Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 45
Hitabeltisnótt Framhald af bls. 5. — Láttu þér ekki detta í hug, að það sé auðvelt fyrir mig að yfirgefa þig þannig. — Þetta er bara sterkara en ég sjálf. Og láttu þér ekki detta í hug, að ég skilji ekki hvað þetta þýðir fyrir þig. En heldurðu ekki, að þér verði rórra nú og —■ og þú getir gleymt hinu liðna og farið að hugsa um framtíðina. — Framtíðina! sagði Mynheer Van Halden og brosti annarshug- ar. — Já, pabbi, við skulum gera Lombok að beztu gúmmíplant- ekru í öllum Hollenzku-Indíum, og þú verður stoltur þegar þú kemur að heimsækja okkur og við verðum að senda börnin í skóla í Hollandi og við verðum að láta þig sjá um þau að mestu leyti... — Drottinn minn Jeff, sagði hann skelkaður. — Þú ert þó ekki farin að gera áætlanir varð- andi afkomendur þína strax? — Jú, að sjálfsögðu. Við höf- um tekið að okkur lítinn inn- fæddan dreng, til að byrja með. Hann er með dálitla heilabólgu eins og stendur, en hann verður orðinn góður eftir nokkra daga, segir doktor Grader. Hann er svo fallegur og gáfulegur. Og nú, ef þér væri sama, er ég að hugsa um að fara í hrein föt og þú verð- ur að segja skipstjóranum, að hann þurfi að gifta okkur, áður en Tjaldane leggur úr höfn. — Ég býst við, að þú hafir tal- að við hann sjálf. Þú hefur ekki skilið mikið eftir handa mér tii að gera eða ákveða, Josephine. — Nei, þetta er þitt mál. Þú ert forstjórinn. Farðu nú, vinur minn. Ég vil ekki verða ábyrg fyrir einni seinkuninni enn í áætlun skipsins. Og — pabbi — ég þarf að vera ein nokkrar mín- útur — ég verð að ná mér — það Juría- smlörlíki er heilsusamlegt og bragðgott, og því tilvalið ofan á brauð m og kex. Þér þurfið að reyna ^urla-smiörlíki til að sannfasrast um gæði þess. AhioKEIÐSLA SMJÖRLÍKISGÉRÐANNA h.f. SlMI 11400 er svo margt, sem ég þarf að hugsa um. Mynheer Van Halden fór leið- ar sinnar, til aðseturs Brookhuis skipstjóra. Hann var mjög gam- all, mjög þreyttur maður, miklu eldri og miklu þreyttari en kvöld- ið áður. Ef hár hans hefði ekki verið hvítt fyrir, myndi það hafa orðið hvítt á þessari nóttu, hugs- aði hann, með sjálfskaldhæðni. Hann varð að staldra við þrisvar sinnum á leiðinni frá klefanum upp á efra þilfar, til að jafna sig fyrir hjartanu. Það var ekki sárt núna og það var ekki krampa- kennt og það barðist ekki af ótta, en það sló mjög hægt og mjög veiklulega eins og lítill fugl, sem gat tekið til vængjanna hvenaer sem var og aldrei komið aftur. Það er ekki hægt að drepa mann og vera hamingjusamur, hugsaði hann. Nei, ég býst ekki við því. Ég verð mjög einmana án Josep- hine, en ég hef verið einmana alla mína ævi. Og ég mun ekki lifa lengi, þetta er bráðum búið, og ég óttast dauðann ekki lengur. Skrýtið að hugsa sér, að enn í gær var ég hræddur við enda- lokin. Nú hlakka ég til. Ég hefndi mín eins og karlmenni — og ég verð að taka refsingunni eins og karlmenni. Enginn dómari hefði getað kveðið upp réttlátari dóm: Ég tók föður hans og hann tekur barnið mitt. Við skulum sjá, hvað Brookhuis skipstjóri hefur að segja við þessum fréttum. Hann nam staðar við uppgang þrönga stigans, sem lá upp í skip- stjórnarklefana, og hönd hans leitaði að hjartastað, því þarna var Anders Anderson að koma út úr klefa læknisins, líkari föður sínum en nokkru sinni fyrr. Hægri handleggur hans var í fatla, og hann var klæddur í rnjög hrein og mjög vel pressuð hvít föt, ef ti vill einum of lítil. Framhald á bls. 48. VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.