Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 28
Nú þurfa menn ekki að vera að hugsa um, að ná sér í frúarefni upp á gamla mátann, tæknin hefur haldið innreið sína í hjóna- TREUfBORG SAFEVRIDE bandsmálin. Bandaríkin, Vestur- Þýzkaland og Sviss hafa gengið á undan með góðu fordæmi, hvað þessu viðvíkur. Rafeindafræðin hefur leyst gömlu aðferðina af hólmi, og komnar eru á markað- inn svokallaðar hjónabandsvél- ar. Þjálfaðir menn spyrja fólk spjörunum úr um persónuleika, áhugamál, eiginleika, hæfileika, áætlanir, fortíð, fjárhagsmál og kynferðismál með sérstökum spurningakerfum. Upplýsingar eru síðan látnar til meðferðar rafeindaheila, og eftir nokkrar sekúndur sprautar hann lausn- inni út úr sér, þessi skal giftast þessari og hinn hinni. Svo er bara að velja stað og stund fyrir hjónaleysin til að hittast, og svo sjá tunglskin og hormónar um afganginn. Það varð Almenningsstofnun í Hamborg, sem fyrst varð til að uppgötva, að rafeindaheilar geta komið að góðu haldi í ástamál- um. Þjóðverjar nota mikið hjóna- bandsmiðlanir og auglýsingar, u.þ.b. 40.000 hjónabönd verða til á þann hátt árlega. Rúmlega tíunda hvert hjónaband eftir stríð á upptök sín frá hjónabands- auglýsingum eða miðlurum. Þjóðverjum finnst það heldur ekki á neinn hátt niðurlægjandi að hafa fengið sinn ektamaka fyr- ir tilstilli auglýsinga eða miðlara. Og nú geta þeir bætt við: „Við hittumst í hjónabandsvél“. Það er mikið um að vera í þessum málum í Þýzkalandi eins og stendur. Flest blöð hafa sér- stakan dálk, sem ber nafnið Heiratsmarkt, (giftingarmarkað- ur), og þar eru langar raðir af auglýsingum. Mest bar á auglýs- ingum frá kvenfólki um tvítugt og karlmönnum um þrítugt. En auðvitað eru líka til undantekn- ingar. Nýlega auglýsti 84 ára öldungur eftir „ósnortinni stúlku, ekki yngri en 70 ára“. Hvernig skyldi þetta gefast hér á íslandi? Dálítið er tekið er með ávölum brúnum, sem koma í veg fyrir „rásun“ í stýri og gerir bifreiðina óstöð- uga á vegi. Bremsuhæfni og slitþol SAFE-T-RIDE er mjög mikið. — Berið saman verð. TRELLEBORG SAFE-T-RIDE er sænsk framleiðsla. Sölustaðir: Akranes: B. Hannesson. — Stykkishólmur: K. Gestsson. — ísafjörður: Verzl. M. Bernharðsson. — Blönduós: Hjólið s.f. — Akureyri: Þórshamar h.f. — Egilsstaðir: Vignir Brynjólfsson. — Reykjavík: Hraunholt Miklatorgi og Vitatorgi. GUNNAR ASGEIRSSON H. F. Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200. að bera á hjúskaparauglýsingum í dagblöðunum, og fyrir nokkr- um árum var sett á laggirnar hér hjúskaparmiðstöð, sem lifði að vísu ekki lengi, en kúplaði þó nokkrum saman. Hvað sem verð- ur, vona ég bara, að hið opinbera taki ekki þessi mál í sínar hend- ur. Það væri laglegt, ef maður væri kallaður einhvern góðan veðurdag niður á skrifstofu borg- arfógeta og fengi þann úrskurð, að búið væri að velja manni var- anlegan lífsförunaut með aðstoð tækninnar. Hú fœst lnmingjan í hjúMbmM 2g VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.