Vikan

Issue

Vikan - 29.04.1965, Page 34

Vikan - 29.04.1965, Page 34
Gjöf, sem aldrei gleymist Svissnesku OMEGA-úrin eru listasmíð, enda stolt svissneskra úrsmiða. Spyrjið hvaða úrsmið sem er um OMEGA-úrin og hann mun geía þeim sín beztu meðmæli ingar. Hann gat borgað sig út úr þessu. — Andartak, Goldfinger, þaS er ekki öllu lokið enn. Hann leit ó stúlkuna. Hún horfði á hann undar- leg á svip. í svipnum blandaðist vanlíðan og ótti, en einnig undir- gefni og þró. — Hvað heitirðu? — Jill Masterton Goldfinger hafði staðið upp og var á leið burt, Bond sagði snöggt: — Stanzaðu. Goldfinger stanzaði ( miðju skrefi. Nú leit hann upp að svölun- um. Augun voru opin, eins og þeg- ar Bond hitti hann fyrst. Hvasst, gegnumþrengjandi augnaróðið virt- ist finna glyrnur sjónaukans, bora sig í gegnum þær og aftur að hnakkabeinum Bonds. Þau virtust segja: — Eg skal muna eftir þessu, herra Bond. Bond sagði lógt: — Jó, ég var rétt búinn að gleyma því, að það eru líka síðustu fyrirmælin. Ég ætla að taka gísl með mér til New York. Ungfrú Masterton. Sjóðu til þess að hún mæti í lestinni á réttum tíma. Já, og breyttu klefanum í setustofu, einkasetustofu. Það er allt og sumt. 5. kafli. Næturvakt. Það var viku seinna. Bond stóð við gluggann á sjöundu hæð ( stóru byggingunni í Regent's Park, þar sem leyniþjónustan var til húsa. Lundúnarborg lá sofandi undir fullu tungli, sem sveif hægt yfir í gegn- um mildan skýjaflóka. Big Ben sló þrjú. Einn símanna hringdi í dimmu herberginu. Bond snéri sér frá glugganum og flýtti sér að borðinu inn ( bjarmann af Ijósinu frá les- lampanum með græna skerminum. Hann valdi svarta símtólið af þeim fjórum og svaraði: — Varðstjóri. — Stöð H, sir. — Gefið mér samband. Fyrst komu hin venjulegu hljóð, sem fylgdu slæmu lofskeytasam- bandinu við Hongkong. Hversvegna voru alltaf sólblettir yfir Kína? Söngræn rödd spurði: — Universal Export? — Já. Djúp, nálæg rödd, -- skiptiborð- ið í London — sagði :— Þér hafið nú fengið samband við Hongkong. Gerið svo vel að tala. Bond sagði óþolinmóður: — Ger- ið svo vel að hreinsa línuna! Söngræna röddin sagði: — Þér hafið nú fengið samband við Lon- don, gerið svo vel að tala. — Halló! Halló! Universal Ex- port? — Já. — Það er Dickson, sem talar. Heyrið þér til mín? — Já. — Það var vegna skeytisins, sem ég sendi ykkur varðandi skips- farminn af mangó. Avöxtunum. Er- uð þið búnir að athuga það? — Já, ég er með það hér. Bond dró möppu í áttina til sín. Hann vissi hvað málið var um. Stöð H vildi fá nokkrar botnsprengjur til að borga í rauðu þremur njósnara- junkum kommúnista, sem notuðu Macao til þess að stöðva brezk flutningaskip og leita í þeim að flóttamönnum frá Kína. — Ég verð að fá borgunina fyr- ir tíunda. Það þýddi, að júnkurnar væru að fara eða þá að varðmönnunum á þeim yrði fjölgað um helming eft- ir þann dag, eða einhvern annan vanda. — Við reynum að bjarga því, sagði Bond stuttaralega. — Takk. Bless. — Bless. Bond lagði frá sér tól- ið. Hann tók upp græna símtólið, valdi númer Q-deildarinnar og tal- aði við varðstjórann þar. Það var allt í lagi með þá. Vél frá BOAC átti að fara með morgninum. Q- deildin ætlaði að sjá um að sprengj- urnar næðu vélinni. Bond hallaði sér aftur á bak. Hann teygði sig í sígarettu og kveikti í henni. Hann hugsaði um illa loftræstu litlu skrifstofuna, niðri við höfnina í Hongkong, sá svita- blettina á hvítri skyrtu 279, sem hann þekkti mjög vel, og hafði rétt ( þessu kallað sig Dickson. Nú var Dickson sennilega að tala við að- stoðarmann sinn: — Allt í lagi. Lon- don segir allt í lagi. Við skulum fara yfir framkvæmdaáætlunina aftur. Bond brosti þurrlega. Það var eins gott að þetta voru þeir en ekki hann. Hann hafði aldrei langað til að vera á móti Kínverjunum. Þeir voru of margir. Það gat verið, að stöð H væri að róta við vespu- hrelðri, en M hafði ákveðið, að tími væri til kominn að sýna and- stæðingunum að leyniþjónustan í Hongkong væri ekki alveg sofnuð. Þegar M hafði sagt honum, þrem- ur dögum áður, að röðin væri kom- VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.