Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 25
Fimm lönd, Suður-Afríka, Kanada, Bandaríkin, Ástralía og Rússland framleiða 90% af öllu gulli, sem upp grefst í heiminum um þessar mundir. 10% koma víða að úr gull- snauðum löndum og sumsstaðar eins og á íslandi, finnst ekkert gull. Efst: f Finnlandi eru skröp- uð saman 650 kg. á ári. Að neðan: í Brasilíu finnst að jafnaði sex tonn á ári. Til hægri: I Frakklandi finnst eitt tonn af gulli árlega. Icitið ófriðlega og skotið örvum í átt til skipanna, sem allar hafa lent í sjónum. Að lokum tekur hann það ráð, að láta Aguilar túlk sinn fara í land til að sem|a við Indíána um leyfi til að taka vatn og tala við þá um nokkur veigamikil atriði viðvík|andi Guði og Hans hátign Spánar- konungi. — Því Cortez á í fórum sínum skjal rit- að af hinum hálærða doktor Palacios Rubros, sem lesast skyldi fyrir heiðingiana hvenær sem þeir Cortez mættu þeim, og þótti ekki þurfa meira við til að vinna fullan trúnað þessara villi- manna, en skjalið hljóðaði svo: „Guð skapaði í fyrstu tvo menn, Adam og Evu. Niðjar þeirra eru dreifðar um alla jörðina og Guð setti Sankti Pétur yfirboðara þeirra. Eftirmaður Péturs post- ula í páfastóli hefur gefið Spánarkonungi land yðar, og er hér kominn umboðmaður Spánarkon- ungs, Hernan Cortez, til að taka við réttmætri eign hans". . sem alsettir eru demöntum. Vér látum oss ekki fyrir brjósti brenna oð fara alla leið austur til Indlands til þess að kaupa þar háu verði hinn dýrasta nautnavarning, og berast svo á sem engu tali tekur, en gullið gengur oss þannig úr greipum". Nokkrum öldum síðar er Rómaborg orðin svo snauð, að hún megnar ekki að gjalda leigu- hersveitum sínum málann, og síðan færist yfir hana sú nótt tortímingar sem raunar birti af aftur. Gullið hverfur úr umferð í skattlöndum heims- veldisins, og einnig þar fer að rökkva, og hvert af öðru hverfur í nótt. Því gull er eins og blóð í æðum þjóðar. Skiptist það hægar milli handa, en fyrr, þá dregur úr mætti hennar. Hætti það að ganga hönd úr hendi þá stöðvast líf henn- ar. Á næstu öldum er svo lítið til af gulli í Evrópu, að lærðir menn gera ekki annað en að reyna að gera gull úr óæðri málmum, með þeim til- færingum, sem til þess þóttu henta. Aldrei vildi þetta takast, enda ekki von, en upp af þessu kukli spratt merkileg vísindagrein, sem við njót- um góðs af: efnafræðin. Tímar líða fram. Hinir þungu vagnar Meró- vinga renna borg úr borg og Roland deyr í Ronceval. Fyrstu skothvellirnir kveða við hjá Crecy og Svarti prinsinn, sem flutti með sér Svarta dauða, fór herför um allt Frakkland. Einn var þó sá staður, sem aldrei bar fölskva á um aldir þessar: Byzans. Þangað rann gullstraum- urinn, í þetta síðasta vígi hins forna heimsveld- is: gull faraóanna, gull Krösusar,- Daríusar, Ner- ós, gullið frá Afriku, frá ævintýralandinu Ófír, sem Davíð konungur og skáld sagði svo um: ,,Eg á ógrynni auðs í silfri og gulli og 3000 talentur frá landinu Ófír". En Byzans, sem lagð- ist í sællífi og svall, hné einnig. Síðasta Ijósið slokknaði, og það voru Tyrkir, sem slökktu það. 508 manna herflokkur sigrar heimsveldi. 12. marz 1519 lágu 8 herskip við akkeri í Tabascoflóa, 8 snekkjur hásigldar, varðar 508 manna liði vopnuðu, en auk þess fermdar þrjá- tíu hestum, tíu fallbyssum úr eir og fjórum minni. I lyftingu stendur foringi fararinnar, Hernan Cortez, hann virðir fyrir sér útsýnið, Tabosco- flóann og fitlar annars hugar við mjóa gullfesti sem hann ber alltaf á sér. Hann er á bóðum áttum, því Indíánar hafa Svo sökkti hann skipum sínum, svo ekkert gæti freistað hans til að snúa viS. En aldrei varð af því, að skjal þetta væri les- ið og þýtt fyrir Indíánum. Þeir ráku Aguilar öfug- an út á skip flotaforingjans. Þá þótti Cortez sýnt, að ekki væri nema um tvennt að velja; að reyna aftur, eða að brjótast á land án leyf- is. Hann kaus hið síðara, og varð þegar fyrir þeim ógrynni liðs af Indíánum, svo að einn Spán- verji var móti 300 heimamönnum, einn hidalgo máti 300 fjaðurskreyttum Indíánum, sem börðu trumbur og blésu í herlúðra. Til allrar lukku fyrir Spánverja tókst að koma hestunum, þess- um „ferfættu mönnum", á land, og það réð úr- slitum í hildarleiknum. Svona hófst hin fífldjarfasta herferð allra tíma. Áður en Cortez snerist gegn Mexíkó, hinni gagnauðugu borg, stofnaði hann Veracruz, skildi þar eftir setulið, og lét sökkva öllum skipunum nema einu, svo ekkert skyldi geta freistað sín til að snúa við. Þetta eina skip var ætlað þeim sem kynnu að guggna, og stóð það autt, því enginn kom. „Til þess gerði ég þetta", sagði hann er heim kom, við Karl fimmta, „að menn Framhald á bls. 40. VIKAN 28. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.