Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 22
<5 Gullþorsti í aug- um fátæks manns, sem freistar gæfunn- ar á Klondyke. Myndin sýnir Chil- koot-skarð. Þar fór- ust hundruð manna. í sex klukkustundir samfleytt urðu þeir að höggva spor I gaddfreðinn snjóinn og bera öll áhöld sín á bakinu. O Gullóðir menn leita að hinum dýra málmi á götum í Klondyke. Ef þú skyldir eiga skartgrip úr gulli, sem fylgt hefur ætt þinni, dýrmætan minjagrip, skaltu skoða hann vel og lengi unz sú spurning vaknar, hvaðan það gull muni vera komið, sem hann er gerður úr, hvern- ig sem hann annars er gerður, hvar upp- runnið muni vera þetta óumbreytanlega efni. Er það ættað úr gullnómu í Suður-Afríku? Ef til vill, en það gæti líka hafa geymzt um þús- undir óra f egypzkri konungsgröf, sem ræningj- ar hefðu komizt í, rænt gripum, brætt þá og selt gullið. Þá gæti það hafa verið umgerð um gimstein, sem skreyta átti einhvern af konung- um Azteka, og einhver af leiguhermönnum Cortezar stolið þvf og brætt, en síðan verið sent yfir höf á einu af hinum miklu herskipum Karls fimmta. Það gæti hafa verið gullband um háls einhverrar konu þegar óðir hermenn komu rænandi, slitið af hálsi hennar með engri hæ- versku . . . Fyrr þrýtur okkur hugkvæmni að giska á feril gullsins en tæmdir séu möguleikarnir Því gull er óforgengilegt. Sagnfræðingur sá, sem á sögu þess kann einna bezt skil, C. H. V. Sutherland, hefur látið svo um það mælt: „Ég 1896. ÞaS ár hófst síSasta gullæSiS, og nú þustu þeir, sem af því voru haldnir, tii Alaska, í dal þann sem Klondyke heitir, og er uppi viS heimskautsbaug. 200000 komu frá ýmsum löndum jarSarinnar. 50000 komust meS herkjum alla leiS og byrjuSu þegar aS reisa borgina Dawson City, úr spýtnabraki og tjöru- pappír. Vetur lagSist snemma aS meS óvenjulegri grimmd. BirgSaflutningar stöSvuSust. Matarskortur svarf aS, svo aS ein hreSka var seld á dollar og salt var virSi þunga síns í gulli. En áfram var haldiS aS grafa á hverju sem gekk. Miklir eldar voru kveiktir aS næturlagi til þess aS þýSa svörSinn. Engir læknar, engin lyf: kalnar tær og fingur voru höggnir af meS öxi hit- aSri í eldi, og meSan jörS var harSfrosin, voru lík geymd uppi á þökum húsanna. Þremur árum seinna voru námurnar tæmd- ar og Dawson City auS borg og yfirgefin. Sagan af góðmálmlnum allt frá Krössusi tll Klondyke og fram á vora daga . . . 22 VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.