Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 10
MYNDIR: KRISTJÁN MAGNÚSSON. Sú kynslóð, sem er að alast upp í dag, hugs- ar ekki oft til löngu liðinna daga. Og komi það fyrir, er það oftast með hálfgerðum hrolli. — Óttalegt hefrn- verið að lifa þá. Engar sjoppur, engin bíó, ekkert kók. Engar Þórsmekur- eða Laugarvatnsferðir um hátíð- ar. Engin partý ekkert djamm. Þetta er lífs- standardinn í dag. Alt gengur út á það að hafa lífið sem þægilegast og þurfa sem minnst fyrir hlutunum að hafa. Helzt þurfa menn að eiga tveggja hæða hús og tvo eða þrjá bíla til að viðunandi sé. Öll ánægja miðast við hinar veraldlegu skemmtanir, trúða og fíflalæti. Og því meira sem er af apakatt r- látunum þeim mun meiri skemmtun. Mest er gaman, þegar búið er að umsnúa öllu. Áður fyrr voru kirkjuferðir helzta skemmtun manna. Þær voru bezta tækifæri, sem fólki í dreifbýlinu bauðst til að hittast og rabba saman og spyrja tíðinda. Með tilkomu þétt- býlisins hefur þetta sjónarmið breytzt. Nú þarf enginn að fara til kirkju til að hitta kunningjana. Þess í stað labba menn á rúnt- inn eða fara inn á einhvern skemmtistað- inn. Þá bregzt vanalega ekki, að einhver af félögunum er þar staddur. Aðalmarkmið manna í dag er að hafa sem mest af pening- um út úr öllu, sem þeir taka sér fyrir hend- ur, sama þótt það sé ekki alltaf á heiðarleg- an hátt. Þá fyrst gleðjast menn, þegar þeir hafa nælt sér í nokkra þúsundkrónu bleðla eða stolið helmingnum af kaupinu sínu undan skatti. Svona er lífsgleðin í dag. Og er þá ekki von, að menn segi: — Óttalegt eymdar- líf hefur þetta verið í gamla daga að fara á mis við allt þetta. En hvað ætli aldamótakynslóðin segi um JQ VIKAN 28. tbl. þetta? Ætli sé ekki eintómur grátur og gnístr- an tanna að hafa ekki haft tækifæri til að kynnast þessu fyrr á ævinni? Ætli hún dauð- öfundi okkur ekki af öllum þeim gæðum, sem við verðum aðnjótandi? Þetta fólk, sem ólst upp með kirkjuferðir sem aðalskemmt- un, hefur það ekki farið á mis við alla þá ánægju, sem lífið getur veitt? Hvarvetna í bænum hittum við fólk, sem komið er til ára sinna. Vestur við Hringbraut er Elliheimilið Grund. Inni í Laugarási er annað heim- ili, ætlað sjómönnum og sjómannskonum, sem tekin eru að eldast. Þarna fær fólkið að hvílast eftir langan og erfiðan starfsdag. Marga af þessari kynslóð hittum við einn- ig í heimahúsum. Sumir hverjir vinna jafn- vel ennþá af kappi, þótt aldurinn sæki á og tekið sé að halla undan fæti. Að sjáfsögðu skipta skemmtanir nauða litlu máli, þegar litið er yfir farinn veg og jafnvel þótt gnótt hefði verið fjölbreyttra skemmtana hér áður fyrr, þá mundi það varla hafa haft veruleg áhrif á það, hvert þetta fólk kysi að skrúfa aldursskrúfuna, væri það mögulegt. Einhvernveginn er það svo, að ný verðmæti bætast hverjum manni fyrir það sem hann missir af æskuþokka og líkams- hreysti með árunum. Og enginn vill þegar til kemur, skipta á þroska og lífsreynslu og gjörvuleik æskunnar hinsvegar. Flestir telja sig hafa höndlað einhver æðri verðmæti með aldrinum, sem séu meira virði. Samt geta tímabil ævinnar verið misjafnlega atburða- rík og skemmtileg og þetta fólk, sem nú er komið á efri ár, þarf ekki að kvarta yfir því, að þjóðin hafi ekki tekið stakkaskiptum á æviferli þess. Þetta fólk hefur lifað kyrr- stætt bændaþjóðfélag síðustu alda, þar sem hver áratugurinn af öðrum var nákvæmlega eins og á okkar mælikvarða gerðist ekki neitt. Þetta fólk hefur séð alla breytinguna fram á þennan dag, en því er það sameigin- legt, að það stóð í blóma lífsins á fyrstu tveim áratugum aldarinnar. VIKAN FÖR TIL NOKKURRA MANNA OG KVENNA AF ELDRI KYNSLÖÐINNI OG LAGÐI FYRIR ÞAU EFTIR- FARANDI SPURNINGU: „HVAÐA TÍMABIL ÆVINNAR MYNDUÐ ÞÉR HELZT KJÖSA AÐ LIFA AFTUR?“ OG HÉR KOMA SVÖRIN: ÞORSTEINN JÖNSSON, 79 ÁRA Beztu ár mín voru bernsku og ungl- ingsárin fram yfir tvítugt. 3ja ára gamall flutti ég að Mælifelli í Skaga- firði, en þar gerðist faðir minn prest- ur. Á Mælifelli var gott og skemmti- legt heimili. Faðir minn hafðí þar stór- bú, hafði hátt á fjórða hundrað fjár, 6 eða 7 kýr og 30 hross. Við áttum al- veg afbragðs reiðhestakyn, þar af átti ég einn, sem gat sér mikla frægð. Hann hét Köttur. Aðalskemmtanir okkar unga fólks- ins í þá daga voru útreiðartúrar á sumr- in og skautar á vetrum. Einnig spiluð- um við mikið á vetuma, þegar færi gafst frá náminu. Ekki má gleyma sil- ungsveiðunum, sem við stunduðum mikið eftir að við fluttum að Ríp í Hegranesi. En svokallað félagslíf þekkt- ist ekki að heita mátti. Að vísu kom það fyrir, að ungt fólk kom saman, þar sem góð voru húsakynni og dansaði og spilaði. En ekkert var það félags- bundið. Aldrei var heldur áfengi haft um hönd á þessum skemmtunum, og aldrei hafði ég séð jafnaldra mína ölv- aða, fyrr en ég kom hingað til Reykja- víkur 21 árs gamall. Auðvitað var drukkið heima í Skagafirðinum eins og annars staðar, en það voru eingöngu fullorðnir. Þessi uppvaxtarár mín voru ákaflega skemmtileg, þótt við höfum kannske ekki haft skemmtanir á nútímamæli- kvarða. En heimilið mitt var gott, mér var ekki þrælað út og ég þurfti engan skort að líða. Þessi ár voru sannarlega þau beztu á ævinni. L_______________■ __________/

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.