Vikan - 19.09.1963, Side 31
ERFIÐ HREINSUN
ÞARFNAST VIM
Vim gerir potta, pönnur, vaska, eldavélar, veggflísar og hvað sem er,
sem nytt. Fljótvirkt — fitublettir hverfa á svipstundu. Fjarlægir prálát
óhreinindi. Drepur sóttkveikjur. Ilmandi Vim — endurnýjar allt.
X-V 556/lC OiW7-5D
eiginlega orðið? Það hafði svo
sem ekki verið sérstaklega ham-
ingjusamt, og mér hafði stund-
um flogið í hug, einkum þegar
ég var í félagsskap einliverra
lirífandi kvenna, að ég sýndi
mikla fórnfýsi með þvi að lialda
áfram að lifa með Jenny. En
það hugarflug náði aldrei langt.
Ein kona hreif mig ef til vill
með háttprýði sinni, Önnur incð
félagslyndi sínu. En ég missti
alltaf áhugann, þvi slíkar kon-
ur eru alltof sjálfráðar.
Aðeins ein kona gat geðjast
mér, þrátt fyrir allar takmark-
anir, og það var Jenny. Vissu-
lega var hún hvorki sérlega hríf-
andi né glaðvær. Ég bar langt
af henni hvað snerti vitsmuni,
listrænan skilning og félags-
þroska. Hún var taugaóstyrk,
hræðslugjörn og yfirleitt held-
ur leiðinleg. Samt sem áður
fullnægði lnin þörfum mínum
að því marki, að ég gat ekki
án hennar verið.
Ég trommaði með fingrunum
á borðplötuna og hugsaði mitt
ráð. Síðan ákvað ég að snúa
aftur til smáhýsisins. Á leið-
inni ihugaði ég málið betur.
Ég kærði mig ekki um að Jenny
kæmist að því að ég tortryggði
Gil. Alla okkar hjónabandstið
hafði ég komið fram sem imynd
sjálfsöryggisins. Þvi kom ekki
til greina að láta nokkurn ó-
styrk í ljós.
Þess í stað hallaðist ég að
annarri áætlun. Á liverju ári,
siðla um sumarið, var ég vanur
að bregða mér til Evrópu að
afla listmuna fyrir fyrirtækið.
Eftir fyrstu ferð mína austur,
hafði Jenny hugsað sér að verða
mér samferða næsta ár, en mér
tókst að fá hana til að fresta
því þangað til árið þar á eftir
og svo ár frá ári.
Ég ákvað að breyta áætlunum
mínum varðandi starfið, fara
austur úm tveggja vikna skeið
og taka Jenny með mér. Hún
myndi verða fegin og þar með
var komið tækifæri til að binda
endi á kunningsskap hennar við
Gil. Þegar til Evrópu kæmi,
myndi ég svo koma henni fyrir
á einhverju hvíldarhóteli, þar
sem hún gæti dvalið meðan
ég ferðaðist um.
Ég komst á leiðarenda fyrir
miðnætti. Jenny var eklci heima,
svo ég hélt áfram upp að húsi
Gils. Þau sátu í bókaherberginu,
reyktu vindlinga og ræddust við
i lágum hljóðum. Þau urðu auð-
vitað liissa þegar ég kom. Mér
vafðist tunga um tönn, en uml-
aði eitthvað um að hitinn i borg-
inni væri að verða illþolandi.
Gil bauð mér að drekka en ég
afþakkaði. Mér leið óþægilega,
rétt eins og ég væri boðflenna.
Ég sagði að það væri orðið
nokkuð áliðið, svo að Jenny
bauð Gil góða nótt og við geng-
um niðureftir til okkar.
Á leiðinni kvaðst ég hafa dá-
samlegar fréttir að segja henni,
og væru þær raunverulega á-
stæðan til þess, að ég hefði kom-
ið svo fljótt aftur. Við námum
staðar i myrkrinu í anddyrinu
og ég sagði henni að ég þyrfti
að skreppa i tveggja vikna ferð
til Evrópu. „Og mér tókst að
koma þvi svo fyrir, að ég get
tekið þig með mér.“
Hún sagði ekkert að heldur
og við fórum inn. Mér féll lirifn-
ingarleysi hennar þungt. Aug-
ljóst var, að Gil hafði náð sterk-
um tökum á henni.
Morguninn eftir sagði Jenny
mér, að Gil hefði boðið okkur
til hófs í New York i næstu
viku. Tilefnið var, að ljúka átti
sýningu á frægasta leikriti hans,
sem hafði gengið á Broadway
í þrjú ár og síðan fjögur ár
annarsstaðar, en var nú komið
til New York aftur, þar sem
átti að sýna það nokkrum sinn-
um á ný. Það átti að veita ó-
spart i liófinu, sem haldið skyldi
af tilefni lokasýningunnar.
Vissulega langaði mig ekkert
til að fara. Ég kærði mig ekkert
um að Jenny sæi Gil i hans
eigin glæsilega hóp, þar sem ég
hlaut að verða utangátta. En ég
ákvað að afþakka ekki. Ég taldi
mig geta treyst á óframfærni
Jennyar.
„Ég er hræddur um að þú
verðir ekki í essinu þinu
þarna,“ sagði ég. „Þið Gil eruð
orðnir svo nánir vinir, að liann
vill áreiðanlega hafa okkur hjá
sér í leikhúsinu og lika við
borðið. Og auk þess áttu engan
kvöldkjól." Ég hristi höfuðið
dapurlega.
Hún var farin að sýna merki
um taugaóstyrk, og hún sagði:
„Ég ætlaði að hringja til þin
i dag og segja þér að ég ætlaði
í borgina. En ég get alveg eins
fárið seinna i vikunni. Dagur-
á-ný er að láta sauma mér kvöld-
kjól.“
Ég gerði aðra tilraun. „Jenny,“
sagði ég, „ég vildi helzt ekki
minnast á þetta, en þú getur
varla tekið þátt í slíku sam-
sæti og setið þegjandi allan tim-
ann. Gil ætlaðist áreiðanlega til
að þú talir við þau, og —“. Ég
þagnaði í miðri setningu og
gaf henni gætur.
Hún horfði stöðugt niður á
hendur sér. Svo sagði hún hægt
og kyrrlátlega: „Engu að siður
- 31
VIKAN 38. tbl.