Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 33
við að skera hann út... og með- an hann strauk fingurgómunum um hliðar bátsins og kinnung hans, varð honum enn hugsað til baka. Hann sá sjálfan sig enn einu sinni sitja á litlu bryggj- unni innan um græn,- gul- og hvítmálaða báta og fiskinet, sem hengu til þerris. Og við hlið hans sat faðir hans, þrekinn maður í blárri peysu, veðurbarinn með fjörleg augu undir derhúfunni, sem ýtt var niður á ennið. Hann hafði stóran hníf í hendinni og með honum skar hann þolinmóð- ur í sjórekinn trébút. Sólin var hátt á himninum og bárurnar gældu góðlátlega við steinana í i fjörunni. í kring voru vinaleg lít- il grá hús, háir klettar og sker, hálfþakin af þangi og þara. Þetta var heimabær hans, litla kæra þorpið, sem var svo langt í burtu og hann hafði verið svo hræddur við að glata, þegar hann hóf þessa löngu ferð sína. En nú hafði þessi litli bátur farið alla þessa löngu leið til hans, hann sá fyrir sér sterklegar brún- ar hendur, sem hann þekkti svo vel og oft höfðu klappað á axlir hans til að hugga hann . . . Lítill bátur hafði siglt í höfn, hér á litlum svefnbekk á svefnsal drengja í heimvistarskóla. Drengurinn lyfti bátnum og hélt honum fast við andlit sitt. Hann fann óforganganlega lykt rekaviðarins, lykt af þara og salti. Því næst tók hann brosandi saman sokkana og buxurnar, skyrtuna, peysuna og jakkann ... já, og gljáandi skóna ... tók það með sér til að sýna kennaranum það allt saman. — Sjáið, sagði hann alvarlegur á svip .. . ég var að fá pakka. En hann sýndi ekki bátinn. Hann geymdi hann í vas- anum, í heitum og sveittum lóf- anum. Hann var sá tengiliður, sem hann þarfnaðist: ef hann að- eins kom við hann, snerti hann, þá lifði hann og andaði í sínum eiginlega heimi. ★ Angelique og kóngurinn Framhald af bls. 18. Eihversstaðar heyrðist silfurbjalla klingja, önnur svaraði. Angelique kom auga á litinn trékross, sem hékk uppi á hvitkölkuðum veggnum. Klaustur! Ég er í klaustri! 1 sama bili heyrði bún fjarlæga tóna í orgeli, og sálmasöng. — Hvað á þetta að býða? Góði guð, hvað mér er illt í hálsinum! Stundarkorn lá hún grafkyrr og hugsanir hennar voru samhengislausar. Hún vonaðist til að geta sannfært sjálfa sig um. að þetta væri aðeins slæmur draumur, og áður en langt um liði, myndi honum ljúka og hún vakna. Hún settist aftur upp, þegar hún heyrði fótatak frammi I ganginum. Þetta var karlmannsfótatak. Ef til vill var þetta sá sem hafði rænt henni. Ah! hún ætlaði ekki að leyfa honum að fara framhjá án þess að hann gæfi fyrst einhverja skýringu. Hún hafði séð fjöldann allan af glæpamönnum og óttaðist þá ekki. Þvert á móti, hún ætlaði að vara hann við, því Trjábotn, konungur undirheimanna, væri vinur hennar. Hver sem þetta var, nam hann staðar fyrir utan dyrnar. Lykli var snúið í skránni og maður kom inn. Eitt andartak var Angelique eins og lömuð, þegar hún sá hver það var, sem stóð fyrir framan hana. — Philippe! Sizt af öllu átti hún von á að sjá eiginmann sinn. 1 heila tvo mánuði hafði hún verið í París og Philippe hafði ekki heimsótt hana eða á annan hátt gefið til kynna, að hann minntist þess að hann ætti konu. — Philippe! Philippe! endurtók hún. — Ó, hvað það er gaman að sjá yður! Eruð þér nú kominn að bjarga mér? Óvenjulegt allsleysi i augum hans frysti tilfinningarnar, sem hún hafði ætlað að heilsa honum með. Maðurinn stóð grafkyrr frammi við dyrnar, ótrúiega fallegur i hvítu leðurstígvélunum og dúfugráa skinnjakkanum með silfurbryddingunum. Lokkarnir í gallalausri hárkollu hans féllu niður yfir Feneyjaflibbann. Hvítar fjaðrir gnæfðu yfir gráan flauelshattinn. — Hvernig liður yður, Madame? spurði hann. — Vel? ( Það var eins og hann væri að heilsa henni í setustofunni. — Ég... • Ó, ég veit ekki hvað kom fyrir, Philippe, stamaði Angelique. — Einhver réðist á mig í svefnherberginu. Ég var borin burt og flutt hingað. Hver getur hafa gert það? i — Mér er sönn ánægja að segja yður það. Það var La Violette, þjónn- inn minn. Angelique varð of undrandi til að geta sagt nokkuð. — Það var samkvæmt skipunum mínum, bætti hann við léttmáll. Allt í einu varð Angelique sannleikurinn ljós. Hún stökk á fætur. Án þess að taka eftir þvi, að hún var ennþá í náttsloppnum, hljóp hún berfætt yfir ískalt steingólfið að glugganum og greip um járngrind- urnar. Sólin var að koma upp. Það leit út fyrir fagran sumardag. Kon- ungurinn og hirðin myndu veiða dádýrin sín i skóginum við Fausse Repos en Madame du Plessis-Belliére myndi ekki vera meðal viðstaddra. Utan við sig af reiði sneri hún sér að Philippe. — Þér gerðuð þetta til að koma í veg fyrir, að ég gæti verið við hinar konunglegu veiðar. — Madame, þér eruð mjög gáfuð. — Vitið þér ekki, að hans hágöfgi mun aldrei fyrirgefa mér þessa ósvífni? Hann gefur mér fyrirmæli um að hverfa aftur út i sveit. — Það er nákvæmlega það sem ég vona að hann geri. — Ó, hvílikur.. • • hvílíkur djöfull þér eruð! — Einmitt? Nú jæja, þetta er ekki í fyrsta skipti sem kona hefur nefnt mig Þvi na.fni. Philippe hló. Reiði konu hans virtist aðeins valda honum ánægju. ___Ekki þó eins mikill djöfull og kannske mætti virðast, sagði hann. — Ég hef flutt yður hingað til þessa klausturs til þess að þér getið fundið Gosdrykkir dósurn] flcskurn ,/yvaxtasj 'ursoáfi vindlar, >]m neftóbak [sPytur ;em, rakblöð. tannburstar. laust Te gnsjum Kaff venjulegt o Kakó nstant Kex matgar tegundit Ávextir Súpur í pökkum, ódýrar og ljúffengar Ostar N iðursuðuvör ur sardfnur, gaffalbitar smjörsíld, kjöt, kjötbúðingur, svið, fiskbúðingur og fiskboJIur. Sígarettur, I Snyrtivörur: rakkr MATVORUBÚÐIR VIKAN 28. tM.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.