Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 31
Böggullinn Framhald af bls. 19. lengi. Hann vissi ekki um þá erfiðleika, sem foreldrar hans voru í ... það hafði verið stöð- ugt fiskileysi á fiskimiðunum ... markaðsverðið var lélegra en nokkru sinni fyrr... og þar að auki hafði faðir hans fengið rek í netin sín og rifið þau hvað eft- ir annað. Drengurinn hafði þrá- beðið þau og varð óhamingju- samari en nokkru sinni áður. Nokkrum sinnum hafði hann grátið sig í svefn á kvöldin. En nú yrði allt gott. Hann stóð í ganginum og beið þess eftirvæntingarfullur að kennarinn kallaði upp nafn hans. Á samri stundu var hann kominn að borðinu hjá honum, og að end- ingu hélt hann á þessum dýr- mæta böggli í höndunum. Hann var líka stór, það var ekki hægt að segja annað. Hann fann hvernig þyrjgd hans tók í og hann varð að leggja hann snöggvast á borðið, til að jafna sig. Margir af skólafélögunum stóðu umhverfis hann og voru að springa af forvitni. — Leyfðu okkur að sjá, Rogers! Komdu ... opnaðu hann .. ætlarðu að gefa okkur brjóstsykur? Hann brosti vingjamlega að ákafa þeirra. Hann ásetti sér að fresta því aðeins að opna bögg- ulinn, til að geta notið ákafa þeirra svolítið lengur. — O, komdu, Rogers. Leyfðu okkur að sjá, hvað þú hefur feng- ið. — Já, sagði hann snögglega. — Uppi í svefnsalnum. Þeir eltu hann upp stigann, fimm eða sex strákar á hans aldri. Venjulega voru þeir fálát- ir við hann, en nú voru þeir ein- íægir vinir hans. Hann lagði pakkann frá sér á rúmið og starði á hann. Hve fal- legur hann var og traustlega bundið um hann. — Ég þori að veðja... sagði hann hátt og dreymandi... ég þori að veðja, að það er fullt af alls konar dóti í honum. Tinsoldátar ... bílar og ævintýrabækur . litblýantar... kannske vatnsbyssa, að minnsta kosti eitthvað af þessu. Og kannske kúrekaföt! Hann mundi eftir því að hann hafði svo oft beðið um kúreka- föt, því að einn strákurinn hafði fengið slík föt send . -. þau voru með kögruðu vesti og silfurspor- um. — Færðu ekki brjóstsykur? spurði einn strákurinn. — Auðvitað, sagði hann........ fullt af brjóstsykri. Síðan tók hann bandið utan af og opnaði böggulinn. í honum var svolítið af brjóst- sykri, það var þó að minnsta kosti sælgæti. Heimatilbúnar karamellur, sem móðir hans hafði BEINT í MARK þér innilegustu kveðjur og biður mig að segja þér, að kannske geti hann sent þér smáhlut .... Það var eins og þetta síðasta væri vísbending um eitthvað, svo að hann leitaði á milli sokkanna og innan í buxunum, en án ár- angurs. Hann sá, að kunningjar hans bjuggust til að fara. — Jæja, þakka þér fyrir karamellurnar, Rogers... — Já, það bragðaðist bara vel... — Ég skal gefa þér eitthvað, þegar ég fæ pakka næst. Þeir voru vonsviknir, alveg eins og hann, hann fann það. Þess vegna særðu þeir hann með þess- ari klunnalegu hæversku, bara ef þeir hefðu getað talað hreint út, sett stút á munninn og sagt: — Je, hvað þetta er lítilfjörlegt. Einhvem veginn fannst honum, að hann hefði kosið það heldur. En einmitt þegar þeir voru að fara, stanzaði einn strákurinn og beygði sig niður. — En Rogers, hvað er þetta? Þetta hlýtur að hafa dottið úr pakkanum. Hann tók við því, sem honum var rétt ... lítill hlutur innvafinn í silki- pappír. Hann var svo léttur, að honum datt sú hræðilega hugs- un í hug, að þetta væri bara pappír... En svo fann hann eitt- hvað hart viðkomu innaní, og með titrandi fingrum tók hann silkipappírinn utan af. — Nei, sjáið ... hrópuðu strák- arnir undrandi... Það er bátur! Og bátur var það. Ósköp lítið líkan af fiskibáti, útskorið í rauð- viðarbút. Hann tók varlega á honum, næstum því hræddur, og starði á hann með lotningu, þetta undraverk, sem skotið hafði upp kollinum svo snögglega. Hann starði stórum augum á fíngerð- an útskurðinn, bogadregnu lín- una fram að kinnungnum, litla þilfarið, siglutréð og örlitla bit- ann af segldúk, sem táknaði lít- ið segl... og pínulitla fánann, sem blakti í skutnum. Gleðitil- finning streymdi um hann, hann minntist flóðs og fjöru við strönd- ina heima... — Pabbi hefur skorið þetta út... pabbi hefur skorið þennan bát út... hann sker ýmislegt út í gamlan reka- við. Löngu síðar drógu hinir strák- arnir sig í hlé. Þeir voru yfir sig hrifnir. Drengurinn sat í rúm- inu og starði á litla bátinn, sem faðir hans hafði skorið út í reka- við. Honum fannst hann verða undarlega lifandi í höndum sér. Hann gat næstum séð föður sinn búið til úr sírópi og sykri, sem hún hafði sparað saman í lengri tíma. Heimatilbúnar sýrópskara- mellur! Hann flýtti sér að skipta þeim á milli strákanna. En annað, sem í pakkanum var... hann tók það óánægður upp. Þrjú pör af gráum sokkum. Ný skyrta. Fernar nærbuxur. Sæ- blá peysa.. fiskimannapeysa. Jakki, sem hann hafði gleymt að taka með sér.. . og tvær ævin- týrabækur, sem hann hafði skil- ið eftir viljandi. Og á botninum var það, sem skipti mestu máli. Nýir skór. Nýir skínandi svartir skór. Hann efaðist ekki um, að móðir hans hefði farið alla leið- ina til Penzance til að kaupa þá í einhverri verzluninni þar. Svartir, skínandi og gljáandi ný- ir skór. En hvað þeir voru nýir og fallegir.. og hvað þeir hlutu að hafa verið dýrir... og hvað hann hafði lítinn áhuga á þeim. Hann leit áhugalaus í bréf móð- ur sinnar, sem var með ... sendi þér smávegis gleymdu ekki að fara í nærbuxumar... og svo hef ég keypt fallega nýja skó fyrir þig ... biddu kennarann að athuga með þér, hvort þeir eru mátulegir, ef ekki, þá getum við skipt þeim.. pabbi þinn sendir VIKAN 28. tbl. gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.