Vikan


Vikan - 19.09.1963, Page 18

Vikan - 19.09.1963, Page 18
Þegar okkur ber að garði, að Garði við Mývatn, mætum við Starra bónda Björgvinssyni, þar sem hann er á leið til mjalta út í fjós. larri er bróðursonur Þuru í Garði, sem nú er nýlátin. Kona Starra er Jakobína Sigurðardóttir, landsþekkt skáldkona, ættuð af Vest- fjörðum. Þau hjónin eiga 4 börn sem eru á aldrinum 4—13 ára. Starri býður okkur til stofu, en þar hittum við föður hans, Björg- vin, sem margir munu kannast við. Björgvin er landsþekktur maður fyrir þær svaðilfarir sem hann lenti í er hann fór með Fjalla-Bensa, í eftirleitir. Björgvin er afar fastur fyrir í skoðunum og lætur ekki sinn hlut í nokkru máli fyrr en í fulla hnefana. Hann er góður fulltrúi eldri kynslóðarinnar í landinu, alinn upp í einni fegurstu sveit landsins, á tímum mikilla atburða og byltingar í búnaðar- og lifnaðarháttum. Sumir mundu vafalaust segja að Björgvin væri sérvitur, vegna sérstæðra skoðana sinna á ýmsum hlutum, en aðrir mundu telja þær bera vott um sjálfstæða hugsun

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.