Vikan

Útgáva

Vikan - 29.04.1965, Síða 11

Vikan - 29.04.1965, Síða 11
Eggert G. Þorsfiein - son alþingismaðup Þegar ég var á 1G. ári vann ég við landróðrabát og þurfti að mæta til vinnu kl. 5 að morgni. Eitt sinn er ég var mikið ])reyttur og hafði sofnað fast dreymdi mig (að ég sjálfur held) að faðir minn kæmi til min og segði: „Það er kominn tími til að vakna drengur minn.“ Rétt sem hann sagði þetta, hnippti hann létt i öxl mína, svo sem lians var vandi, með tilheyr- andi brosi. Ég vaknaði og fór að klæða mig. •-—- Það var svo ekki fyrr en ég var hálf klæddur og kom- inn til raunveruleikans, að ég skynjaði að faðir minn var ekki lengur i tölu lifenda, — hann hafði drukknað ásamt allri skipshöfn sinni sex mánuðum áður. Þrátt fyrir þessa ísköldu staðreynd fann ég enn hið létta tak föður míns á öxl minni, en sá hann ekki lengur. — Móð- ir mín, sem aldrei hafði brugð- izt með að vakna á tilsettum tima, svaf, aldrei þessu vant, ennþá vært. ■—- í eina skiptið í okkar samveru, vakti ég hana til vinnu en tæpara mátti ekki standa til að geta mætt á réttum tíina því klukkan var 4(4 að morgni. Ég var óharðnaður og þreyttur unglingur, sem hafði aðeins sof- ið í 3—4 klst. og því vart með skýra hugsun, — hvað hér skeði og hvort um vöku eða draum var að ræða, get ég sjálfsagt aldrei útskýrt. flugmaðup Ég er einn þeirra, sem trúi því og þykist hafa orðið var við, að fleira sé til en augu og eyru sjá og heyra. Og þó hef ég livorki lieyrt né séð nokkuð það, sem ég get ekki skýrt. En mér finnst ég oft hafa skynjað eitthvað, sem ég hef ekki getað fundið eðlilega skýringu á. Sér- staklega í sainbandi við starf mití. Ég hef stundum velt þvi fyrir mér, þegar ég hef kom- ið úr vafásömum ferðum, livern- ig stóð á því, að ég gerði svona en ekki hinseigin — oft það eina rétta. Og það er einn slík- ur atburður, sem ég ætla að segja frá til svars við spurn- ingu Vikunnar: Ég var að koma utan af landi með nokkra farþega i vélinni. Ég flaug ofar skýjum í 9000 feta hæð og eftir stefnuvitum. Það átti að vera algerlega vandalaust, engin ísing og bjart veður i Reykjavik. En þegar ég átti skammt eftir, tiltölulega, fannst mér allt i einu að ég ætti að fara nokkuð aðra leið, þótt það kostaði krók. Þessi tilfinning var svo sterk, að ég hugleiddi ekki að fara beinu leiðina, held- ur lagði af stað í krókinn. Skömmu eftir að ég tók síðan aftur stefnu á flugvitann, gerð- ist það, sem á flugmáli heitir „að missa mótor“ og vélin féll bjá mér niður i gegnum þoknua niður á milli fjalla, sem þarna eru um 5000 feta há. Og þegar vélin var komin niður í tvö þúsund fet, var mótorinn aftur kominn í gang, og ég lauk ferð- inni eins og ekkert hefði í skor- izt. En af því að ég tók þennan krók, sem virðast hefði mátt aðeins til tafar, fór allt vel og meira að segja án þess að far- þegar mínir vissu, að nokkuð óvenjulegt væri á seyði. Hefði ég hins vegar haldið mínu beina striki, liefði flugvélin óhjá- kvæmilega rekizt á fjall, án þess að nokkuð hefði verið liægt að gera. Gisli J. Ástþöpsson biaðamaöur Jú, ég kann að segja frá atviki, sem ég get ekki útskýrt. Ég var stráklingur úti i New York, og leiguhjallurinn sem ég bjó í var óttalega draugalegur að mér finnst núna. Þetta var í striðinu og ég hafði mikla heimþrá eins og gengur. Eina nóttina Vaknaði ég við það að hvítklædd kona sat á rúmstokknum hjá mér með svip Ásdísar önimu minnar, sem mér þótti mikið vænt um. Það streymdi frá henni ylurinn, kærleikurinn og bliðan. Ég horfði á hana drykklanga stund, og settist síðan upp i rúminu til þess að sjá hana betur og vera nær henni. Ég var ákaflega myrkfæliun sem strákur, en nú brá svo við að ég var ekki vit- und liræddur. Þó viss^ ég að hún amma min, sem ég þóttist sjá þarna ljóslifandi, var liinumegin við hafið, í Reykjavík. Á meðan ég horfði á hana eins og leystist sýnin smám- saman upp fyrir augunum á mér. Þá hallaði ég mér eins og ekk- ert hefði i skorizt og sofnaði á svipstundu og hafði ekki sofið jafn vært, liugsa ég, síðan ég fór að heiman. Mér leið svona vel eftir heimsóknina. Nú eru sjálfsi’agt til ýmsar skýringar á þessu (eða er það ekki?), til dæmis að mig liafi einfaldlega verið að dreyma. Það fannst mér þó alls ekki um morguninn: mér fannst þetta engum draumi líkt, og mér hef- ur ekki tekizt að dreyma neinn draum aftur sem orkað liefur neitt svipað á mig og þessi. Nú, livað um það, þarna þyk- ist ég hafa séð sýn eða eitthvað þvíumlíkt. Ég get lika bætt því við að þegar ég fékk um það símskeyti svo sem tveimur ár- um seinna, að amma væri dáin, þá þurfti ég ekki að opna skeyt- ið til þess að vita hvað stóð i því. Þetta er dagsatt, og liitt at- vikið líka. VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.