Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 37
VIKU klúbburinn Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson. 'pátturinn óskar lescndum sínum gleðilegra páska Þó Palli væri orðinn 9 ára og ýmsu vanur, stóð hann — eins og dáleiddur — með tvo daggamla kjúklinga og þorði varla að hreyfa sig. Svona mjúka, fis- létta, lifandi hnoðra, hafði hann aldrei áður borið í lófum sínum. En það væri illa gert að taka þá frá ungamóðurinni. Hann yrði að láta sér nægja bómullar- ungana af páskaegginu frá þvi í fyrra. Já, vil á minnzt, hann átti víst eina tvo eða þrjá. Gæti hann ekki notað þá til skrauts, núna á páskunum? Jú, reyndar. Sjáðu bara hvað þetta er auðvelt: Næst þegar þú borðar egg, þá brjóttu á því á hliðinni, þvoðu svo skurnið varlega, utan og innan, gerðu gat í annan endann, fyrir snúru cða silkiband — og málaðu eggið, en með öðrum lit að innan. Að síðustu límlr þú ungann á botninn og hengir cggið upp. Snoturt fuglabúr — og nýstárlegt. Mannshöfuð er sviplikt egginu. Fjórar línur, leiða huga okkar strax að andlitsmynd — og auð- velda mótun nefs, augna og munns. Með litum má oft ná furðulegum árangri og margbreytileg eru and- lit eggjanna. Stundum voru menn látnir velja — úr lokuðum lófa — gleði eða sorg. Þá var það algengt að tvö andiit væru á sama eggi, en önnur voru þannig skreytt að annað andlit (annað kyn) kom í ljós, ef það „stóö á höfði". (Snúðu blaðinu við). EGG OG PÁSKAR. Frá elztu tímum, eru eggin ná- tengd páskahátíðinni og voru þau notuð til gjafa, eins og nú. Það var trú margra, að mikið eggjaát um páskana, yki á hreysti og vellíðan •— til næstu páska. Ekki er vitað með vissu, hvernig þessi tengsl — milli páska — og eggjahátíða, eru tilkomin, en í heiðni voru mikil hátiðahöld, við komu vorsins og þá hafði eggið mikla þýðingu, sem tákn lífs og gróanda. Æska þeirra tíma, „kom með vorið“ á hvern bæ og var hvar- vetna boðið eitthvað góðgæti, en á þessum tíma árs var einna mest til af eggjum og því eðli- legt að þau væru helzt á borð borin. Nú eru páskaeggin að mestu Framhaid á bls. 36 Nemendur í gagnfræðaskóla einum á Fjóni í Danmörku, vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, dag nokkurn, er kennarinn ók þeim út á flugvöll og sagði: „f þessari verðum við næstu kennslustund," og benti þeim á ferðbúna flugvél. Innan skamms voru þeir á flugi yfir Fjóni, í fjögurra hreyfla Havilland-vél. Undarlegt uppátæki. Og ástæðan? Kennarinn vissi að í bekknum var almennur áhugi, að kynnast þeim atvinnugreinum, er snerta flug og flugþjónustu, enda álit margra á þessum aldri, að ekkert sé eftir- sóknarverðara en störf flugmanna, flugfreyja eða flugvirkja. Kennar- inn þeirra var vel heima í öllu er varðaði flugþjónustu — hann var starfsfræðslukennari — og fannst því rétt að kynna þessar starfsgreinar „í réttu umhverfi". Að flugi loknu, kom í ljós að sumir voru ákveðnari en áður, að mennta sig til flugstarfa — en öðrum fannst rétt að halda sig við jörðina. „Það væri auðvitað dásamlegt að vera flugfreyja og geta flogið á hverjum degi,“ sagði Karen, 14 ára, „en það eru gerðar svo miklar kröfur til þeirra, að ég verð víst fyrst um sinn að miða menntun mína við skrifstofustörf." Úlla, hafði áður valið hjúkrun, sem framtíðarstarf: „En ég ætla samt að læra flug í tómstundum“ -— og ekki ósennilegt að hjúkrunarkonum gefist stundum — í starfi — tækifæri til að fljúga. En starfsfræðslu- kennarinn sagði: „Það er að vísu óvenjulegt að fljúga með nemendur í kennslustund, en í starfi hefi ég ávallt reynt að kynna nemendum hinar ýmsu starfsgreinar — þar sem starfið fer fram, og þess vegna fór starfskynningin að þessu sinni fram — í loftinu. NOTAÐU VAXLITINA Þú kannast við hina góðu og gömlu aðferð, að leggja smámynt undir pappír og nudda yfir með skeiðarblaði. En hefurðu reynt að teikna með bandprjóni — dálítið fast — í mjúkan pappa, svo far komi eftir, leggja síðan þunnan pappír ofan á og nudda yfir með flötum vaxlit? — Á myndinni til vinstri er myndin „mótuð“ í pappann, en hægra megin er eftirmyndin.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.