Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 29
honum við skrifborðið. „Og hve mik- ið táknar það þá, Ash læknir?“ „Segðu mér frá því, sem þér vitið um þetta,“ sagði Martin. Þá, sjáum við hvernig hann bregzt við.“ „Látið mig fyrst skýra frá því, sem ég veit,“ sagði Peter Collins. „Ég efast um, að lögregluforinginn geti keppt við mig, eins og sakir standa. í fyrsta lagi hirðir Korff tvö óþekkj- anleg, mannleg reköld fyrir framan vöruskemmu. Almannavarnirnar koma samstundis á vettvang — með geigerteljara og allt annað, sem nauðsynlegt er, þegar ósköp dynja yfir. Hinir slösuðu menn eru sviptir öllum klæðum og — að því er mér skilst — athugaðir, hvað geislavirkni snerti, áður en þeir eru fluttir með ofsahraða hér í sjúkrahúsið. Sá dauði hefir að líkindum verið lagður í kæli, en hinn liggur uppi á lofti með segulbandstæki og lögregluþjón við rúmstokkinn, ef hann skyldi taka upp á að tala í stað þess að hrjóta — en ég hef nú raunar enga trú á því.“ Peter lagði hraðritunarblokk á hné sér. „Og þá eigið þér leik, Hurlbut — ef yður langar til. Ég legg við hlustirnar.“ Martin Ash reyndi að brosa að þessari eilífu keppni blaðamanna og lögreglu. Hurlbut gekk með horn- spangagleraugu og klæddist snyrti- legum, röndóttum fötum, svo að hann virtist miklu fremur lærdóms- maður og kennari en það, sem hann var í raun og veru, sérfræðingur í morðum og manndrápum, hugsaði Ash. Lögregluforinginn hvessti sjón- irnar á Collins og sagði síðan: „Þér hafið væntanlega einnig frétt, að mennirnir komu frá kjarnastöð rík- isins í Brookhaven?" „Hvers vegna ættu menn, sem hlotið hafa brunasár af völdum geislavirkni úti á Langey, allt í einu birtast við vöruskemmu á Manhattan?“ „Þér skrifið Brookhaven, þegar þér semjið fréttina, Collins — gleymið því nú ekki!“ „Verið ekki að hugsa um fréttina mína rétt þessa stundina, lögreglu- foringi," svaraði Collins. „Ég er maður, sem vinn fyrir mig fram — langt fram í tímann. Og gleymið því heldur ekki, að blaðið mitt hef- ur fréttaritara í Brookhaven, og hann hefur ekki látið vita um neitt slys þar út frá.“ „Við getum kannski talað Ijósara um þetta,“ mælti Hurlbut. „Það getur verið, að þetta hafi aðeins ver- ið ósköp venjulegur sýrubruni ...“ „Yður tekst aldrei að telja blöð- unum trú um það .. „Hvers vegna ekki? Þér eruð eini maðurinn, sem veit, að mennirnir voru geislavirkir.“ „Þar skjátlast yður, lögreglufor- ingi. Foringi almannavarnanna er ekki meðal hinna þöglu manna. Hann glopraði öllu út úr sér, áður en mönnum yðar tókst að kefla hann ...“ „Þá getum við bara keflað blaða- mennina í staðinn,“ sagði Hurlbut og lét sér hvergi bregða, „alveg eins og við stingum upp í yður. f fyrra- málið birtir Chronicle stutta og lag- góða frétt um, að ráðizt hafi verið á tvo starfsmenn stöðvarinnar í Brookhaven, þegar þeir voru á leið til vinnu, og þeir hafi fundizt í grennd við sjúkrahúsið hér. Þér segið frá því, að annar sé með lífs- marki, og menn geri sér vonir um, að lífi hans verði bjargað. Verið getur, að það fái rétta manninn til að koma úr fylgsni sínu — ef hann hefur þá ekki forðað sér.“ „Nei, þér verðið að gera svo vel að segja dálítið meira,“ mælti Coll- ins. „Ef þér ætluðuð sjálfur að stela, til að komast almennilega í efni, í hvað munduð þér þá fyrst reyna að krækja? Það er sagt, að Rússar eigi ógrynni af uranium. Hvað um þungt vatn?“ Hurlbut andvarpaði. „Reynið nú að nota gáfurnar, sem yður hafa verið gefnar, Collins. Þungt vatn getur ekki brennt menn til bana.“ „Hvað þá um þessar efnablöndur, sem eru svo leynilegar, að menn hafa ekki einu sinni þorað að gefa þeim nafn?“ „Yfirvöldin í Washington eru ein- mitt að velta þeirri kenningu fyrir sér núna,“ mælti Hurlbut. „Ég er annars þeirrar skoðunar, að hyggi- legast væri fyrir yður að grafast ekki fyrir of mikið í þessu máli.“ ,,Þér eruð hér staddur innan um eintóma vini, lögregluforingi! Hvers vegna ekki að viðurkenna, að alls konar undraefni hafa síazt út úr Bandaríkjunum undanfarna mán- uði? Eða haldið þér kannski, að allt draslið sé geymt í kassa einhvers staðar hér á Manhattan?“ „Þér skuluð ekki gera tilraun til hugsanalestrar gagnvart mér,“ sagði Hurlbut. „Það er mjög óheilnæm athöfn." „Þetta sefasýkital um sprengju- árás á New York á í rauninni heima í teiknimyndasögunum," mælti Coll- ins. „En þvílíkur kassi með vítisvél gæti vitanlega staðið einhvers stað- ar í borginni á þessu andartaki og tifað sekúndurnar. Hver ungur eðl- isfræðingur gæti útbúið slíka vítis- vél í frístundum sínum — ef hann hefði eitthvað til að gera hana úr ■— og tryggt sér farmiða með flug- vél til útlanda, áður en hann stillti sprengingartímann ...“ „Það væri kannski heillaráð, ef blaðið yðar fæli yður að sjá um teiknimyndasögurnar, Collins.“ Ash greip nú rólega fram í. „Jafn- vel þótt kenning Peters væri rétt, þurfum við ekki að taka afstöðu til hennar rétt sem stendur. Við skul- um fyrst um sinn forðast að láta ekki ótta okkar í ljós við aðra — og athuga sannreyndirnar, sem við vit- um um.“ „Það eina raunhæfa, sem um er að ræða, er maðurinn þarna uppi á lofti, sem geispar kannski golunni, áður en minnzt vonum varir,“ sagði Collins. „Við höfum segulband standandi við rúmstokkinn hjá honum," svar- aði Hurlbut. „Ef þér hlýðið þeirri skipun, sem ég hefi gefið yður skuluð þér fá að hlusta á, þegar segulbandið verður látið taka til máls í fyrsta skipti." Peter lét munnvikin síga. „Hve oft á ég að segja yður, lögreglufor- ingi, að ég er í alla staði á yðar bandi?“ „Annað hvort leysir hann frá skjóðunni,“ sagði Hurlbut, „eða slóð- in verður að engu, rennur út í sand- inn. Nema við getum komizt að því með tannrannsókn, hver hann er. Eins og stendur er ekki hægt að sjá, hvort hann er heldur maður eða orangútan." „Sendið þér ekki fyrirspurnir út um land með firðritum?“ „Það hef ég þegar gert, þótt við gerum okkur ekki verulegar vonir um árangur af því. Við leitum að sjálfsögðu einnig í öllu hverfinu að vitnum. Það megið þér gjarnan setja í blaðið, Collins, ásamt til- kynningunni frá Brookhaven. Og gætið þess vandlega að segja frá því, að annar mannanna sé lifandi. Það er það mikilvægasta ...“ „Það er ekki til þess að hæðast að þessu,“ sagði Collins, „en haldið þér ekki, að þér ættuð að láta lög- regluþjóninn við rúmstokkinn hans fá liðsauka —að minnsta kosti í nótt?“ „Menn mínir hafa þegar slegið hring um sjúkrahúsið, ef einhver hefur áhuga á að vita það,“ mælti Hurlbut nú. „En það er einnig með- al þeirra hluta, sem blöðin mega ekki hafa orð á.“ Hann stóð á fætur og dró hattinn ofan á ennið öðru megin. „Ég lít inn í býtið í fyrra- málið, og segi yður þá helztu frétt- ir, Ash læknir." Lögregluforinginn kinkaði kolli til hinna læknanna tveggja og gekk að svo búnu út úr skrifstofunni. Collins reif blað úr skrifblokk sinni og fleygði því í pappírskörfuna, um leið og hann yppti öxlum, eins og hann væri orð- inn leiður á að bíða þarna. Svo fór hann á eftir lögregluforingjanum. Ash sat nokkra hríð og vó salt á stól sínum, þegar blaðamaðurinn var farinn. „Skyldi Hurlbut vita eitthvað meira en hann vill vera láta?“ Þetta virtist ekki vera spurn- ing. Það var miklu frekar, að hann væri að tala upphátt við sjálfan sig. Dale Easton hló. „Ég held, að hann viti minna en hann lætur,“ sagði hann. „Hvað segir þú, Andy?“ „Það er bezt, að ég svari með annarri spurningu," sagði skurð- læknirinn. „Hversu mörg lík hefur þú krufið, án þess að vitað væri, hver viðkomandi væri? Og hve mörg þeirra hefur réttarlæknirinn síðan þekkt með nafni og heimilis- fangi?“ Ash kinkaði kolli hugsi. Hann hafði á sínum tímum farið svo margar ferðir í sjúkrabíl til að sækja slasað fólk, að hann gat vel tekið undir kaldhæðnisleg ummæli 1. aðstoðarlæknis síns. Hinn full- komni glæpur var ekki neitt óþekkt fyrirbæri þarna í fátækrahverfinu. Ofbeldismaðurinn, sem lét til skar- ar skríða á næturþeli og hvarf síðan, svo að ekki sást tangur eða tetur af honum, átti heimkynni sitt í þröng- um götum fátækrahverfisins, innan um há, dapurleg hús. En úr því að hann gerði sér grein fyrir þessu, hvers vegna barðist hann þá alltaf gegn hinum glæsilegu fyrirætl- unum Catherinu varðandi framtíð sjúkrahússins — að ekki væri nú talað um frama og afreksferil sjálfs sín? Þær aðstæður, sem skapazt höfðu þarna um kvöldið, hefðu ekki komið til greina, væru óhugsandi, ef sjúkrahúsið væri flutt í heild til miðhverfis borgarinnar — langar leiðir frá eymd og vesöld fátækra- hverfisins, til hinna dýru gatna, þar sem trén sprungu út í maí, og þar sem sólin komst að hverjum glugga. „Ég skal ekki tefja yður lengur, Andy,“ sagði hann. „Þér hefðuð átt að vera laus fyrir mörgum klukku- stundum. Og það er vafalaust verk- efni, sem bíður eftir yður í lík- skurðarstofunni, Dale. Ég þakka ykkur fyrir þá rósemi, sem þið haf- ið auðsýnt ...“ Þegar samstarfsmenn hans voru farnir, sat hann lengi hreyfingar- laus við skrifborðið. f kvöld mundi hann að minnsta kosti ekki geta komið meiru i verk; það lá í augum uppi. Að sjálfsögðu væri ekki nein rökrétt ástæða til að vera skelkað- ur — brunasár mannanna ættu sennilega aðeins rót sína að rekja til einhvers slyss í efnaverksmiðju. Samt gat hann ekki hrist af sér þann lamandi ótta, sem hafði lagzt þjak- andi á hjarta hans. Andy Gray og Dale Easton námu staðar á gangi einum inni í miðri sjúkrahúsbyggingunni, þar sem gangurinn skiptist til hægri og vinstri. Ef farið var til hægri, lá leiðin til handlækningadeildarinnar, en til vinstri lá leiðin til líkskurðar- stofunnar. Það var eins og lækn- arnir ættu erfitt með að halda hvor til sinnar deildar þetta kvöld. „Ash virtist engu kvíða,“ sagði Dale. „En hann mundi heldur ekki láta á því bera.“ „Hvernig lízt þér annars á þetta mál allt?“ svaraði Andy. „Eiginlega hallast ég frekar að smyglarakenningu Hurlbuts. Ég held, að maður sofi betur á henni en tímasprengju." Andy hratt brunavarnadyrum upp með fætinum og gekk út í svalt kvöldloftið — eða það, sem þröngt skot milli hárra bygginga getur veitt af slíku. „Ég stel mér fáeinum mínútum til að fá mér sígarettu," sagði hann. „Annars hef ég alls eng- an tíma til að vera hræddur. Ekki eins og ég lifi um þessar mundir.“ Dale hallaði sér að dyraumbúnað- inum. „Þú drepur þig á þessu striti, Andy. En þú getur víst ekki annað. Þú elskar að vera með hnífinn á lofti — þú ert hinn fæddi skurð- læknir. Ef þú værir ekki jafnframt hugsjónamaður, mundir þú hafa fimmtíu þúsund dollara árstekjur uppi í miðborginni eins og aðrir framgjarnir menn. „Þú hefur á réttu að standa — það er mitt líf og yndi að vera við skurðaðgerðir." Andy blés reyk- Framhald á bls. 47. VIKAN 15. tbl. — 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.