Vikan


Vikan - 06.06.1963, Side 29

Vikan - 06.06.1963, Side 29
Virbakka, fullan af pappamöppum. „Þarna voruð þér heppinn — það er búið að skila úrklippunum. Gerið avö Vel og fáið yður sæti.“ Tofly Settist Við borð og varð að hafa hérrtii á sér, til þess að ekki SÉéist, hve hoflum var mikið flíðfí fyrir. Hann lézt skriía ýmisíegt hjá séf, meðafl skjalaVörðurirtrt var í grenhdirini. Það var auðséð að Rill- ing-Schilling hafði látið hefldur Stáflda fram úr ermUm. Jafnskjótt ög haflfl hafði fófðáð sér af sökkvartdi skútu Hitie'rs, hafðí haflfl byrjað að brjóta sér braut í ríýju Íaridí. Fyrsta t greinifl var Um það, þegar haflfl var kjörirtn í stjór'n þýzk-airíerísks félagsins, serrí hafði að kjörorði: „Alit fyrir fósturjörðina“. Toriy skildist að Riliíng var þegar búinn að kaupa meiri hÍUtafln í SilVercap- ölgerðinni. Það var bersýnilegt, að enginn hafði hugleitt, hvaðan fé hans var komið. Tony var ekki í vafa um, að það mundu vera nazista- peningar, því að foringjarnir höfðu skotið miklu fé undan til annarra landa. Og Tony sá líka, að mikil breyting hafði orðið á lífi og starfi Berts Rillings, þegar það nálgaðist, að hin nýja fósturjörð hans lenti í styrjöldinni. Birtar voru lofgreinar um Rilling fyrir ágæta frammistöðu við sölu stríðsskuldabréfa — ekki sízt meðal Bandaríkjamanna af þýzkum ættum. Löngu fyrir árásina á Pearl Har- bor hafði hann lagt stórfé í fram- leiðslu flugvélahluta og það var hon- um að miklu leyti að þakka, að tek- izt hafði að smygla frá Evrópu efna- fræðingum og eðlisfræðingum, sem voru andvígir nazistum, og gerðu blöðin mikið úr þessu. Þegar styrj- öldinni var lokið, var dálítill dýrðar- bragur um höfuð innflytjandans — hann var hinn ágæti þjóðfélagsborg- ari dæmigerður. Hæðnisbros færðist á þunnar var- ir Tonys, þegar hann las um stjórn- málaferil hins gamla vinar síns. 1 ársbyrjun 1941 hafði þó vofað yfir honum hneyksli — þjóðþingsnefnd. sem rannsakaði deyfilyfjasölu í New York, hafði sannað, að þrír nánir vinir ölgerðarmannsins voru for- sprakkar stórs og hættulegs eitur- lyfjasöluhrings. En vitanlega hafði Rilling verið sýknaður, þegar félag- ar hans voru krossfestir sem um- boðsmenn kommúnista. Tony var ekki í neinum vafa leng- ur. Þótt Kurt hefði skipt um nafn og fósturiörð, hafði hann haldið við samböndum sínum í Evrópu. Frétt- in um eiturlyfjasöluhringinn var allt og sumt, sem Tony þarfnaðist til að geta getið sér til um afgang- irm. Hann hafði frétt í bréfum frá Þýzkalandi, að margir nazistafor- ingjar fóru huldu höfði í Þýzkalandi, meðan þeir biðu þess, að breyting yrði í stjórnmálunum. Margir höfðu einnig haldið austur á bóginn til að þjóna Rússum, eins og Bert hafði áreiðanlega gert, ef hann hefði slopp' ið úr gildrunni í Berlín. Rilling var bersýnilega tengiliður þessara manna og Ameríku — og græddi vafalaust á því. Tony sat andartak 1 þungum þönk- um. Augljóst var, að hann og Rill- ing urðu að gerast félagar. Þegar því hefðí verið kippt í lag, gæti Tony tekíð að sér stjórnina. Hann hafði alltaf vítað, að hann var miklu gáfaðri en Kurt — og nú var kom- inn tímí til þess, að hann sannaði það, Þar sem hann hafðí nú tekið ákvörðun sína, lék honum aðeins hugur á að komast sem fljótast aftur til sjukrahússíns. Hann af- henti möppurriar og ætlaðí til næstu lyftu, þegar allt í eínu var kallað tíl hans. Hann fylltist gremju, þegar haíin sá, að þetta var Peter CoII- ins. „Eruð þér ekki kominn dálítíð langt riorður á bógínn, Kurt Iækn- ir?“ Collins var hinn vínsamlegasti, en Tony var við hinu versta búínn, því að hann hafði áður lent í kastí við blaðamanninn. „Hvað um yður, Collins? ÉgTiélt, að þér væruð enn á sjúkrahúsinu." „Ég var þar líka — þar til fyrir klukkustund. Ég var á hælunum á yður, þegar þér fóruð niður tröpp- urnar. Ég sá yður stíga inn í bif- reið konu og hverfa á brott með henni. Og nú verð ég þess áskynja, að til tilbreytingar eruð það þér sem eruð að leika sporhund hjá okk- ur.“ „Tony svaraði hiklaust: „Ég þurfti aðeins að fá dálitlar upplýs- ingar um gamlan sjúkling." Peter lyfti brúnum. „Ég vissi ekki að þið læknar gerðuð ykkur svo mikið ómak. Eru sjúkradagbækur sjúkrahússins ekki fullnægjandi?“ Korff brosti alveg eins hæðnislega og blaðamaðurinn. „Jú, en stundum eru þær dálítið þurrar. Og jafnvel læknar þurfa breytt andrúmsloft. Má ég bjóða yður að drekka?“ ; „Það hljómar ótrúlega í yðar eyr- um, en ég drekk aldrei, þegar ég er við vinnu.“ „Þá afsakið þér vafalaust, þótt ég stingi af. Ég ætti að vera kominn aftur í sjúkrahúsið. Ég átti frí í eftirmiðdag . ..“ Tony tók eftir því, að blaðamaðurinn fylgdi honum með augunum, er hann gekk inn í lyft- una. „Til Eastsside-sjúkrahússins, fljótt Ég er læknir og mér liggur á,“ sagði Tony við leigubifreiðarstjórann og stökk inn í bifreiðina. Nú var um að gera að hugsa ljóst og rólega. Hann mátti ekki rasa um ráð fram. Þegar hann hitti Rilling aftur, ætl- aði hann að koma fram, eins og sam- vinna þeirra væri óumflýjanleg. Þetta var í rauninni svo blátt áfram; en hvers vegna gat hann ekki annað en kreppt hnefana? Hvers vegna gat hann ekki stöðvað hjartsláttinn? Bílstjórinn sagði eitthvað og Tony neyddi sig til að leggja við hlust- irnar. / „Er eitthvað nýtt um morðingj- ann þarna hjá ykkur, læknir?“ Dæmalaust hefði verið gott að hafa daufdumbann mann við stýrið núna. Hann langaði helzt til að segja manninum að halda sér saman, en áttaði sig. „Hvaða morðingja?“ „Hafið þér ekki séð blöðin? Þau segja að það leiki hættulegur mað- ur lausum hala í grennd við sjúkra- húsið, maður með vítisvél í vasan- um. Að minnsta kosti Atómsprengju En ég held nú, að þetta sé allt bull, sem á að fá okkur til að gleyma ávirðingum ríkisstjórnarinnar?" „Það getur verið,“ sagði Tony, en hann var víðs fjarri í huganum . .. Hann langaði til að vera kominn aftur að hvílu Rillings. Peter Collins sneri sér frá glugg- anum í skrifstofu sinni og klóraði sér hugsi í skeggbroddunum. Hann rakaði sig aldrei, þegar hann var að eltast við æsifregn — hann áleit það hamingjumerki að láta skeggið vaxa. T.ony Korff virtist vinsamlegur, en Collins fannst hann einkenni- legur. Hann hafði séð lækninn þjóta út úr húsi Chronicles og stökkva ínn í leigubifreið. Peter vissi, að Tony mundi ekki hafa efni á að aka í leigubifreið. Hann var líka nokkurn veginn viss um, að Tony átti frí til klukkan fimm. Hvers vegna lá honum þá svona mikið á að komast aftur til sjúkrahússins — og hvers vegna hafði hann verið að snuðra í skjaladeild Chronicles? Peter varð hugsað til ánægju- svipsins á Korff, þegar hann settist upp í bifreiðina hjá Patriciu Reed. Skyldi hann vera að kúga fé út úr henni? Svo hlýddi Peter eðlisávís- un sinni, hélt til skjaladeildarinnar og leit í gestaskrána. Þar hafði Korff ritað nafn sitt og við hliðina var þess getið, sð hann hefði fengið að láni úrklippur varðandi Bert Rill- ing. Peter lyfti brúnum og fór að blaða í úrklippusafninu, sem hafði ekki enn verið sett á sinn stað. Heili hans starfaði af fullum krafti. Hvaða samband var milli Tony Korffs og milljónarans? Korff var frá Austur- Þýzkalandi eins og Rilling, og þeir voru báðir innflytjendur. Hvaða gömlu endurminningar höfðu það verið, sem læknirinn hafði verið að rifja upp í skjalasafninu? Collins fór gegnum hverja ein- staka úrklippu. Hann hafði skyndi- lega fengið furðulegar hugmyndir. Rilling hafði komið frá Þýzkalandi fyrir næstum 20 árum — bersýnilega sem efnaður innflytjandi, sem snú- ið hafði baki við Hitler og öllum afbrotum hans. Samt hafði staðið á því að hann var viðurkenndur meðal þýzkættaðra manna í New York. En þegar hann svo fór um síðir, hafði hann brotizt í skyndi til hæstu metorða. Ef til vill hafði þetta gengið nokkuð fljótt.. . Nema hann hefði yfir óhemju fé að ráða. Þarna var viðtal, sem Peter hafði sjálfur skrifað á stríðsárunum, þeg- ar Rilling var hvað vinsælastur. Peter hafði hafið hann til skýjanna, því að þótt Rilling líktist svíni, þá var hann — eftir öllum sólarmerkj- um að dæma — ágætur borgari í hinu nýja landi sínu. Samt hafði Peter ekki getað fengið mætur á honum; það leyndist eitthvað bak við köld augun — eitthvað hart og útreiknað, sem menn gætu aldreil gert sér vonir um að ná til í venju- legu viðtali. Hann lokaði möppum Berts Rill- ings og starði út í bláinn. Eitt- hvað hafði rekið Tony Korff upp í skjaladeildina til að leita upplýs- inga. Ætlaði hann að endurnýja minningar frá sameiginlegri fortíð í Þýzkalandi, þegar þeir höfðu báðír lagt á ráðin um flótta? Eða var ein- hver nýr tilgangur með heimsókm Tonys Korff hjá Chronicle? Nei,. það var of ótrúlegt til að geta verið- satt. Enginn gæti sannað, að sam- hengi væri milli óvenjulegs áhuga: Korffs fyrir Rilling, skyndilegum1 veikindum ölgerðarmannsins og: þeirra óhugsanlegu flugufregna, sem’ orðið höfðu til eftir að mennirnir tveir brenndust. Og þó — þetta var nefnilega allt svo furðulegt ■— að það gat verið satt. George Plant læknir hafði í mesta trúnaði sagt Peter, að það væru litlar vonir til þess, að Rilling gæti haldið lifi. Ef svo færi, mundi Tony verða eini lykillinn að lausn gátunnar — Tony Korff og þær upplýsingar, sem hgnn leyndi ef til vill fyrir lögreglunni. Þetta var skot út í bláinn, en það hafði áður borgað sig fyrir Peter að tefla á tvær hættur. Hann greip símann og hringdi til einkanúmers Hurlbuts lögregluforingja. Ef Hurl- but tekur sjálfur símann, hugsaði hann, þá segi ég honum alla sög- una. Og ef hann er ekki heima, þá gleymi ég þessari vitlausu at- hugasemd. Peter fann, að hann hafði hjart- slátt, þegar hann heyrði urrandi rödd Hurlbuts í símanum. „Þetta er Peter Collins. Getum við átt viðskipti saman?" „Ég efast mjög um það.“ Hurl- but var bersýnilega í vondu skapi. „Ég held því ekki fram, að ég sé búinn að slá hring um morðingj- ann yðar, en ég get gefið yður dá- litla bendingu ...“ „Leysið frá skjóðunni — ég hlusta.“ „Þér munið væntanlega, að ég talaði um viðskipti?" „Hefi ég nokkru sinni svikið yð- ur?“ „Alltof oft. En það tekst ekki í þetta skipti.“ „Áfram með smjörið. Ég er allt- af að hlusta — með hálfu eyra“. „Þér þarfnist aðstoðar -— annars munduð þér ekki urra svona að mér. Og ég þarfnast fyrst og fremst góðrar æsifréttar.“ „Er þetta bara vitlaus hugmynd, Collins, eða vitið þér í rauninni eitthvað, Collins, eða vitið þér í rauninni eitthvað? „Kaupið þessa vitlausu hugmynd mína, og borgið mér með hálftíma forskoti, ef hún reynist á rökum reist.“ „Komið þá með þetta,“ skipaði Hurlbut. Peter kannaðist við hryss- ingslega rödd hans frá fyrstu blaða- mennskudögum sínum, og var orð- inn vanur henni fyrir löngu. Hann Framhald á bls. 50. vikan a. m. — 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.