Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 24
[ ■ 1. Gullstöng frá Annam, 4500 ára gömul. 2. Stater (grisk mynt) frá dögum Krösusar. 3. Egypskar guðamyndir úr gulli. 4. Gríma Agamemnons. 5. Mannamyndir úr gulli frá Canaríeyjum. (?). 6. Þýzkur bankastjóri frá 16. öld. 7. Jason og gullreifið. 8. Gullnáma í Perú. 9. Dansinn um gullkálfinn. 10. Pizarro tekur við lausnargjaldi fyrir Atahualpa. Gulldusti er sópað saman, og nægir það til að launa námumennina. Að vinnudegi loknum eru námumennirnir rannsakaðir gaumgæfilega. Þess er gætt, að þeir komist ekki í burt með ögn af gulli. Sigurvegarinn, Alexander mikli, stiklar um rústirnar milli brunninna líka. Hann er glaður og reifur. Þá kemur þar einn af hermönnum hans og gengur lotinn undir þungri byrði af gulli, sem hann hefur rænt úr fjárhirzlu konungs Persa. Alex- ander ávarpar hann: ,,Þetta gull máttu eiga, það er ég sem gef þér það". Hermennirnir hrósa þessu hástöfum. Þegar sigurverarinn yfirgefur borgina eftir að hafa gert það til að þóknast Tais hinni fögru, að brenna höll Daríusar, sem hann ætlaði sér að þyrma, er ránsfengur hans svo ríf- legur, að hann er borinn á 20.000 múlösnum og 5.000 úlf- öldum. Alls er þetta ein milljón kílógrömm af gulli og ómót- uðu silfri og gimsteinum, 250.000 gullpeningar slegnir Dar- íusi, og enginn veit hve margir siklar silfurs, en þetta er talinn vera stærsti ránsfengur allra tíma. Krösusar er nú hefnt, gull hans, hið illa fengna, er nú aftur komið í hendur Grikkja. En dagar Alexanders eru brátt taldir. Sjálfur fellur hann fyrir valdi álaga, og gefst ekki ráðrúm til að ráðstafa fjársjóði sínum né njóta hans. Auðæfin flæða yfir Makedoníu, Grikkland, Egyptaland, Litlu-Asíu, og nokkrum öldum síðar liggur leið þeirra flestra í eina og sömu átt, til hinnar drambsömustu af borgum: sjálfrar Rómaborgar keisaratímans. En Rómverjar voru ekki jafnsnjallir að gæta fengins fjár sem að afla þess. Þeir guldu það skarti og óhófi sem þeir vöndust og þóttust ekki mega án vera. „Vér drekkum", segir Plíníus hinn gamli, ,,úr bikurum, 24 VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.