Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 10
Steindór Björnsson frá Gröf Ég á ekki gott með að svara þessari spurningu svo að sögu- legt verði. Því þótt margt hafi um mig leikiö og að mér steðj- að á nserri 80 ára lífsvegi hér, þá mun ég alla tíð hafa verið það gróft viðtœki að hinar fínu „öldur“, sem allsstaðar og alltaf umlykja okkur hér í þessum heimi, hafa ekki náð að mótast á minu öldusviði. Hafi eitthvað borið fyrir eða nálgast, hefur rannsóknar og áþreifingar-eiginleiki minn ætið getað fundið því eðlilega orsök — eftir á. Þó minnist ég enn eins atviks, sem líklega hefur gerzt fyrir rúmum 70 árum, áreiðanlega í síðasta lagi um 1893. Foreldrar minir áttu þá heima að Reykja/rof/ í Mosfellssveit, þar sem nú heitir Reykja/iuo// siðan 1894—''5. Á heimilinu var til hornspónn af óvenjulegri gerð. Man ég hann svo vel af því að mér var hann eignaður og sá ég alla tíð eftir honum. Spónn þessi var á stærð við teskeið — í stærra lagi -— og í laginu eins og almennar skeið- ar hafa verið fram undir þetta. Blaðið egglaga og skaftið líkara skeiðar-skafti eins og skeiðar voru þá farnar að vera. Og skaft- ið var ekkert útskorið. Ekkert man ég hver hafði gef- ið mér, eða tileinkað spóninn, en ég hélt upp á hann eins og lengst hefur fylgt mér með það, sem talið hefur verið „mín eign“. Nú man ég það að við börnin fórum út í góðu veðri, — lík- lega hefur verið litið sólfar, en þó öðru hvoru, og þetta verið eftir miðdegismat, sem þá var ætíð milli kl. 3 og 4 siðdegis. Fórum við norður á svokall- aðan „Grjóthól“; er það hóllinn, sem bæjarhúsin að Reykjabvoli standa á vestan-verðum. Hæsti kollur hólsins var grásteins- klöpp, sem næst samfelld, en eins og gryfja niður i hana nærri því efst. Þessi gryfja var vel kúffull af grásteina-bnullungum, af ýmsum stærðum og geröum, en þó allir eitthvað hornóttir. Þegar kom sem næst niður í miðja gryfjuna var innihald hennar orðið mulningur af samskoonar grjóti, sem fór smækkandi niður og með mó- leitu ífoki með. Enginn steinn- inn var þó stærri en það að við Pétur fóstbróðir minn gátum ráðið við þá fullum fetum og rótað þeim til eftir vild. Og eitthvað vorum við að því. Auðvitað vorum við saman eins og alltaf, og áreiðanlega Sólveig, elzta systir mín; ég man nú ekki eftir öðrum. Ég held að ég muni það rétt að hún væri með spóninn minn í liendinni og missti hann niður í grjótið. Fórum við nú að tína steinana upp úr holunni til að reyna að ná i spóninn. En við fundum hann ekki. Annað hvort Veiga eða Pétur — eða bæði — fóru inn til að segja frá þessu og einhver karlmaður, sem ég man nú ekki hver var, kom með þeim til að hjálpa okkur að leita, sem þó ekki dugði. Og daginn eftir var gerð enn meiri leit. En spónn þessi hefur aldr- ei fundizt siðan. Þetta er það eina dularfulla, sem fyrir mig hefur komið, — þá liklega 7—9 ára —- og ég hef enga eðlilega skýringu fengið á En á huldu-, vofu-, og drauga- sýnum hef ég leitað að skýring- um og fundið að var eðlilegt. Hitt er vist að trúaðir á slík fyrirbæri og hræddir hefðu sagt frá fyrirbærunum sem stað- reynd, flúið af hólmi og fest í sér óttann. Auðvitað flaug ótti i hug- ann i öll skiptin, — til að byrja sölufulltrúi Þegar ég var hálfstálpaður strákur, var Háskóli íslands í byggingu og þar höfðum við á- hugamenn í svifflugi og módel- flugi vinnuaðstöjðfu og gátum einnig haldið námskeið þar. Þegar eftirfarandi atburður gerðist, var ég eittlivað um átján ára, og var á leið utan úr há- skóla niður í bæ. Með mér voru strákar yngri en ég. Við gengum niður Suðurgötu. Þetta var á tólfta timanum um kvöldið, og löngu orðið dimmt, því þetta var um vetur. Á undan okkur var gangandi fólk, tvennt eða þrennt, og ég tók eftir að það vék sér til hliðar, eins og það væri að forðast eitthvað við eða á kirkjugarðsveggnum. Ég tók eftir því út undan mér, en ég er ekki viss um, að mér hafi orðið það ljóst fyrr en eftirá. En þegar við komum þar á móts við, heyrði ég, sá eða skynjaði — ég veit ekki hvað af þessu, með, —• en mér tókst að yfir- vinna liann og snúast til rann- sóknar. Og þá lækaðist liræðsl- an von bráðar. Að ég stóðst þetta á sínum tíma er ekki kjarki að þakka, heldur því að foreldrar okkar kenndu okkur að trúa livorki né óttazt svona lagað að óreyndu. einhverja svarta þúst á veggnum. Mér finnst núna, að þetta liafi verið mjög gömul kona, mjög föl, í svartri plusskápu með svartan liatt með slöri.. — Og þessi svarta þúst, ég veit ekki hvort hún talaði til mín, eða hvort hún gerði sig skiljanlega eftir öðrum leiðum — og þeir, sem með mér voru vita það ekki held- ur — nema hvað hún bað mig að hjálpa sér niður. Ég tók hana umsvifalaust ofan af veggnum, en ég get ekki munað, að ég skynjaði hana sem þyngd i örm- um mér. Drengirnir, sem með mér voru, skynjuðu þetta jafnt og ég og eins og ég, en enginn okkar gat gert sér grein fyrir því, hvort nokkurt orð hafði verið talað, en allir vissu, hvaða hugsanir þarna höfðu farið á milli. Við héldum svo áfram ferð- inni, og næstum strax leit ég um öxl, en enga sá ég konuna. f -----------------------------------------------N Kæru lesendur! Hér hafið þið í tveim blöðum fengið lítið sýnishorn af þeirri dulrænu reynslu, sem flestir verða fyrir, einhvern tíma á lífs- leiðinni. En þetta er fámennur hópur og valinn af handahófi. Okkur væri kærkomið að fá dæmi um YKKAR REYNSLU, LESENDUR GÓÐIR, og eins að þið bentuð okkur á þá menn, sem þið vitað að hafa frá einhverju að segja í þessum efnum. Því ólíklegustu menn hafa orðið fyrir dulrænni reynslu, og við verðum að fá ykkar hjálp, til að forða slíkum sögum frá gleymsku. Sem sagt, VIKAN lýsir eftir sögum um dulræn fyrirbrigði og/eða ábendingum um, hvað þær kunna að leyn- ast. Ásbjöm Magnússon JQ VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.