Vikan

Eksemplar

Vikan - 29.04.1965, Side 43

Vikan - 29.04.1965, Side 43
 D YASHICA minister Mest selda japanska myndavélin! Hún er með innbyggðum cadium ljósmæli, fjarlægðarmæli, ljósopi f 2,8 og hraðastilli frá 1 sek. til 1/500. YASHICA minester D er myndavél, sem hægt er að treysta. Við höfum margra ára reynslu af vélinni og tökum fulla ábyrgð á henni. Kostar aðeins kr. 3665.- með leðurtösku. Biðjið um skýringarblað. 'A D a SíMi 2 0313 LKIf BANKASTRÆTI 4 um og köllum, en þeir, sem voru kyrrir um borð og áttu að fara til annarra hafna og annarra plantekra, horfðu á brottför þeirra athugulum augum. — Eigum við að fá okkur svo- lítinn bjór í klúbbnum? spurði Grader, Maverick, meðan hann þvoði sér um hendurnar í káetu skipslæknisins. — Ég er ekki Hollendingur. Bjórþamb er einn af þeim fáu löstum, sem ég hef aldrei lagt mér til, svaraði Maverick. — En hollenzka ginið þitt er alveg prýðilegt. — Þá skulum við fara beint heim. Ég á ennþá nokkrar flösk- ur, svaraði Grader. Hann var hár og grannur, gáfulegur en þreytu- legur, og ávalt höfuðlag hans og fíngerðar mjóar hendur með Ijós- um nöglum, ljóstruðu upp um Javablóð í hollenzkum æðum hans. — Hvernig líður Bóbó? spurði Maverick og rétti starfsbróður sínum handklæðið. — Dauður. Var fórnað á altari vísindanna. — Æ, æ! Of mikið prontosyl? — Það held ég ekki. Of marg- ar berklabakteríur, svaraði Grad- er. Bóbó var einn af mörgum litlum öpum, sem Grader gerði tilraunir á í sambandi við far- aldur af sérstakri tegund tauga- veiki. — Allt í lagi. Þá skulum við fara, svaraði Maverick. Það var ekki fyrr en þeir gengu fram eftir auðum ganginum, að hann mundi eftir Pat og stanzaði. —- Heyrðu annars, sagði hann ofurlítið feimnislega. — Væri þér ekki sama, þótt ég tæki stúlku með? — Stúlku? Nei, mér væri sko ekki sama, svaraði Grader. -— Maður lifandi, ég er að deyja af löngun eftir sæmilega skynsam- legum viðræðum, og þú getur ekki talað af viti, ef kvenmaður er nálægt þér. — Pat er ágæt. Hún getur drukkið eins og rússneskur sjó- maður. Grader hugsaði þetta stundar- korn, síðan hristi hann höfuðið. Ef þú hefur nokkurn tíma átt heima á svona guðsyfirgefnum stað, létirðu þér ekki detta í hug að hægt sé að gleyma því, að stúlka sé stúlka. Nei, þakka þér fyrir. Hún myndi trufla okkur endalaust, og ég á einmitt sériega skemmtileg sýnishom af miltis- brandi til að sýna þér. Maverirk gerði ekki frekari til- raunir til að þröngva nærveru Pat upp á starfsbróður sinn. Hann vissi, hvað Grader hlakkaði til þess dags, er Tjaldane kæmi í höfn. Hann var stöðugt þurfi fyrir læknisfræðilegar samræður dg hafði alltaf einhverja sýkla og bakteríur við höndina til þess að sýna honum, og hann sýndi þær með barnslegum áhuga, og satt bezt að segja var Maverick engu síður áfram um að missa ekki af þessari vísindalegu tveggja manna ráðstefnu. Hin frumstæða rannsóknarstofa Gra- ders með smásjánum, sýnishorn- unum af hitabeltisbakteríum og snýkjudýrum, og rólegar sam- ræður um óráðnar læknisfræði- legar gátur, var mikilvæg höfn í rótlausu lífi Mavericks. — Allt í lagi. Við skulum fara, sagði hann. Pat stóð við borðstokkinn og horfði á þá ganga í land. Það var fámennt á skipinu. Næstum allir farþegarnir voru komnir í land, nema Rittershjónin, sem sátu kyrr í þilfarsstólum sínum, upp á kant við allan heiminn, en ánægð með návist hvors annars. Frú Gould, með stráhatt og bóm- ullarhanzka, staðnæmdist við hliðina á Pat. — Mér líður eins og gleymdri regnhlíf, sagðj Pat án þess að líta á hana. — Hvernig líður gleymdum regnhlífum? spurði frú Gould. — Þær finna að þær eru ekki neinum til gagns. Ég vildi, að ég væri komin heim. — Svona nú, stúlka mín, farðu nú ekki að vorkenna sjálfri þér. Ég beið eftir þér. Nú skulum við taka carreta og skemmta okkur. Skipsveizlan í kvöld verður skemmtileg, skal ég segja þér, sagði frú Gould glaðlega. Allt hennar líf og allt hennar starf var fólgið í því að vera glaðleg. Hún hafði grafið eiginmann sinn og misst fjögur börn á eyðistöð- um, þar sem hún hafði eytt æv- inni. Hún hafði lifað af hallæri Kína og flóðbylgjur Indlands, VIKAN 17. tbl. 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.