Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 2
FERÐATRYGGINGAR okkar tryggja yður fyrir alls konar slysum, greiða yður dag- peninga verðið þér óvinnufær svo og örorku- bætur, ennfremur 'murt fjölskyldu yðar greiddar c dánarbætur. FERÐATRYGGINGAR okkar eru mjög ódýrar, t. d. er iðgjald fyrir 100.000,00 króna tryggingu, hvernig sem þér ferðist innan lands eða utan í hálfan mánuð AÐEINS KR. 89.00. Lögin um félagsheimili þóttu á sinum tíma hin merkustu. Þaö var gert ráð fyrir félagsheimilun- um sem menningarauka og sama- stað fyrir leiklist, fundahöld og hvers konar hollar skemmtanir án áfcngis. Það var viða vand- kvæðum bundið að halda uppi skemmtanalifi i dreifhýlinu og margir töldu, að félagsheimilin mundu draga eittlivað úr fólks- flóttanum úr sveitunum. Ekki veit ég, hvort þau hafa gert það, en hitt er vist, að skemmtana- hlutverkinu hefur verið sinnt. Þar eru sem sé haldin þessi við- frægu sveitaböll, sem vel flestir kaupstaðaunglingar þekkja og eru í þeirra augum mjög eftir- sólcnarverður hlutur. í Reykja- vík er skemmtistöðunum lokað fyrir þessa aldursflokka, vegna þess að það er ekkert púður í því að fá inn fólk, sem aldurs vegna fær eklci að kaupa brenni- vin opinberlega. Þessi blessuð hörn yrðu að drekka sitt vín i bilunum og úti undir berum himni ef þau kæmust ekki i félagsheimili dreifbýlisins. Þá stendur ekki á þvi að þeim sé hleypt inn né heldur að standi á þvi að einliverjir góðlijartaðir menn selji þeim vín. Félagsheim- ilin skulda einhver ósköp og þau þurfa að afla tekna. Pen- ingar kaupstaðaunglinganna eru jafngóðir og frá liinum. Um leið og skólum er lokið, taka ungling- ar úr Reykjavík að streyma á dansleiki i félagsheimilum fyrir austan fjall. Þangað koma þau á gallabuxum og öðrum þeim klæðum sem liingað til hafa flokkast undir vinnuföt. En víð- ast er ekkert um þetta fengizt; strákar og stelpur veltast pöddu- full út úr bílunum og beint inn, þar sem brátt logar allt i slags- máluin og ineiri og minni skemmdir verða í hvert sinn. Ég veit dæmi um, að prúðbúnir sveitaunglingar liafa orðið fyrir ósvífnu aðkasti frá dröbburum, sein fremur hefði átt að setja undir lás og slá en lileypa þeim i samkomusali. Forsvarsmenn liafa sagt mér, að það verði að hleypa skrílnum inn; annars grýti hann húsin og mölvi rúð- ur. Geti jafnvel valdið slysum og fái lögreglan ekkert við það ráðið. Þarna sýnist skríllinn al- gerlega liafa náð völdum í félags- heimilum sveitanna, að minnsta kosti að sumrinu og má segja, að aurasjónarmiðin hafi gert þessar stofnanir helzt til ris- lágar. GS. SAMVIINNUTRYGGINGAR Ármúla 3 — Sími 38500.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.