunga. Hann þrengdi sér niður í sprung- una, lyfti fótunum, mjakaði bakinu VIKAN 15. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.