Vikan - 17.12.1964, Side 7
KÆRA - KÆRI -
Kæra Vika!
Hjálpaðu mér nú í einum loga-
grænum kvelli. Ég þarf að skrifa
bréf til ítalíu til íslenzkrar
stúlku, sem ég hef aldrei séð og
aldrei talað við og hún hefur
ekki hugmynd um, að ég sé til.
Hvernig á ávarpið að vera? Hér
byrja öll bréf með Kæri Jón og
Kæra Gunna, en mér finnst ég
ómögulega geta byrjað bréf svo-
leiðis til stúlku, sem ég hef aldrei
séð og hún veit ekki að ég er
til! Mér finnst líka ómögulegt að
segja Sæl og blessuð eða Komdu
sæl eða eitthvað svoleiðis. Það
bara gengur ekki. Hjálpaðu mér
í guðanna bænum og sem allra
fyrst.
Með fyrirfram þakklæti.
Kæri Jón.
—- — — Þetta er vandamál. Við
brutum heilann, en það kom ekki
mikið út úr því. Einna helzt datt
okkur í hug, að þú gætir byrjað
með því að segja nafn stúlkunn-
ar í staðinn fyrir ávarp, en það
er engin úrvals lausn. Og nú
beinum við spurningunni til les-
enda: Ilvernig á að hafa ávörp
bréfa, þegar tilfinningarnar leyfa
ekki að byrjað sé á Kæra Gunna?
MADAMA, KERLING, FRÖKEN,
FRÚ . . .
VIKAN, pósthólf 533, Rvík.
Nýlega sá ég í pósti Vikunnar
bréf, þar sem spurzt var fyrir
um, hvenær ætti að titla kven-
fólk með Frú og hvenær Fröken.
Fyrir þessu er föst regla. Fröken
er ógift kona, komin yfir miðjan
aldur. Fram að því er ógift kona
ungfrú. Frú er gift kona, og hún
verður ævinlega frú, þótt hún á
unga aldri skilji eða missi mann-
inn. Ríki óvissa um, hvort ákveð-
in kvenmaður sé giftur eða ógift-
ur, með öðrum orðum hvernig
titla beri hana, t.d. í utanáskrift
á bréf, er nóg að skrifa Fr. —
og svo nafnið. Það gildir jafnt
um Ungfrú, Fröken og Frú.
Virðingarfyllst, Karen M.
NAKTIR KARLMENN.
Það er merkilegt hvað þið getið
verið dónskir. Þessir menn, sem
svara bréfum, eru ókurteisir, en
ég held að þið ættuð að leggja
þennan 1 Ijóta ávana niður. Þið
vitið hvort sem er ekki neitt sem
þið eruð spurðir um, hvað þá
heldur meira. Þið þessir Reyk-
víkingar, oj bara! Svo eitt enn:
Hvers vegna ekki að sýna nakta
karlmenn? Finnst ykkur svona
æsandi að láta teikna kvenfólk-
ið? Ég held bara að þið hafið
ekkert vit á þessum myndum,
sem þið eruð alltaf að láta
teikna eða teiknið þið þétta sjálf-
ir? Svo er það, af hverju komið
þið ekki með fleiri sögur eins
og Erkihertoginn og hr. Pimm
eftir Lindsay Hardy og Dr. No
eftir Ian Fleming? Vona svo eftir
útúrsnúningum.
Bið að heilsa ykkur. Ein vond.
--------Svar við fyrsta lið: Þeir
ættu ekki að kasta steinum, sem
í glerhúsum búa. Svar við öðrum
lið: Mjög fáum finnst naktir
karlmannslíkamar eins fagrir og
naktir kvenlíkamar. Það gildir
jafnt um konur og karlmenn. Og
við hér á VIKUNNI lifum fyrir
fegurð eins og allir aðrir há’eitir
og friðelskandi hugsjónamenn.
Svar við þriðja lið: Við álítum
söguna af Angelique ekki gefa
hinni ágætu sögu af Erkihertog-
anum og hr. Pimm hið minnsta
eftir, og að okkar dómi er saga
Ian Fleming: Með ástarkveðju
frá Rússlandi, jafnvel enn betri
en Dr. No, eftir sama höfund.
Viðbót: f raun réttri átti þetta
bréf að fara í körfuna. Birting
þess er aðeins til að leyfa öðrum
lesendum blaðsins að sjá, hvers
konar þvælu við verðum stund-
um að lesa.
SKVÍSA.
Kæri Póstur!
Viltu vera svo góður, Póstur
minn, að fræða okkur hérna
nokkra kunningja á því, hvaðan
orðið skvísa er komið o" hvað
það í rauninni þýðir. Gæi.
--------Orðið þýðir stelpa, eða
stelpugála, eins og íslenzka orða-
bókin segir. Uppruninn er aftur
á móti aðeins vafamál. Það er
samt örugglega komið úr ensku,
og segja sumir að það sé afbökun
á orðinu „squaw“, sem þýðir
indíánakona. En ég er ekki á
bví að betta sé rétt. Ég held að
það sé komið af sögninni
„to squeese“, sem þýðir að
þrýsta eða klemma. Nafnorðið
„Squeese“ er líka til (to be in
a tight squeese). Skvísa mundi
þá þýða stúlka, sem er eftirsókn-
arverð ... sem gaman væri að
þrýsta að sér.
Hlnn heimsfrægi fegurðarsórfræðingur Helena Rubinstein selur hér á landi
hinar dásamlegu snyrtivörur sínar. Helena Rubinstein lætur sér svo annt
um fegurðina að hún hefir helgað líf sitt rannsöknum á húðinni og notkun
fegurðarlyfja. Gjörið svo vel að kynna yður snyrtivörur Helenu Rubinstein.
O- Apple Blossom handáburð-
ur — sápa og baðsalt.
-O Appie Blossom baðpúð-
ur og baðsalt.
Heaven Sent
ilmkrem,
baðpúður og
sápa.
^ Apple
Blossom
gestasápa og
iimolía.
Apple Blossom ilmúðun — Handtösku ilmúðari — Handáburður — Bað- -O
vökvi — Baðpúður með Velour-svampi — Bað- og andlitssápa — Hreinsi-
krem — Næringarvökvi — Silki-andlitspúður — Silki-krempúður og varalitur.
VIKAN 51. tbl.
7