Vikan - 17.12.1964, Side 22
Texti, Ijóð og fönlist
eftir
Leslie Bricusse
og
Anthony Newley
V "'Ktí ’
22
Fyrir rúmum þrem árum var
frumsýndur söngleikur í Queens
leikhúsinu í London. Söngleikurinn
varð þegar í stað afburða vinsæll
og söngvar úr honum hafa síðan
borizt um allan heim. Hér á íslandi
hafa margir þeirra orðið kunnir,
enda oft heyrzt í útvarpinu og
margir orðið mjög vinsælir, eins
og t.d. „What kind of fool am I?"
(Hverskonar bjálfi er ég?), „Gonna
build a mountain" (Gera fjall úr
þúfu), „Malenkí maltsík", „Nagg,
nagg, nagg", „Múmbó júmbó" og
margir fleiri.
Þessi leikur heitir nú á íslenzku
„Stöðvið heiminn — hér fer ég út"
og verður jólaleikur Þjóðleikhúss-
ins í ár, alveg vafalauSt við mikl-
ar vinsældir almennings.
í stuttum en hnitmiðuðum lát-
bragssyrpum sjáum við hann
vaxa úr grasi og verða fullorð-
inn mann, sem loks fær atvinnu
í verksmiðju við að framreiða
te handa verksmiðjufólkinu. Þar
kynnist hann Eví, dóttur for-
stjórans, og verður ástfanginn
af henni: '„Þegar þú talar, er
það eins og englakór". Eví verð-
ur barnshafandi og þau gift-
ast með tregu samþykki for-
stjórans, sem síðan hjálpar
tengdasyninum stig af stigi upp
metorðastigann, enda er Litli-
karl duglegur bísnessmaður og
Leikurinn er nokkurskonar sam-
bland söngleiks, leikrits, látbragðs-
leiks og balletts, og útfærður á
nýtízkulegan hátt og einfaldan.
Höfundur forðast allar langorðar
og ónauðsynlegar útskýringar fyrir
sjón og heyrn. Leiktjöldin eru þau
sömu allan leikinn og búningar
sömuleiðis, en samt sér maður ævi
og feril herra Litlakarls allt frá
fæðingu til dauða eins Ijóslega og
skýrt og hefði maður lesið ævi-
sögu hans í þrem bindum. Aðal-
atriðin eru dregin fram með ein-
földum hreyfingum og nokkrum
orðum, krydduðum með léttum og
heillandi söngvum, en boðskapur
leiksins er í rauninni biturt háð á
'yfirborðsmennsku og sýndarleik
fyrirmanna nútímans.
Litlikarl er í sjálfu sér ósköp
venjulegur maður, eins og fjöldi
manna hefur og mun ávallt
verða — reynir að ota sínum
tota til að komast áfram í líf-
inu, verða maður með mönn-
um og geta státað af einhverju.
Oftast vill það fara svo að ver-
aldlegur hagnaður fæst aðeins
með því að fórna einhverju
öðru eða öðrum, og þá kannske
helzt þeim, sem manni þykir
raunverulega vænzt um.
Við fylgjumst með herra
Litlakarli allt frá fæðingu og
— VIKAN 51. tbl.