Vikan


Vikan - 11.04.1963, Síða 17

Vikan - 11.04.1963, Síða 17
Pálmatré, hámastraðar seglskútur, hvít háhýsi. Þannig eru bakkar Nílar á dögum Nassers. hans sýnd ferðamönnum og þá um leið látið í það skína, að þessháttar valdhafar tilheyri fortíðinni einni. Það var ákveðið að eyða einu kvöldi í þessu eyðimerkurtjaldi. Nú stefndum við enn einu sinni véstur yfir leiruna og upp brekk- una þar sem eyðimörkin tekur við. Ljósadýrð borgarinnar var á aðra hönd en myrkar og óræðar sand- öldur á hina. Svo urðu pýramídarnir á vegi okkar; þá var tunglið komið á loft og stafaði rólegri blárri birtu yfir þessi tröllslegu mannvirki. Ég hefði viljað sjá Sfinxinn í þessari birtu; dularfullur var hann í há- degissólinni og hvernig mundi hann nú? Ég minntist stundarinnar á Akropolis fyrr í þessari ferð; þegar skin tunglsins lýsti upp ljóst bergið og hofin. Það var ógleymanlegt. Þessi mynd var líka mjög eftir- minnileg, Keopspýramídinn varð eins og hrikalegur fjallstindur og bjarminn frá ljósum borgarinnar niðri í dalnum kom á bak við hann og skýrði útlínur hans. Svo hélt vegurinn áfram vestur í auðnina. Frúrnar í sætinu fyrir aftan mig voru að tala um baðstrendur á Spáni. Þær höfðu verið í Torremolinos og Costa del Mar og hvur veit hvað þeir hétu þessir staðir. Nema þar hafði verið svo ódýrt í búðunum. Mikið höfðu nú kvenskórnir verið ódýrir og fallegir. Eða veskin. Og svo höfðu þær farið á nautaat og keypt sér miða í forsælunni. Það var miklu dýrara. Þetta var sum- arið, sem ekki stytti upp á Suður- landi og grasið óx uppúr fölbleikum töðuflekkjum túnanna seint í ágúst. Þá hafði verið sólskin á Malaga og Torremolinos og konurnar höfðu litið undan, þegar nautabanarnir stungu örvunum í herðakamb naut- anna. Þær voru víst búnar að gleyma því í bili, að á þessum augnablikum vorum við stödd á einum þeim ævintýralegasta stað, sem við mundum nokkru sinni koma á. Því hér bugðaðist vegurinn milli sandaldanna í útkanti Sahara-eyði- merkurinnar. Þess mundi kannski verða minnzt á Spáni eða í París einhverntíma síðar og þá mundu þessar eyðimerkuröldur og stjörnu- himinninn yfir þeim, verða með ævintýraljóma í minningunni. Tjaldið var brúnt og samlitt um- hverfinu að því er virtist. Og mjög víðáttumikið. Gólfinu hallaði niður að sviðinu, það voru lág hringlaga borð með koparplötum. Þarna voru einungis skemmtiatriði á sviði, en þau voru mörg með talsverðum ó- líkindum og svo framandi skemmt- un hef ég aldrei komið á. Uppistað- an var auðvitað magadans; það voru sumt gullfallegar stúlkur og mjúkar eins og slöngur í dansinum. Undar- legt, hvað þær voru hörundshvítar sumar; mætti raunar segja mér að hvítt hörund væri álíka eftirsóknar- verður hlutur þar og brúnkan hér. Sumar voru með ljósgult hár, litað að sjálfsögðu, en ætlað til að undir- strika aðdráttarafl meyjanna. Ekk- ert er eins freistandi í augum Araba og ljóshærðar meyjar. Eða svo er sagt. Einn bronsaður herramaður með atlasvöðva, hann gekk fram, eða öllu heldur stóð hann allt í einu á sviðinu, þegar kveikt var. Andlitið og hárið var líka bronsað og hann var nákvæmlega eins og mynda- stytta. Svo var snöggvast slökkt og kveikt aftur og þá stóð styttan í annari stöðu. En viti menn; styttan lifnaði allt í einu og hóf þessa af- skræmislegu Atlastilburði, vöðva- hristing og magaskjálfta. Ég þekki fátt, sem er eins fjarri því að vera fagurt. Klappað. Dreypt á glösum líka. Það var ekki neitt sterkt samt, hér fylgdi eitt glas af límonaði bdrð- inu. Þá komu þeir úr frumskógin- um; villimenn í fullum skrúða, með spjót og litríka skildi, sem eiga að skjóta illum öndum skelk í bringu. Og svo óvinunum að sjálfsögðu. Þeir dönsuðu trylltan dans með allmikl- um hávaða og sterkum rythma eins og frumskógafólki er títt. Magadans að nýju, svört augu, svart hár, mikill skaphiti í hreyfingunum. Við næsta borð sat Arabi, líklega Bedúíni eða einhverskonar eyði- merkurbúi og með honum tvær kon- ur. Það er nokkuð sem ekki virðist algengt, að menn séu með konur sínar með sér á skemmtistöðum. Þær gættu þess vel að hafa svörtu slæðuna vel dregna fyrir munninn og voru alltaf á verði. Yrðu þær varar við sérstaka athygli, þá var slæðan óðar komin fyrir andlitið. Einkum beindist þessi varfærni að ljósmyndara, sem var að taka mynd- ir af magadansmeyjunum í faðmi ýmissa ístrukalla út um allan sal. Svo hófst einhverskonar eyðimerk- urdans, nokkrar stúlkur í pokakjól- um með líkt og breiðan trefil strengdan yfir um sitjandann, þær hófu eitthvert tilbrigði af maga- dansi og nokkrir ungir menn við- höfðu tilburði á móti. Þetta þótti eyðimerkurfólkinu við næsta borð skemmtun í lagi. Það gleymdi aug- sýnilega stund og stað og konurnar hlógu dátt. Þær gleymdu jafnvel svörtu slæðunum. Þá var það að ljósmyndarinn var búinn að koma einni dansmeynni utan um hálsinn á virðulegum herramanni við næsta Framhald á næstu síðu. VIKAN 15. tbl. — Yl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.