Vikan


Vikan - 19.09.1963, Page 37

Vikan - 19.09.1963, Page 37
ekki einu sinni vitað, að skamra- byssan var tekin frá honum og falin í eldhússkúffunni. Og Anna sagði, að Frank frændi og mamma liefði setið inni i stofu, þegar skotið reið af, svo það þýddi, að þau gátu ekki liafa gert það. Svo spurði ég hana: — Hvað varst þú að gera, þegar skotið reið af? Og hún leit skringilega á mig, og sagði: — Ég var að hringja í lækninn, þegar ég lieyrði skot- hvellinn. En ég myndi gjarna vilja lenda i rafmagnsstólnum, ef ég gæti hjálpað föður þín- um. En svo sagði ég henni hvað herra Pratt hefði sagt við mig, að pabbi myndi bara fá eitt ár í fangelsinu, ef það væri liann, sem hcfði gert það. Og eitt ár væri nú ekki svo hættulegt, því tíánn væri líka svo vanur að vera i fangelsi livort sem var. Og Anna skammaðist, og sagði, að það væri ljótt af dótt- ur, að tala svona um pabba sinn. — Það er alls ekkert ljótt, Anna, sagði ég, —- því ef þú hefðir skotið Jóa frænda, þá mundir þú lenda i rafmagns- stólnum. Og mamma og Frank frændi, ef þau hefðu gert það. Og Anna sagði: — Já, það hugsa ég líka. En mamma þín og Frank frændi hafa fjarvist- arsönnun, þvi nú veit lögreglan, að Frank frændi elskar mömmu þina líka. Svo sagði ég Önnu, að ég ætl- aði að fara að sofa. Ég gat bara alls ckki farið að sofa. Ég fór að liugsa, að ef til vill lentu Anna, eða Frank frændi eða mamma i rafmagns- stólnum. Og það myndi verða alveg hræðilegt. Og ég hugsaði, að ef pabbi hefði gert það, myndi hann lenda svolitið í fangelsinu, og þá gæti mamma fengið skilnað frá honum og gifzt Frank frænda. Og þá þurfti hún aldrei mcira að fara úr fötunum fyrir framan allt fólkið. Og kannske fengi ég að vera brúðarmær, og kannske fengi ég líka armbandið henn- ar, þvi hún mundi ábyggilega ekki vilja ganga með það leng- ur, fyrst Jói frændi var dauð- ur. Og ég hugsaði með mér hvað ég var fegin, að Jói frændi skyldi vera skotinn, og hve hrædd ég hafði verið um, að hann myndi segja pabba, að ég liefði stolið armbandinu. Því pabbi hefði örugglega slegið meg, og sent mig á betrunar- heimili. Og svo hugsaði ég mér upp leynilega ráðagerð, og svo sofnaði ég. Næsta dag kom herra Pratt til str: að tala við mig, og það var gamall maður með honum, sem sagði, að liann væri verjandi pabba, eða eitthvað svoleiðis. Og herra Pratt sagði, að ég ætti að reyna að muna, hver liefði staðið í dyrunum, þegar Anna setti skammbyssuna i eldhús- skúffuna. Ég sagði: — Nei, það get ég ekki munað, en ég man, að hver sem það var, var hann með hvítt hár, og ég man, að hann hafði hvitt hár, sem ég sá, þegar ég sneri mér við. Og herra Pratt sneri sér að verjandanum og sagði: •— Þetta útilokar alla nema Georg Braun, hann var sá eini, sem var með hvítt hár. Svo spurði verjandinn mig um marga liluti. Og ég sagði honum, að ég hafi séð Jóa frænda liggja inni i hcrbergi mömnm áður en hann var skot- inn. Og ég sagði honum, að liann liafi verið bálreiður, og hafi bölvað og reynt að rísa upp. Og svo varð verjandinn voða ákaf- ur, og sagði við herra Pratt: — Ég ætla að reyna að fá Georg Braun til þess að játa að um sjálfsvörn liafi verið að ræða. Þá fær hann ef til vill mildari dóm. Svo þökkuðu þeir mér fyrir. Og þeir sögðu mér, að ég skyldi bara segja dómaranum allt, sem ég liafði sagt þeim. En ég fer nú ekki að segja dómaranum frá armbandinu og dúkkunni, sem ekki gat einu sinni lokað augunum. Og ég segi dómaranum held- ur ekki hvað ég gerði, þegar Jói frændi liafði skammað mig inni i lierbergi mömmu, og hvað hann gerði mig hrædda, þ;egar hiahn sagðist ætla að senda mig í fangelsi. Ég segi honum ekki, að ég hafi farið fram i eldhús og tek- ið byssuna upp úr skúffunni og farið aftur inn í herbergi mömmu í gegnum baðherbergið. Og ég segi ekki frá því, að ég opnaði dyrnar inn til Jóa frænda og bcnti á hann með skammbyss- unni og tók i þarna litla titt- inn undir, alveg eins og í bió- myndunum. Eða að ég lienti frá mér skammbyssunni og hljóp til baka inn i mitt lier- bergi, þegar ég heyrði, að þau voru öll að koma. Það myndi vera vitlaust af mér að segja dómaranum allt þetta. Þvi nú lialda þau öll, að það hafi verið pabbi, sem skaut Jóa frænda, og pabbi lendir aðeins í fangelsi í eitt ár, kannske tvö. En ef þeir vissu, að það var ég, sem skaut Jóa frænda svo líann dó, þá myndu þeir kannske setja mig i rafmagns- stólinn. Og það vil ég alls ckki. Jth. vikan 38. tbi. — gy

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.