Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 40
undu og efstu hæð. Hvorki hin girnilega ungfrú Moneypenny né yfirmaður starfsliðs voru mætt. Bond kvaddi dyra hjá M og gekk inn. Framhald i næsta blaði. Ungir menn á uppleiS Framhald af bls. 24. — Það má vel vera. Mér fannst það þvert á móti heldur uppörv- andi. — Svo hélztu fyrstu sýninguna. —■ Já, það var 1962 og þar sýndi ég tveggja ára vinnu, aðallega teikningar. Það var í Bogasaln- um. — Varstu þá byrjaður að skreyta keramik í Gliti? — Nei, en byrjaði rétt á eftir. Áður hafði ég gert hvað sem til féllst, verið á Vellinum, í brúar- vinnu, fiski og hvaðeina. Líka verið við heyskap á sumrum. —- Fyrir norðan. —- Já, heima hjá mér í Haga í Aðaldal. — En þú fórst þaðan ungur? — Ég var sextán ára, þegar ég fór suður í Handíðaskólann. -— Ætlarðu að halda áfram að skreyta keramik jafnframt list- inni? — Já, ætli það ekki. Þó langar mig alltaf út á sumrin og ef til vill fer ég í brúarvinnu í sumar eða einhverja aðra útivinnu. — Ég kom á sýninguna þína í Ásmundarsalnum í haust. Þú not- aðir einhverja sérkennilega tækni, sem ég man ekki eftir að hafa séð á sýningum. — Það var olíukrít. Þá fer mað- ur hverja umferðina á fætur ann- arri og fær út alls konar litbrigði. Svo sprautaði ég lakki yfir svo ekki þarf að hafa gler. — Og þú notaðir landslag sem uppistöðu í flestallar myndirnar ef ég man rétt. — Já, ég hef notað það sem yrkisefni. Nú er ég að mála með olíulitum og held áfram með svipuð mótív. Mér lætur ekki að mála abstrakt; mér finnst alltaf eins og það vanti herzlumuninn, þegar ég reyni að útfæra mynd abstrakt. Svo ég held mig bara að því að nota hlutlæg mótív. Hitabeltisnótt Framhald af bls. 7. Stundum hataði Jeff föður sinn. Á þeim stundum skildi hún vel, að móðir hennar hafði skil- ið við hann vegna andlegrar mis- þyrmingar. •—■ Við erum ekki á hlutafé- lagsfundi. Þú þarft ekki að eyða þessari ræðusnilld á mig, sagði hún þurrlega. Reiði hennar rén- aði, og í staðinn fann hún til vorkunnar. Hann er veikur, og læknirinn sagði mér að æsa hann ekki, hugsaðj hún full af sjálfs- ásökunum. Hún tók undir hand- legg hans, og dró hann með sér frá borðstokknum. Pat Houston hékk ennþá um hálsinn á And- ers. Við dyrnar á samkomusal skipsins þyrptust farþegarnir af miklum ákafa í kringum Brook- huis skipstjóra. Undrunar og gleðihróp bárust frá hópnum, svo að dimm og sterk rödd hans heyrðist varla. — Hvað gengur eiginlega á þarna? spurði Jeff föður sinn, er hann beindi för þeirra í átt- ina að salnum. — O, sosum ekkert, sagði hann, og reyndi að látast annars hugar. — Brookhuis er aðeins að lesa upp svolitla tilkynningu, smávegis breytingu á ferðaáætl- ununni. Skipið verður í höfn í nótt, og við ætlum að hafa smá samkvæmi um borð. Þetta verð- ur merkilegur atburður í sögu eyjarinnar. Það eru að minnsta kosti átta ár, síðan nokkurt skip hefur verið hér í höfninni lengur en átta klukkutíma. Jeff þrýsti handlegg föður síns af þakklæti og gleði. —■ Pabbi, hrópaði hún. — Pabbi minn, heimski gamli, pabbi minn, þú hefur skipað svo fyrir, af því þú veist hvað nokkrar klukkustund- ir í viðbót hafa mikla þýðingu fyrir mig. Halden lét sem hann hlustaði ekki á hana, en hún sá á því hvernig yfirskegg hans bifaðist, að hann hló með sjálfum sér. Skeggið á honum var eins og skott á ketti, sem horfir á fugl. — ... meðan við erum að af- ferma skipið sting ég upp á, að þið skreppið öll upp í borgina. Þar er margt skemmtilegt að sjá. Klukkan ellefu væntum við, að farþegar okkar komi aftur um borð og sitji veizlu skipsins, og væntanlega í sínu allra bezta skapi. Gerið nú svo vel að snúa ykkur til brytans, sem úthlutar landgönguleyfunum. Þetta var endirinn á ræðu skipstjórans. — Langaði þig kannske að láta mig skammast mín? spurði Jeff og kippti óþolinmóð í hand- legg föður síns. — Nei, meisje. Þetta er aðeins samningstilraun gamals manns. Mér datt í hug, að ef ég gæfi þér langa hitabeltisnótt, gætirðu kannske hugsað þér að fórna mér einni klukkustund af henni. -—■ Þú ert.. . byrjaði Jeff, en þagnaði þegar Anders kom til þeirra. Hann hafði losað sig úr faðmlagi Pat og því, sem var jafnvel enn erfiðara, hávaðasöm- um hóp planterkrustarfsmanna, háværum kveðjum þeirra, vafa- sömum bröndurum og boðum um að koma og drekka með þeim í klúbbnum. Þeir voru vinir hans, og honum þótti vænt um þá; hann var af þeirra sauðahúsi, og hann var bundinn þeim sterkum böndum sameiginlegrar vinnu og GEGN HITA OG KULDA Þér fáiö einangrunarkostnaöinn endurgreiddan á fáum árum í spöruðu eldsneyti. Þaö borgar sig bæöi fyrir yöur sjálfa og þjóðfélagiö í heild aö spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar aö auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangraö). STEINULL H.F. 7 Lækjargötu — Hafnarfirði — Simi 50975.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.