Vikan - 03.06.1965, Page 26
I.
Gefst okkur mönnunum meiri gæfa en
sú aS eignast ungur að árum daglegt
ljós á daglegri för gegnum lífiö ?
Samvizka allra manna leitar þessa
ljóss. Leitin er sprottin úr djúpum sálar-
lífsins af þrá mannsins eftir þvi að sam-
einast hinum eilifa anda, að verða sann-
ur og hreinn, að eignast hugarró. 1 henni
felst konungshugsjón hverrar einustu
mannveru.
En mennirnir eru misjafnir og að-
stöðurnar og tímarnir ólíkir.
Einhvernveginn skilst manni, að fyrr
á tíð, í þögulu striti á sjó og í sveit, þegar
feður okkar og mæður erjuðu jörðina
Við höfum jafnvel verið svipt himn-
unum.
Og samt höldum við áfram að leita, af
því að það er okkar innsta eðli.
Það er neistinn frá guði.
Það er kveikjan frá eilífðinni.
Neistinn i mannssálunum er ekki jafn-
sterkur með þeim öllum. Gerðin, um-
hverfið og aðstæðurnar, eru mismun-
andi. Einn lýtur því í hugarró, sem öðr-
um nægir ekki. Stundum hættum við
leitinni snögglega, gefumst upp og lát-
um okkur nægja lágt og smátt. Aðrir
verða að ganga gegnum hreinsunarelda
til þess að finna það sem þeir leita að.
Sumir koma nýir menn upp úr eigin
Bráðgáfaður þegar í æsku og tilfinninganæmur. Trúhneigður með
persónulega reynslu af guði á unga aldri. Öslitinn framaferill
innan kirkjunnar síðan hann innritaðist í guðfræðideildina 1931.
í sveita sins andlits, og báru aðeins úr
býtum það sem þurfti til brýnustu lífs-
nauðsynja, og nægði ekki alltaf, eða
þeir reru til fiskjar á litlum fleytum,
hafi leitin borið meiri árangur og giftu-
drýgri. Þá var meiri hugarró, lífið kyrr-
látara, trúin heilli og traustari.
Ég laugaðist óumræðanlegri birtu af
andlitum annarra manna í litilli þorps-
kirkju fyrr á líð og óskaði mér þess
heitt og innilega að ég fyndi þessa birtu
einnig innra með sjálfum mér.
En nú er eins og geislarnir komi á
strjálingi einn og einn, eins og leiftur.
Timarnir hafa gjörbreytzt. Fátækt
hefur verið útrýmt í þeirri mynd sem
hún var. Umkomuleysi, miðað við fyrri
tima, er úr sögunni. Öryggi hverrar
mannveru hið ytra hefur aukizt.
Sjúkum og ellimóðum er hjálpað eins
og í mannlegu valdi stendur. Lífið nið-
ist ekki á neinum að öllu sjálfráðu. Þjóð-
félagið, sem við höfum byggt upp á síð-
ustu fjórum til fimm áratugum, réttir
fram hönd sína til aðstoðar.
Það var sannfæring okkar, að við
sköpun sliks þjóðfélags myndi mann-
eskjan lyfta andliti sinu hærra mót
himnunum, að leitin að leiðarljósinu
yrði auðveldari og birtan skærari.
En það er erfitt fyrir mannskepnuna
að halda andlegu jafnvægi á gjörbylt-
ingatimum.
Iðulaus styrjöld hefur geysað í heim-
inum í hálfa öld. Andlegt öryggisleysi
ríkir og ræður miklu um athafnir okkar,
hugsanir okkar, — og leit okkar að leið-
arljósi. Samt þráum við ekkert heitara
en samræmi, jafnvægi og hugarró.
En mörg stöndum við uppi sem and-
legir öreigar.
Kjökrandi stynjum við undir fargi
allsnægta, vélvæðingar, fjölmiðlunar-
tækja, vaxandi hraða.
kvöl, stiga fram bjartir og heilir og ganga
þá fremstir.
Gullið hefur skýrzt.
Grómið hefur fallið.
II.
Engin kynslóð á íslandi hefur lifað
aðrar eins gjörbreytingar í veraldlegum
og andlegum efnum siðan landið byggðist
og sú, sem fæddist upp úr siðustu alda-
mótum. Segja má, að atvinnuhættir hafi
staðið í stað í þúsund ár, en stórfelldar
breytingar í atvinnulífi fólksins valda
allt af miklum andlegum hræringum.
Það er ekki aðeins að þær komi á róti
liið ytra, fólksflutningum, nýjum við-
horfum í daglegri önn, möguleikum, sem
áður þekktust ekki, hruni gamalla siða
og athafna, heldur valda þær ekki síður
margvislegum efasemdum, trúleysi á það
sem áður var viðtekið og jafnvel talið
heilagt.
Þá tinast eyktamörk.
Þá ruglast áttir.
Það reynist mörgum erfitt að lifa slika
tima, og þvi stórbrotnari, sem menn-
irnir eru að innri gerð, því erfiðara reyn-
ist það. Því heitari, sem samvizkan er
og hreinni, því meiri, sem gáfurnar eru,
því örðugri er leitin að neistanum, að
leiðarljósinu, sem þeir þrá að finna. Og
erfiðust verður þeim baráttan, sem ekki
láta sér nægja lágt og smátt, en krefj-
ast þess af sjálfum sér, að þeir gefist
ekki upp fyrr en þeir finni allt. Þeir,
sem leita sannleikans af heilum hug,
láta sér ekki nægja hann hálfan. Þeir eru
eins og reyr af vindi skekinn þangað til
þeir hafa fundið hann allan.
Einn þessara manna, sem jafnframt
er tákn þeirra tíma, sem við lifum á,
er biskupinn yfir íslandi, Sigurbjörn
Einarsson, sem nú verður leitazt við
að gera nokkra grein fyrir i Aldarspegli.
Það skal fúslega játað, að það er ekki
DAGL
UC
DAGL
WWu
FG
Sr. Sigrurbjöri
bisb
Sálarkreppur og stööugur
ur um trúarlíf mannkyr
kirkjunnar manna á íslan
vald yfir sjálfum sér.
VIKAN 22. tbl.