Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 14
HÍ|» t\ SIIMSI Kóngamál í Svíaríki Carl-Gustav er aðeins 19 ára, en á honum hvíla margar skyldur, sem menn á hans aldri hafa ekkert af að segja. í stúdentapartýi í Uppsölum. Konungsefnið dans- ar við dömuna sína, fröken Anne-Sofie. Sá orð- rómur gengur, að ung stúlka hafi verið flutt burtu úr skólanum, vegna þess að prinsinn var orðinn ástfanginn. Konungsefnið gengur út í garðinn með dömunni sinni til þess að fá sér frískt loft. Það heitir reynd- ar móaball á íslenzku. Enn halda Danir, Svfar og Norð- menn tryggð við sína kónga, en í þessum löndum og þá sérstaklega í Svíþjóð, hafa heyrzt háværar raddir um, að kóngar heyri til for- tíðinni og nú beri að kjósa forseta sem æðsta mann ríkisins. Sænsku kóngarnir hafa orðið svo gamlir, að synir þeirra, sem við hafa tekið, voru orðnir gamlir menn, þegar röðin kom að þeim. Þannig var um Gústav Adóif, sem nú er Svíakóngur. Hann er orðinn gamalmenni, en nú er í fyrsta sinn útlit fyrir að Svíar fái ungan kóng. Sonur Gústavs Adolfs, sem átti að erfa kórónu og hásæti, lézt fyrir nokkrum árum í flugslysi á Kastrup flugvelli. Hann átti þá kornungan son, Carl-Gustav, sem nú er orðinn 19 ára og er konungsefni Svía. Carl-Gustav er við nám í Upp- sölum og meðal skólafélaga sinna er hann kallaður Tjabbe. Hann er eins og aðrir ungir menn þar í skól- anum, kátur og vel liðinn, sæmileg- ur námsmaður, en var um sig og gætir þess vel að gera ekkert og segja ekkert, sem hægt væri að nota gegn honum síðar. Á skóla- skemmtunum tvistar hann og sjeikar eins og hver annar og það hefur komið fyrir, að hann hefur sjálfur haldið samkvæmi fyrir skólafélaga sína. Ef svo færi að gamli kóngurinn félli skyndilega frá, þá fær Tjabbe ekki að taka við konungdómi fyrr en hann er 21 árs. Þá yrði líklega skipaður ríkisstjóri og sumir halda því fram, að sú breyting kynni að leiða til þess, að kerfinu yrði breytt og forseti kjörinn. Þá yrði Tjabbe aldrei Carl-Gustav Svíakóngur, held- ur aðeins herra Bernadotte. Á stúdentaballi. Carl-Gustav dans- ar tvist eins og hinir og fellur full- komlega saman við hópinn. Hann er lengst til hægri. GIIÐINN YFIRGE SÍNA Það er komið að því að Prins Karim, Aga Khan hinnlV. verður að gifta sig. Hinir rétttrúuðu krefj- ast þess. Múhameðstrúarmenn, sem eru um 25 milljónir manna, vilja að Aga Khan giftist Shanaz prinsessu, elztu dóttur shaliins í Persiu og Faw- siu, systur Farouks fyrrverandi Egyptalandskon- ungs. Shanaz er Múhammeðstrúar og með keisara- blóð i æðum. En Karim er ennþá ástfanginn af Anuschka von Mekhs. Þau hittust sumarið 1959 á Miðjarðarhafs- strönd Frakklands. Karim varð þegar ástfanginn af þessari 16 ára Ijóshærðu stúlku, sem hafði sér- staklega ljúfa og eðlilega framkomu. Hún hafði enga hugmynd um hver maðurinn raunverulega var, fyrr en síðar. Karim gaf henni stórar og miklar gjafir. Hann keypti dýrustu módelldæðn- aði handa henni og hús á Rivierunni. Faðir Anuschku er kominn af gamalli aðals- ætt á Balkanskaganum, og rekur nú fataverzlun í Paris. En áhrifamenn i heimalandi Iíarim voru i upp- hafi ekkert hrifnir af þessum samdrætti þeirra, og nú eru liðin sex ár síðan þeir komust á þá skoðun að hér væri alvara á ferðum. Þessvegna hafa þeir nú stungið upp á því að hann giftist annarri. Þeir eru ekki ánægðir með að Karim skuli vera ástfanginn af stúlku af evrópskum ætt- um. Karim er sjálfur Evrópumaður að hálfu leyti, og börn hans mundu þá hafa sáralítið austur- landablóð i æðum. Þar að auki verður eiginkona hans að vera Múhammeðstrúar. Þessir áhrifamenn álíta að bezta brúðurin muni verða Shanaz. Hún er fædd 1940, hún er mjög fögur og af góðum og réttum ættum. Þegar hún var 16 ára lofaðist hún adjúdantinum Ardashir Zahedi, hershöfðingjasyni. Þau giftu sig í Teheran 1957 og þrem árum síðar var eiginmaður hennar gerður ambassadör í Englandi. Þau eru nú skilin og Shanaz lifir tilbreytingar- lausu og fábreyttu lífi í Teheran. Shahinn hefur ekkert á móti því að dóttir hans giftist Karim. Allt þetta veit Anuschka og skilur það. Hún VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.