Vikan

Eksemplar

Vikan - 03.06.1965, Side 10

Vikan - 03.06.1965, Side 10
Sumarauki í Suðurlöndum 8. og síðasti hluti Eftir Gísla Sigurðsson Þannig er Florence nútímans, séð ofan af torgi Michelangelos. Byggingarnar sem standa uppúr, eru Gamla höllin (t.v.) og dómkirkjan Santa Maria del Fiore. Styttan á torginu er hin fræga Davíðsmynd Micheiangelos. Snarbrattar hlíðar urðu eins og virkisveggur fyrir suðrinu og voru kærkomin tilbreyting eftir flatneskju Pósléttunnar. Það hafði tekið marga klukkutíma að þræða asfaltvegina gegnum þann aldingarð, sem naumast ó sinn líka í gervallri Evrópu. Þar sló menn í sannleika sagt marga hestburði af rúsínum á dag eins og Ameríku- agentar lugu að trúgjörnu sveitafólki ó íslandi ó öld- inni sem leið. Þar rækta menn tóbak og aldini og hvert sem litið er verður ekkert séð annað en endalaus breiða af gróðri og trjóm. Unz fjalllendið tekur við og sléttuna þrýtur; Appenninafjöllin. Þorpið stóð við veginn eða öllu heldur sín húsaröðin hvorum megin við hann og brattar vínviðarhlíðar ó bóða Tvær stórfrægar, gamlar bygging- ar í Florence: Gamla höllin, með turninum, sem eitt sinn var að- setur Medici-ættarinnar og nær á myndinni Uffizilistasafnið, eitt stærsta listasafn heimsins. Skírnarkapellan, kirkjuturn Giottos og kirkjan Santa Maria del Fiore mynda merkilega góða heild, enda þótt sumt sé í rómverskum stíl, sumt í gotneskum og sumt í Endurreisnar- stíl. Grundvöllurinn að kirkjunni var lagður árið 1296. vegu. Þar stóð yfir uppskeruhátíð. Mannfagnaður á ítalska vísu, afgamlar erfðavenjur, vínuppskerunni lokið. Og nú dansaði fólkið á malbiki vegarins eins og ekkert væri sjálfsagðara og gestrisnir heimamenn gripu vínberjaklasa af borðum meðfram húsveggjum og réttu innum bílglugg- ana. Þvílík stemming í plássinu; allir töluðu eins og þeir ættu lífið að leysa. Töluðu og hlóu og stúlkurnar voru í sínum litríkustu kjólum. Héraðið handan fjallgarðsins heitir Toscana og þar eru líka brattar hlíðar með vínviði og lítil þorp niðri í dalskorningunum, þar sem vegurinn hlykkjast. ,, í ger- völlum heiminum, svo vítt sem gnæfir hvelfing himins- ins, er ekkert land svo fagurt", segir sagnaritarinn Plíníus hinn eldri um þetta land. Hverjum þykir sinn fugl fagur. Hinsvegar get ég vel tekið undir það, að landslag ( Tosc- ana er með því fegurra, sem ég hef séð. Á þessum sunnu- dagseftirmiðdegi var hvíldardagurinn hátíðlegur haldinn þarna í vínyrkjuþorpunum, þar sem þeir framleiða Gianti, þetta nafntogaða rauðvín. Fólkið var hvorki að vasast f byggingarvinnu né ferðalögum,- í hverju þorpi var mann- söfnuður á þorpstorginu og allir voru í hávaða samræð- um og virtust skemmta sér svo vel. Kvenfólkið var stund- um að labba dálítið sér, en karlþjóðin hélt sig í námunda við krárnar. Það sýndist vera líkt og ein samhent fjöl- skylda í hverju þorpi og hver getur verið að kúldrast inni JQ VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.