Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 48
AWLMANN 580 AULMANN BAÐKER E1300 NÝ GERÐ SÉR- STAKLEGA FRAMLEIDD FYRIR LlTIL BAÐHERBERGI. AHLMANN BAÐKER OG STURTUBOTNAR, HVÍT OG LITUÐ, FÁST í MIKLU ÚRVALI. AULMANN BAÐKERIN ERU VIÐURKENND ÚRVALS- FRAMLEIÐSLA ÚR STEYPUJÁRNI MEÐ SÝRUVARINNI POSTULÍNSHÚÐ Si^hvAtur Einursson & Co. Skipholti 15. — Sími 2M33. o o ro stykki þar til stykkið mælist 22 (24) 25 cm. Fellið af fyrir hálslíningu 22 (24) 26 1. á miðjum prjóni og prjónið vinstri hlið fyrst. Takið úr 1 1. við hálsmálið í hverri umf. 6 sinnum. Þegar 23 (25) 27 cm mæl- ast frá uppfitjun er fellt af fyrir öxlum, fyrst 4 (5) 3 1. og síðan 4 (4) 5 1. í hverri umf. frá réttu 4 sinnum. Ath. að byrja allar affell- ingar handvegsmegin. Prjónið hægri hlið eins og þá vinstri. Ermi: Fitjið upp 46 (48) 50 1. og prjónið stuðlaprjón, 1 1. sl. og 1 1. br., 5 cm. Aukið út í síðustu stuðla- prjónsumferðinni með jöfnu milli- bili þar til lykkjurnar verða 54 (60) 60. Prjónið mynztur og aukið út 1 1. báðum megin með 2ja cm milli- bili þar til 68 (72) 76 1. eru á prjón- inum. Þegar ermin, frá uppfitjun, mælist 22 (24) 28 cm eru felldar af 3, 2, 2, 2 1. báðum megin og síðan 1 1. í byrjun hverrar umferðar, þar til öll ermin mælist 26 (28) 33 cm. Fellið þá af 2 1. í byrjun hverrar umferðar þar til lengd ermarinnar er 28 (30) 35 cm. Fellið af. Prjónið aðra ermi eins. Pressið öll stykkin mjög lauslega frá röngu með örlítið rökum klút, eða leggið þau á þykkt stykki, mæl- ið form þeirra út með títuprjónum, leggið rakan klút yfir og látið þorna. Saumið peysuna saman með þynntum garnþræðinum, stuðla- prjónið með varpspori og peysuna að öðru leyti með aftursting. Saum- ið fyrst saman ermar- og hliðar- sauma, þá helming axlarsauma og ermar í handvegi. Takið nú upp fyrir hálslíningu 32 1. á aftur- stykkinu, takið ekki upp laus bönd, heldur dragið garnið af hnyklinum frá röngu á réttu og myndið með því lykkjur. Prjónið stuðlaprjón 1 1. sl. og 1 1. br. 4 Vi cm. Fellið af. Takið upp á sama hátt 54 1. fyrir hálslíningu á fram- stykkinu og prjónið á sama hátt. Brjótið inn af hálslíningunni bæði á aftur- og framstykki og tyllið nið- ur frá röngu. Saumið rennilása í hálslíninguna og niður í miðja axlarsauma. Örvita þrenning. Framhald af bls. 23. „Hvað er að heyra“, sagði hann, tók skóinn, tróð honum ofan í litlu ferðatöskuna hennar og læsti henni viðstöðulaust. Evelyn horfði á hann með alvörusvip. „Vonandi hefur þú ekki gleymt neinu?“ spurði hann. Hún svipaðist um í herberginu, alvarleg á svip eins og áður. Rósirnar á náttborðinu héngu visnaðar og blakkar á lútandi stönglum og loft- ið var mettað af þungum gerjunar- þef. Frank strauk hendinni yfir hár- ið og gekk fram í stofuna, þar sem André var að taka af borðinu. Svart hár hans var gljáandi af feiti, og að hætti þjónastéttarinnar i París, gerði hann sér allt far um að verðskulda sem mesta drykkjupeninga fyrir skilningsríka hæversku og afskipta- leysi. Frank lagði nokkra peninga- • seðla undir einn diskinn; þjónnínn hvarf samstundis á brott og seðlarnir og diskurinn með honum. Frank hringdi á burðarkarlinn, tók síðan hatt sinn og frakka. Klukkan var 28 mínútur yfir sjö. Evelyn hafði gengið út á litlu sval- irnar úti fyrir svefnherberginu og starði út yfir götuna og borgina, ann- ars hugar og utan við sig. „Nú verðum við að fara“, sagði hann, blíðlega eins og fyrr. „Já, ég veit það“, svaraði hún.. „Sérðu eftir því að þú skyldir koma hingað til mín?“ spurði hann. Hann bjóst við að hún mundi svara neitandi. En hún mælti lágt og án þess að líta um öxl: „Nú verður allt þungbærara." Hann tók undir arm henni og leiddi hana inn í svefnherbergið. „Heyrðu, ástin mín“, sagði hann með innileik. „Þú mátt ekki taka þér þetta svona nærri. Og þú mátt ekki ímynda þér að skilnaðurinn sé' mér sársaukalaus, eða að þessi stutta samvera okkar hafi verið mér-lítils; virði. Líf mitt hefði orðið stórum ófullkomnara án hennar. Ég hefði farið á mis við ólýsanlegan unað og fegurð". Og það vill svo einkennilega til að ég segi þetta satt, hugsaði hann Kr Þorvaldsson *Co Grettisgötu 6 Simi 24478-24730 falleg blússu og kjólaefni óvalt fyrirliggjandi 48 “ VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.