Vikan


Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 11.04.1963, Blaðsíða 20
 ©Cb^Cr^G^i^Cb^Cr^Cb^Cr^C^(r^Cb^<^Q^(^Cb^ö^Cb^(?^Q^CP^C^Cr^C^(p<Cb^<P^Q=^Cr^C^öb^(^t^(F^Cb^(?^<^(^Ci=^(^Cb^(J=<C=^(J='(l=<ö=a,:Q=<Cra5Ci=>íö=>'Ci==<ö::*tQ=s<ö::*<<i=*<ö SMASAGA EFTIR DIANA DETTWILER Hvað vissi hún eiginlega um Michael, mann- inn sinn? Hvað var hann að gera á öllum þess- um dularfullu verzlunarferðum? Húsið var autt og drungalegt, og örvæntingarfull bjó hún sig undir enn eina langa og einmanalega nótt, þegar hann stóð allt í einu bak við hana. Um leið og Christine opnaði útidyrnar hringdi síminn. Hringingin glumdi hvell og skerandi í hljóðu og mannlausu húsinu. Hún kastaði lykl- unum og töskunni á borðið í forstofunni og lyfti heyrnartólinu. — Halló! Þetta var þurr og sviplaus rödd. Michaels, eins og hann talaði á skrifstofunni. — Hvar hefurðu verið? Ég ætlaði að fara að leggja á. — Hárgreiðslustofunni, svaraði hún og leit í gamlan spegil i gylltum ramma fyrir ofan símann. Hárið var glansandi og nýlakkað. Ilún lét allt- af greiða sér þannig upp á síðkastið — það var tízkulegt og bar heimskonusvip. Það fór vel við þá vel klæddu heimskonu, sem hún hafði breytt sjálfri sér í. -—■ Ég er hræddur um að ég komi seint heim í kvöld, sagði MichaeL. — Það er hugsanlegt, að ég komi ekki fyrr en á morgun. Það getur verið, ag ég verði að fara i ferðalag. — ó! Christina sparkaði af sér skónum og naut þess að standa á mjúku teppinu. — Við vorum boðin til Deliu i kvöld. Varstu húinn að gleyma því ? — Já, þvi miður. Mér þykir það leitt, en ég get ekkert við þvi gert. ■—- Rödd hans bar þess ekki vitni, að honum þætti það leiðinlegt. Það var frekar einhver eftir- vænting í rómnum. — Hvað er um að vera, Michael? Er þetta eitt- hvað viðvíkjandi þessari sameiningu, sem þú varst að tala um fyrir nokkrum vikum? Nú varð liann óþolinmóður. — Ég get ekki skýrt það út núna. Lestin fer eftir nokkrar mínútur. — En . . . byrjaði hún vonleysislega. — Hvers vegna ferð þú ekki ein til Deliu, ef þig langar til að fara. — En Michael .... — Ég verð að fara núna, vertu sæl, Christine. Hún heyrði skella í símanum og lagði tólið hægt á. Nú fann hún aftur til kulda og einmanakenndar, sem var orðin lienni svo eiginleg. Ó, Michael, hugsaði hún örvinluð. Einu sinni hefðirðu aldrei farið án mín. Hún fékk sér sigarettu úr skrautlegu silfurskríninu, sem stóð hjá hvítum sím- anum. Eginlega var hún ekkert forvitin vegna þessarar óvæntu ferðar Michaels. Forstjór- ar stórra og vaxandi verkfræðifyrirtækja urðu að ferðast mikið. Það, sem olli henni óróa, var þessi eftirvænting og hiti i rómn- um, sem honum hafði ekki tekizt að dylja. Það var langt síðan — lengra en hún vildi viðurkenna fyrir sjálfri sér — að hún hafði heyrt rödd hans vera svona unglega og ákafa. Hún blaðaði í símaskránni þar til hún fann númerið, sem hún leitaði að. Langir fingurnir með rauðum nöglunum sneru skif- unni af óþolinmæði. Svo beið hún. Loks heyrði hún rödd Deliu, svolitið drafandi. — Er ekki hægt að hringja á boðlegum tíma, hver sem þetta nú er? Hún virtist vera ergileg. — Vitið þér ekki, að það er mið nótt? — Þetta er Christine. Og klukkan er hálf tólf á hádegi, sagði Christine rólega. —- Ó! Það varð löng þögn. Christine sá fyrir sér hvernig Delia bylti sér í rósrauð- um koddanum og rýndi nærsýn á klukk- una á náttborðinu. — Já, það er víst satt, sagði hún og bætti síðan við af mikilli til- finningu: —- Ég er að sálast úr þreytu. — Það er mátulegt á þig, sagði Christine vorkunnarlaust. Líf Deliu var taumlausar skammtanir og það var sjaldan að hún komst í rúmið áður en dagaði. — Ég skil ekki hvernig ég get þolað þig, sagði Delia bitur. Þú ert laglegri en ég, og það eitt er ófyrirgefanlegt. Þar að auki ertu ekki skilningsrikari en bankastjórinn minn. — Það fær þá varla mikið á þig, þó að við komum ekki i kvöld. — í kvöld. Hvað er i kvöld? — Þú ætlar að halda kokkteilboð, sagði Christine þolinmóð — en við getum ekki komið. Michael var að hringja. Hann verð- ur að fara í ferðalag og kemur kannski ekki aftur fyrr en á morgun. —- Það var leiðinlegt. En því getur þú ekki komið? Ég þarf á þér að halda. Svona laglegt andlit er ómissandi í boði — það kemur í veg fyrir að karlmennirnir dragi sig út í horn og fari að tala um viðslcipti. — Þú veizt, að ég vil ekki fara út án Michaels, mótmælti Christine. — Hertu þig upp, vina min. Það er ekki i tízku lengur að vera svona ósjálfstæð. Christine leit í spegilinn og gamla spar- seminn kom upp í henni. Það væri leiðin- legt að borga fyrir þessa lagningu til einskis. Þar að auki hljómaði þessi undarlega eftir- vænting i rödd Michaels enn í eyrurn liennar. —- Jæja, ég kem þá. En aðeins svo- litla stund. — Ágætt. Þú getur heldur ekki vitað, hvað hinn dásamlegi eiginmaður þinn aðhefst á þessari dularfullu ferð sinni. Þú átt fullan rétt á að slá þér eitthvað út lika. Þessi orð hljómuðu i eyrum Christine meðan hún liorfði á glæsilega forstof- una hjá sér, livíta veggina og dýr hús- gögnin. Christine horfði á öll þessi ytri tákn um velgengni eiginmanns síns. Skyndi- lega fann hún, að hún hataði þetta allt. Ekki aðeins íburðarmikið heimilið, held- ur það líf, sem þau lifðu. Hún gekk út að glugganum og horfði út. Það var fri i skólunum i dag, svo að óvenjumikið var úti af börnum. Hún tók sérstaklega eftir telpu í rauðri peysu. Hún beygði sig yfir barnavagn og lagaðisænginahjábarninu. Svo renndi hún höndinni undir mjúkan hnakka barnsins, lyfti því upp og kyssti það. Sitt hár hennar féll fram yfir andlitið og huldi það í þessari veröld ástar og bliðu. Christine sneri sér snöggt við og gekk frá glugganum, hrædd við þá öfund sem greip hana. í dyrunum að herbergi Sheilu liikaði hún, en gekk siðan inn. Það var innilok- að loft þar inni og allt of snyrtilegt. í gluggaskistunni sat röð af brúðum og starði tómum augum út í bláinn. Snyrti- borðið, sem einu sinni var þakið af hár- böndum, litum, óhreinum sokkum, boðs- kortum og hálfnöguðum eplum, var nú autt. Það var eins og Sheila hefði ekki skilið neitt eftir. Herbergið bar engin merki hennar lengur, eins og hár og smit- andi lilátur hennar hefði aldrei ómað þar. Christine hallaði sér upp að dyrastafn- um og þráin eftir barninu varð næstum óþolandi og gráturinn varð að kekki í liálsi hennar. Hún lokaði hurðinni að tómu herberginu og fór inn til sín. Hún lagðist á rúmið, meðan tárin sviðu und- ir augnlolcunum og hún fór að rifja upp fyrir sér, hvering allt hafði verið í byrj- un. Fyrir tiu árum síðan. Fyrir eilifð síðan. Þau höfðu verið svo ung. Michael hafði verið tuttugu og tveggja ára og liún ekki nema átján. Michael var gáfaður og metnaðargjarn og hafði aðeins eitt tak- mark — og þvi hafði hann náð núna. En með velgengninni hafði ýmislegt ann- að komið — nýtt líf. Þau höfðu selt litla húsið sitt i út- jaðri bæjarins, litla liúsið með sýrenu- runnunum fyrir utan og vingjarnlegu nágrönnunum í næstu húsum. Svo höfðu þau flutt í þetta fallega hús hér í Shel- sea. Sheila hafði grátið, þegar þau tóku hana úr litla skólanum og sendu hana í dýra heimavistarskólann í Sussex. Og nú fóru þau Michael og Christine í fjölmenn boð og á frumsýningar, borð- uðu á dýrum veitingahúsum og vinir þeirra voru ríkir og skemmtanaþyrstir. Þeir voru lika leiðir á öllu, taugaveiklað- ir og lauslátir. Framhald á bls. 43. 2Q — VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.