Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 21
Lengst til vinstri: Hin forna fegurð, sem allur heim- urinn dáði fyrir 30 árum er að mestu horfin. Hún er úfin, hirðuleysislega klædd og tekur aldrei ofan dökk sólgleraugun á almannafæri. Myndin t.v.: Þannig stikar hún áfram um götur New York borgar. Þessar endalausu gönguferðir eru helzta tilbreytingin í lífi hennar. Að ofan: í tíu ár hefur Greta Garbo búið á 5. hæð í húsinu nr. 450 við 52. götu. Lyftuvörðurinn hefur ströng fyrirmæli um að gefa engar upplýsingar. Til hægri: Fyrir 30 árum. Hin heillandi fagra Greta Garbo frá Svíþjóð eins og kvikmyndahúsagestir þeirra tíma þekktu hana. Enginn veit, hvort hún er hamingjusöm. Það stendur aöeins G við bjöliuhnappinn og símanúmerið er leyni- legt. Hún lifir mjögtilbreytingar- lausu lífi í stórborginni SÚ DULflRFULLfl í 52. GfiTU GRETA GARBO, SEM EITT SINN VAR DAÐASTA KVIKMYNDASTJARNA HEIMSINS, BYR N0 I NEW YORK, ÞAR SEM HÆGARA ER AÐ LEYNAST ( MANNFJÖLDANUM EN ANNARSSTAÐAR. áhrif á val hennar og hún velur alltaf málverk með skærum og fjörlegum litum. Hún kemur heim hálffimm, þegar vinnukonan henn- ar er farin. Þá læsir hún að sér. Þangað til í fyrra hitti hún oftlega George og Valentine Schlee, sem bjuggu í sama húsi og hún. En George dó í fyrra og nú er hún alein. Flestir vina hennar frá því í gamla daga búa nú í Evrópu. Þá, sem ennþá eru vestanhafs, hittir hún aðeins á þriggja eða fjögurra vikna fresti. í desember og fyrri hluta janúar fór hún aðeins einu sinni í kokk- teilboð til kunningjafólks. Um jólin og á nýársdag var hún heima hjá sér, alein eins og aðra daga. Klukkan fimm drekkur hún tvö eða þrjú glös af brennivíni eða vodka. Þá er hún í góðu skapi, glöð, töfrandi og brosmild og það birtir til umhverfis hana þegar hún brosir. Hrukkurnar hverfa, en eftir verða ljómandi augu hennar, fagurmótað nefið, hlæjandi munn- urinn. f einu vetfangi er Kristín drottning upprisin eða þá Ninotchka. En jafnskjótt og kvölda tekur, um sex eða hálfsjöleytið, verður hún óróleg og vill þá fara heim. Hún getur ekki með nokkru móti verið að heiman eftir klukkan sjö. Þá læsir hún að sér. Hún býr sjálf til miðdegisverðinn, hamborgara eða glóðarsteikt kjöt (vegna þess að auðveldast er að matreiða það, segir hún). Hún borðar, horfir svo á sjónvarpið frá átta til níu. Um hálftíuleytið fer hún í rúmið, les dálítið og sofnar. Hún fékk sér sjónvarpstæki fyrir tveimur árum, en lét dragest að ganga þannig frá rafleiðslunum, að það væri nothæft. Það eru aðeins tveir mánuðir síðan hún kom því í verk, og nú horfir hún öðru hvoru á sjónvarpið. Símanúmer hennar er leynilegt og fáir vita hvað það er, eða tylft manna alls. En það þýðir heldur ekkert fyrir þessa fáu útvöldu að hringja í hana seinnihluta dagsins: hún svarar ekki. í vetur leið var Greta Garbo með illkynjað kvef, sem henni tókst ekki að losna við — einkum vegna þess, að hún var úti á hverjum degi, hvernig sem viðraði, hvort sem hún var veik eða ekki, þrátt fyrir bann læknis síns. Að lokum tókst lækninum þó að fá hana til að skipta um loftslag. Eftir nokkurt hik ákvað hún að dvelja um tveggja vikna skeið á ey einni í Karíbahafi, þeirri minnstu og óað- gengilegustu, sem fyrirfinnst í þeim sjó. Stolt af ákvörðun sinni lagði hún loks af stað. En hún var hrædd við ljósmyndarana. Og óttinn var ekki ástæðulaus; daginn eftir, á flugvellinum í Púertóríkó, þar sem hún átti að skipta um flugvél, báru menn kennsl á hana og ljósmynduðu hana með þessi eilífu svörtu gleraugu. Myndirnar af henni birtust í nærri hverju blaði. Er hún hamingjusöm? Þegar hún er spurð um það, svarar hún í glettni eða kemur sér hjá því að svara nokkru. Þegar hún er spurð hversvegna henni sé svo mjög í mun að vera ein, segist hún vera tortryggin eftir öll lætin í Hollywood. Að hún burfi að reyna nýja vini í fimmtán ár áður en hún geti treyst þeim, og að lokum að fólk vilji kynnast henni aðeins til að geta svo sagt kunningjunum að það þekki Gretu Garbo. VIKAN 28. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.