Vikan

Eksemplar

Vikan - 03.06.1965, Side 2

Vikan - 03.06.1965, Side 2
í FULLRI ALVÖRU í sumri og sól... Vafasamar sparnaðarráðstafanir Um þessar mundir er mikið ritað og rætt um ferðamál og verður þeirri hliðinni, sem snýr að móttöku erlendra ferðamanna á Islandi, gerð rækileg skil i Vikunni eftir tvær vikur. Það er livorttveggja, að ferðamanna- straumurinn eykst og að íslend- ingar sækja í vaxandi mæli til útlanda í sumarleyfum sínum. Það er skiljanlegt, að margir . vilji gjarna verja einhverjum fjármunum til þess að komast í kynni við sól og hlíðu, sem hér er af heldur skornum skammti og getur alveg brugðizt sumar- langt í okkar ágæta landi, sem „agar oss strangt með sín ís- köldu él“ svo sem þjóðskáldið kvað. Um nokkurt skeið hefur ferða- fólk getað keypt ferðagjaldeyri i Landsbankanum eða Útvegs- bankanum sem nemur 100 sterl- ingspunduin fyrir livern mann. Þar sker bankavaldið við nögl eins og raunar á fleiri sviðurn og er skemmst frá því að segja, að fæstir ferðamenn komast af með þennan gjaldeyri. Það er óliætt að slá þvi föstu, að eng- inn fer utan án þess að liann verzli eittlivað smávegis, enda hafa tollayfirvöldin viðast hvar litið á það sem eðlilegan hlut og verið mjög liðleg. En gjaldeyrismálin minna eitthvað ónotalega á þá tíð, þeg- ar útlilutað var skömmtunarmið- um fyrir magaríui og fólk stóð í biðröðum næturlangt til að ná sér i ný föt. Þeir sem ekki bjargast með 12 þúsund krónur i ferðalagið, verða að hafa önn- ur ráð og yfirleitt gengur það furðu greiðlega að ná í gjald- eyri utan bankanna. En það er eitthvað leiðinlegt og ósæmilegt við þessliáttar aðfarir. Fólki er leyft að hafa með sér 2500 íslenzkar krónur úr landi, en það ákvæði er ugglaust þver- brotið, enda hefur það komið . í ljós, að á Norðurlöndunum er hægt að skipta islenzkum peningum fyrirstöðulaust og hef- ur reyndar verið notað. Er það betra, að ferðamenn smygli með sér íslenzkum pen- ingum úr landi en að láta þá fá gjaldeyri i bönkunum hér? Ilvað er á móti því að gefa þetta nokk- urn veginn frjálst; að fólk geti fengið það sem það þarf, ef það er innan einhvers skynsamlegs ramma. Sannleikurinn er sá, að ef vænlanlegir ferðamenn fá ekki gjaldeyri í bönkunum, þá hafa þeir hara einhver önnur ráð eins og reynslan sýnir. G.S. 2 VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.