Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 11
En einhveran veginn ruglaðist þetta. Það hlýtur að hafa verið Svavari að kenna. Eig- inlega heyrði ég spurninguna alls ekki nógu vel, því það var eitthvert útlenzkt nafn, og jafnvel konan við hlið mína varð að biðja hann um að endurtaka það áður en hún lagði af stað. Mér fannst þetta sosum allt í lagi, því það voru þrjár eftir ennþá, og ég hafði yfirgnæf- andi möguleika til að svara þeim öllum og vinna glæsilega. Lófaklapp og húrrahróp!! En frúin var orðin vön því að hlaupa af stað til Svavars. Hann hafði eitthvað að- dráttarafl, sem dró hana til hans og bjöll- unnar. í rauninni hafði ég bara gaman af að sjá frúna hlaupa svona fram og til baka. Hún hafði gott af hreyfingunni, og í raun- inni lá mér ekkert á. Það vita auðvitað allir hvað ég er gáfaður og veit hreint alla hluti, þótt ég fari ekki að hlaupa kapphlaup við ókunna frú þarna inni. Bjallan og Svavar toguðu hana tíl sín. Jú, ég er viss um að þér færi vel aS vera í Carabella náttkjól, Svavar, t. d. nr. 42 ... Ba, ha, ha, ha, maðurlnn er Karlsson, ha, ha, ha, ha! og töluvert í viðbót, spratt upp eins og kólfi væri skotið, þegar hún heyrði spurninguna, gekk öruggum skrefum að bjöllunni, þrýsti léttilega á hana með kvenlegri handsveiflu, sneri sér festu- lega að Svavari og svaraði spurningunni auðvitað hiklaust. Mér brá ekki. Ég sat rólegur og hugsaði mér gott til glóðar- innar. Þetta var í rauninni ekki nema kurteisi, að leyfa konunni að svara fyrstu spurningunni, og ég varð var við að áhorfendur litu til mín viðurkenningaraugum fyrir hæverskuna. Ég brosti íbygginn og lét eins og ég vissi þetta auðvitað fullvel, en kærði mig bara ekkert um að vera að trana mér svona fram strax í byrjun. Næst mundi ség spretta léttilega á fætur og snarast að Svavari með svarið um leið og hann lyki við spurninguna. Svavari fannst þetta ægilega fyndið, og spurði mig hvort mig vantaði ekki bók að lesa á meðan ég sæti þarna. Á meðan ég var að hugsa mig um hvaða bók ég ætti að biðja hann um, þá snaraði hann af sér næstu spurningu. Frúin var ekki að hugsa um bok- menntir í svipinn, var öll í kleinubakstrinum, og vissi því auðvitað jafnskjótt hvaða kaka það væri, sem væri hnoðuð og sett gat á og steikt í feiti. Satt að segja hélt ég að það væru ástar- Framhald á bls. 33. VIKAN 15. tbl. 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.