Vikan - 03.06.1965, Qupperneq 37
FERÐflSKRIFSTOFAN
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16, II HÆÐ. - SÍMI 22890.
LMNQSVN t
• Veitir upplýsingar og fyrirgreiSslu varðandi ferðalög um ailan
heim.
• Selur flugmiða hvert sem er. Getur séð um fyrirgreiðslu ó farmið-
um með skipum og jórnbrautum víðsvegar um heim.
• Önnumst fyrirgreiðslu ó hótelgistingum innanlands og utan.
• Skipuleggjum hópferðir og ferðir einstaklinga innanlands og utan.
• Ef þér þurfið að fljúga, hringið til okkar. Við útvegum flugferðir
strax með hinum glæsilegu Loftleiðavélum. Munið greiðsluskilmóla
Loftleiða - PLUGFERÐ STRAX OG FAR GREITT SÍÐAR. - Loftleiðir
bjóða íslenzkum viðskiptavinum sínum upp ó þriggja til tólf mónaða
greiðslufrest ó allt að helmingi þeirra gjalda, sem greidd eru fyrir
flugför á flugleiðum félagsins.
HÓPFERÐIR:
L.S.5. Finnland — Sovétríkin, 10/7—24/7. Verð kr. 15.650,00 — Helsinki,
Leningrad, Kiev, Yalta, Moskva. Fararstjóri: Gestur Þorgrímsson.
L.S.6. Finniand - Sovétríkin, 17/7-31/7. Verð kr. 15.650,00 - Helsinki,
Leningrad, Riga, Kiev, Sochi, Moskva. Fararstjóri: Reynir Bjarnason.
L.S.7. Frakklond — Algiere (Heimsmót æskunnar) 23/7—13/8. Verð kr.
18.000,00 — Luxemborg, Paris, Algiere. Fararstjóri: Héðinn Jónsson.
L.S.8. Danmörk — A-Þýzkaland (Eystrasaltsvikan) 1/7—17/7. Verð kr.
9.500.00. — Kaupmannahöfn, Rostock, Berlín. Fararstjóri: Tryggvi Sig-
urbjarnason.
L.S.9. Danmörk — Rúmenía (Mamaia) 29/7—19/8. Verð kr. 12.850,00. —
Kaupmannahöfn, Malmö, Constanta, Mamaia. Fararstjóri: Gestur Þor-
grímsson.
L.S.10. Noregur - Danmörk 10/7-29/7. Verð kr. 13.000,00 - Osló, Harð-
angursfjörður, Esbjerg, Odense, Kaupmannahöfn, Gautaborg. Farar-
stjóri: Elín Torfadóttir.
L.S.ll. Danmörk — Tékkóslóvakía — Holland (Spartakiade) 26/6—9/7. Verð
um kr. 14.000,00 — Kaupmannahöfn, Prag, Amsterdam. Fararstjóri:
Gestur Þorgrímsson.
L.S.13. Banmörk — Rumenía (Mamaia) 2/9—21/9. Verð kr. 12.850,00 —
Kaupmannahöfn, Malmö, Canstanta, Mamaía. Fararstjóri: Gestur Þor-
grímsson.
NÁNARI UPPLÝSINGAR í SKRIFSTOFU OKKAR.
ÞÁTTTAKA TAKMÖRKUÐ í SUMARFERÐIRNAR.
Auk þess seljum við farmiða í hópferðir til m.a. Spánar, ítaliu, Júgóslavíu,
Austurríkis, Sviss, Þýzkalands, með þekktum dönskum ferðaskrifstofum.
Skipaferðir um Eystrasait — Miðjarðarhaf með Balticline. Ameríkuferðir.
Fjölbreyttar transit ferðir til Japan gegnum Sovétríkin á um 30—40 þúsund
krónur. Allt innifalið í mánuð.
Slmlnn ert 22090 - SkriflO: Utanáskriftin er: FERDASKRIFSTOFAN LANDSÝN H.F., p. o. Box 465 - rvík - Isiand
— Við höfum ekki tíma, sagði
Ryan. — Við stönzum eftir um það
bil tíu mlnútur.
— Maður hefur alltaf tíma til að
éta, sagði Fincham. Hann tók kjúkl-
ingslæri upp af diskinum, sleikti af
því sósuna og byrjaði að éta.
— All right, sagði Ryan. Hann
lagði mat á disk og rétti Klement.
— Fincham, þegar þér eruð sadd-
ur, verðið þér að mata loftskeyta-
manninn.
— Mata hann? spurði Fincham.
— Er ég einhver djöfuls barnfóstra
handa honum?
— Annað hvort verðið þér að
gera það, eða þér verðið að leysa
hann og binda hann síðan aftur.
— Eg skal mata litla helvítis svín-
ið, sagði Fincham.
— Það er bezt að þér reynið að
borða eitthvað, faðir, sagði Ryan.
— En áður en þér gerið það langar
mig að biðja yður að fara í ein-
kennisbúning loftskeytamannsins.
Þér verðið að koma með mér og
Klement út til þess að við getum
verið fullvissir um, að hann segi
ekkert um það, sem komið hefur
fyrir.
— Ég er ekki hermaður, ofursti,
svaraði presturinn rólega.
— Ég krefst þees ekki að þér
drepið neinn, faðir, sagði Ryan. —
Aðeins, að þér reynið að bjarga
yðar eigin lífi.
— Það var annað mál, ofursti,
sagði Constanzo og glotti.
— Fincham, lyjmið með einkenn-
isbúning loftskeytamannsins, sagði
Ryan. — Þér ráðið betur við hann
en ég.
Þjóðverjinn nísti tönnum í van-
máttka reiði.
Costanzo háttaði sig bak við
vegginn, sem hólfaði af klósettið,
og þangað kom Fincham með ein-
kennisbúninginn.
Eimreiðin gaf frá sér langt flaut
og hægði ferðina.
— Fljótir, faðir, sagði Ryan. —
Við erum næstum komnir. — Finch-
am, keflið Hitlersunglinginn.
— Hver djöfullinnl sagði Finch-
am. — Ég er ekki búinn nema með
helminginn af matnum mínum.
Lestin stanzaði með rykk og Cost-
anzo rauk fram á gólfið með þýzku
buxurnar um hnén. Hann renndi
þeim upp um sig og lokaði buxna-
klaufinni.
— Segið Klement, að þegar við
stígum niður úr vagninum verði ég
fast á hælum hans og muni halda
hríðskotabyssu við bakið á honum,
sagði Ryan. — Hann á að gefa varð-
mönnunum á þessum vagni fyrir-
mæli um að vera þar sem þeir eru,
og láta skipunina ganga. Ef ein-
hver þarf að kasta af sér vatni
eða þessháttar, verður hann að
gera það við hliðina á sínum eigin
vagni og síðan klifra beint upp aft-
ur. Þessi skipun gildir þar til önn-
ur ný kemur. Svo förum við aftur
inn í vagninn. Verið vissir um, að
hann hafi skilið. Og Fincham, þér
verðið kyrr hérna inni qjg hafið
auga með honum vini okkar. Og
meðan þér bíðið takið þér rakáhöld
Klements og rakið af yður yfir-
vararskeggið.
— Hvað? hrópaði Fincham.
— Þér getið ekki sýnt yður fyrir
utan vagninn með þennan bursta,
sagði Ryan. — Það væri sama og
gefa sig beinlínis fram. Þér hafið
skipun um að raka hann af.
Hann opnaði dyrnar og sá fyrir
framan sig dimma og næstum auða
stöð. Varðmennirnir voru þegar
teknir að klöngrast niður.
— Út með Klement í einum græn-
um, hvæsti hann. — Segið honum
að skipa mönnunum þegar í stað
upp á vagnana aftur.
Klement klifraði niður og Cost-
anzo fast á hæla honum.
Klement hrópaði fyrirskipun og
mennirnir á fyrstu vögnunum sneru
nauðugir við. Ryan stillti sér þar
sem enginn sá framan í hann.
— Lítur þetta eðlilega út, faðir?
hvíslaði hann. — Nú fer ég með
Klement inn í vagninn aftur. Mig
langar að biðja yður að skreppa
að okkar vagni og biðja Stein að
koma hingað. En fyrst verður hann
að fara í þýzkan einkenninsbúning.
Fincham hafði náð í rakvél og
var að sápa sig. Hann var ekki
sérlega ánægður á svipinn. Ryan
beið við dyrnar eftir Costanzo. Þeg-
ar hann kom aftur, opnaði Ryan
dyrnar nægilega mikið til þess að
presturinn gæti rennt sér inn.
— Hann kemur eftir andartak,
sagði Costanzo.
Ryan stdð kyrr við dyrnar, Hann
heyrði hvernig fangarnir börðu
vagnana og bölvuðu Þjóðverjunum.
Eftir nokkrar mínútur hvíslaði Stein
við dyrnar og Ryan hleypti hon-
um inn.
— Gaman að sjá ykkur, strákar!
sagði Stein. — Það er leiðinlegt
þarna hinumegin í þessum félags-
skap.
Fincham sýslaði við yfirvarar-
skeggið sitt og sneri baki í Ryan.
Eftir stundarkorn sneri hann sér við.
í staðinn fyrir að raka alveg af
sér yfirvararskeggið hafði hann skil-
ið eftir Hitlersskegg og til að líkj-
ast honum ennþá meira hafði hann
kembt hárið niður á ennið.
— Hver er nú þýzkastur í útliti?
spurði hann.
Ryan leit á úrið sitt.
— Við hljótum að vera alveg að
fara af stað aftur, sagði hann. —
Klement majór, rekið út höfuðið og
kallið út varðmanninn á þessum
vagni. Segið hnoum að koma niður,
þér þurfið að tala við hann. Stein,
breiðið yfir vininn þarna í horninu
svo hann sjáist ekki. Fincham, þeg-
ar Þjóðverjinn kemur að dyrunum,
þríf ég hann inn og síðan vit-
ið þér hvað þér eigið að gera.
Ryan opnaði dyrnar og Klement
hrópaði á varðmanninn uppi á þak-
inu. Þeir heyrðu járnaða gönguskó
hans glymja við stigaþrepin á gafli
vagnsins. Síðan dró Klement frá
dyrunum og Ryan faldi sig fyrir aft-
an hann. Þegar varðmaðurinn lagði
hendur á þröskuldinn til að klifra
inn, teygði Ryan sig fram og þreif
í hálsmál hans. Hann kippti mann-
VIKAN 22. tbl. gy