Vikan - 03.06.1965, Qupperneq 6
ULTRfí+LfiSH Mascara
TIL AÐ LENGJA OG LENGJA ENNÞA
MEIR SILKIMJÚK AUGNAHAR.
"Wffr*.
ULTRA'LASH er fyrsti augnháraliturinn sem
Jengir og þéttir augnahárin án þess a8 gera
þau stíf. Þessi einstaka efnablanda lengir án
gerviþráða. Allt sem þér þurfið að gera er að
bera ULTRA*LASH á með hinum hentuga
TAPER-BRUSH sem byggir upp um leið og
hann iitar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði
og ekkert ergelsi út af glj áalausum og klístr-
uðum augnhárum. ULTRA*LASH hleypur ekki
í kekki, né skilur eftir klessur eða bletti. Þetta
er fyrsta skaðlausa efnið sem lengir og þéttir
augnhárin, þolir vatn og er lyktarlaust. Sér-
staklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúnd-
um með Maybelline Mascara Remover. Kemur
í þrem góðum litum: VELVET BLACK, SABLE
BROWN og MIDNIGHT BLUE.
alltaf það hreinasta og bezta fyrir fegurð augnanna:
t
AÐ KUNNA AÐ KVEÐJA Á
KVÖLDIN.
Kæra Vika!
Við hjónin eigum góðan vin,
sem oft kemur til okkar og sit-
ur og rabbar við okkur kvöld og
kvöld. Þetta finnst mér mjög
ánægjulegt, en einn ókostur er
þó á ráði hans. Hann situr gjarn-
an kyrr og hreyfir sig ekki þótt
klukkan verði bæði eitt og tvö,
jafnvel þótt hann viti að við
hjónin þurfum bæði að vakna
snemma að morgni. Honum ligg-
ur ekkert á, því hann stundar
þannig vinnu að hann getur sof-
ið fram að hádegi. Hvað eigum
við nú að gera, til að koma hon-
um í skilning um þetta án þess
að móðga hann? Eigum við
kannske að sitja kyrr og láta
sem ekkert sé að vakna svo grút-
syfjuð að morgni, — eða eig-
um við að segja honum þetta á
varlegan máta?
Og hvað er varlegur máti?
Kolbeinn S. B.
Mér finnst alveg sjálfsagt að
þið komið honum í skilning um
þetta. Ekki aðeins ykkar vegna,
heldur einnig hans vegna. Hon-
um hefur líklega aldrei dottið
þetta í hug, og ef hann er góð-
ur vinur ykkar, verður hann
þakklátur ykkur ef þið segið hon-
um hreinskilningslega hvað að
er. Svo er líka það að athuga,
að þótt ykkur takist að þola þetta
um tíma, þá þreytist þið á þessu
og kunningsskapurinn kólnar ó-
sjálfrátt. Það væri ekki rétt
beggja aðila vegna, að Iáta slíkt
henda aðeins vegna misskilnings
og skorts á hreinskilni milli
vina.
Aftur á móti — hvað er var-
legur máti... ? Því get ég hreint
ekki svarað. Það byggist alveg
á skapferli hans og ykkar, hversu
nánir vinir þið eruð, hvemig þið
talið saman og svo mörgu öðru.
Aðferðina verðið þið að finna
sjálf.
HVAÐ MEÐ BÍLINN?
VIKAN Reykjavík!
ÞaS kemur oft fyrir að okkur
hjónunum er boðið út til vina
og kunningja. Við búum dálítið
fyrir utan borgina, svo að það
er oft nokkuð langt að fara og
við förum þessvegna í bílnum
okkar. Það er svo ósjaldan
að okkur er boðið vín, og þá
verðum við í vandræðum með
bílinn. Oft er sagt við okkur að
við hefðum ekki átt að koma
á bílnum — en hvernig í ósköp-
unum á maður að vita slíkt, ef
manni er ekki sagt fyrirfram að
vín verði á boðstólum?
Nú langar mig til að spyrja
hvort það sé dónalegt að spyrja
um það strax, hvort maður eigi
að koma á bílnum eða ekki...
þ.e.a.s. hvort manni verði boðið
vín. Er það dónaskapur?
Þorvaldur R.
Ef um góða kunningja er að
ræða, sem oft hafa vín á borð-
um, finnst mér ekkert athuga-
vert við það, þótt þannig sé
spurt. Annars ætti það að fylgja
með boðinu, að meiningin sé „að
fá sér einn gráan“ eða hvað sem
menn vilja kalla það.
Og svo eru fleiri möguleikar
fyrir hendi. Þið getið vafalaust
farið á bílnum í heimboðið, en
skilið hann eftir ef þannig stend-
ur á. Daginn eftir er svo hæg-
ur vandi að fara og sækja hann.
Ein hjón þekki ég, sem eiga upp-
kominn son, og fá hann til að
aka sér í svona óviss heimboð.
Hann fer svo aftur heim á bíln-
um, en hjónin fá sér leigubíl
heim um kvöldið.
Bezt er samt ávallt, ef greini-
legar upplýsingar fylgja heim-
boðinu, og vonandi hafið þið það
þannig, þegar þið bjóðið heim
til ykkar.
BLÖÐIN OG MÁLFAR ALMENNINGS.
Póstur!
Sómi hverrar þjóðar er tungu-
mál hennar. Oft hefur undirok-
uðum þjóðum verið veitt frelsi
og sjálfstæði vegna þess, að þær
hafa haldið tungumáli sínu
hreinu og óbrengluðu, í stað þess
að taka upp mál herraþjóðarinn-
ar. Má að nokkru leyti þakka
sjálfstæði vort því, að vér tók-
um ekki að tala danska tungu.
Ætti því hver og einn að reyna
að bæta málfar sitt, og þá auð-
vitað stafsetningu líka. En þungt
sækist sá róður. Dagblöðin og
önnur blöð virðast hafa mjög lé-
lega íslenzkumenn í sinni þjón-
ustu, og vaða þar uppi villurnar.
Enginn þessara blaðamanna virð-
ist hafa fengið nema barnaskóla-
menntun. Enginn þeirra virðist
vita, að til er stafurinn — z —,
og því síður kunna þeir að nota