Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 11
ÁSMUNDUR
GUÐMUNDSS.
FYRRV.
BISKUP, 76 ARA
1 spurningunni, sem
ég er beðinn að svara,
eru nefnd „ákveðin
tímabil“, og mun ég því
nefna fleiri en eitt.
Ég staðnæmist fyrst
við bemsku mína innan
tíu ára aldurs. Hún var
gleðitími á heimili for-
eldra minna og systkina.
Trú mín á Guð lýsti mér.
Og til hans leitaði hug-
ur minn, hvort heldur
var í gleði eða sorg. Ég
átti samfélag við hann.
Síðan verður mér
einkum hugsað til tíma-
bilsins, þegar ég var há-
skólakennari og biskup.
Ég fékk að kenna ung-
um mönnum heilög
fræði, sem ég helzt
mundi kjósa. Og Ijúf
var samvinnan við
prestastétt íslands. Ást-
vinir studdu mig. Ég
má taka undir bænar-
orðin til Guðs:
— Öll er hjálp af þér
í hjarta mér.
Þannig er spurning-
unni að mestu svarað.
Ég myndi kjósa bernsk-
una aftur og fagna orð-
um föðurins á himnum:
Nú gjörir þú, barnið
mitt, betur.
Ég mundi einnig kjósa
nýjan starfstíma fyrir
kirkju Krists í krafti
hans.
V._____________________;
AUÐUNN ODDSSON,
HRAFNISTU 72 ARA
Þetta er nokkuð erfið spuming.
Það er held ég fátt eða ekkert sem
ég kærði mig um að upplifa af því,
sem á dagana hefur drifið. Ég hef
átt við fátækt, hungur, erfiði og
heilsuleysi að striða mestan hluta
ævinnar. Ég hef stundað sjó mestan
hluta ævinnar og var þó alltaf sjó-
veikur. Án þess að mig langi nokk-
uð til að fara að rifja það upp eða
endurlifa það, leið mér þó alltaf
bezt á sjónum, þótt sjóveikur væri.
Og þá fannst mér bezt, þegar fisk-
aðist og þegar nógu slæmt var veð-
ur. Það voru mínar ánægjustundir.
V____________________________/
SIGURLÍNA
GÍSLADÓTTIR
GRUND, 84 ARA
Ég held ég myndi velja mér
árin frá 19 til 24 ára. Þá var
ég í utanlandssiglingum á
dönsku skipi og kom víða um
heim. Það eru einhverjir
skemmtilegustu tímar, sem ég
man eftir. Nú, það mætti líka
nefna giftinguna og tilhuga-
lífið, ég gæti vel hugsað mér
að rifja það upp aftur. Að
öðru leyti er það fátt sem ég
vildi fara að standa í á nýjan
leik.
v_______________________________;
Ég held, að mín beztu ár
hafi verið frá 14 og til 18
ára aldurs. Ég hafði þá að-
stöðu, sem ekki allir höfðu um
það leyti að geta notið skóla-
göngu. Ég hafði alveg prýði-
legan kennara, sem gerði
meira en að kenna okkur það,
sem fyrir var sett, en
kenndi okkur líka dönsku og
söng eftir nótum. Eftir nám-
ið heima fór ég til séra Árna
Magnússonar og frú Dagnýjar
konu hans á Sauðárkróki og
var það nokkurs konar gagn-
fræðiskóli fyrir mig, þar sem
séra Ámi kenndi mér svipað
námsefni og nú er kennt í
gagnfræðaskólum. Frú Dagný
kenndi mér hins vegar allt
það, sem ung stúlka þurfti að
kunna í þá daga og var eins
og hinn bezti húsmæðraskóli
í þeim efnum. Svo fór ég líka
í gamla hússtjórnarskólann
annað árið sem hann starfaði.
Mig dauðlangaði að fara í
menntaskóla, en á þeim tím-
um var það ekki í móð, að
kvenfólk legði stund á þau
fræði. Ekki hafði ég síður
gaman af að skemmta mér,
ef tækifæri gafst. Ég var eitt-
hvert mesta dansfífl heima og
hafði mjög gaman af öllum
selskap.
Já þessi ár eru mér einna
minnisstæðust. Þá var ég ung
og lífsglöð og hafði tækifæri
til að læra það sem mig lang-
aði til og hugurinn girntist.
Það voru góðir dagar.
SIGURDUR
MARfASSON,
HRAFNISTU, 72 ARA
Mig langar ekki til að
skrúfa aidursskrúfuna aft-
ur. Vissulega er skemmti-
legt að hugsa til stúdents-
áranna, en því verður ekki
breytt. Hið liðna ei til baka
snýr.
Hvað er klukkan nú?
Klukkan er 11.15 árdegis.
Einmitt á þessari mínútu
staldra ég við. Ég lifi í
augnablikinu. Tek einn dag
í einu. Á þessu augnabliki
einmitt núna lít ég með
þakklæti yfir farinn veg.
Ég blessa hugljúfar minn-
ingar og nú, er kvöld er
komið, vil ég öruggur bíða
sólarlagsins.
s.______________________________/
SR. BJARNI
JÚNSSON
VfGSLUBISKUP,
84 ÁRA
VIKAN 28. tbl.