Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 9
Elísabetar til Ethiopíu og Súdan. Þessa skýringu tók enginn trúan- lega. í og með vegna þess, að Elísa- bet var væntanleg heim innan viku og Tony hefði auðveldlega getað frestað ferðinni um nokkra daga, hvað hann þó ekki gerði. Þó var það einnig, að Margrét hafði aldrei lótið neitt hindra vetrarferð sína. Einnig var það til að fella þessa afsökun hennar, að hún var ekkert bundin af opinberum störfum. Sú hlið mólanna er nú í höndum Alex- öndru prinsessu frá Kent, en hún hefur algerlega unnið hug og hjörtu Breta og vinsældir hennar eru stórum meiri en Margrétar. Hjá þjóðinni og jafnvel hjá hirð- inni hefur eiginmaður Alexöndru náð þeirir hylli, sem Tony hefur aldrei haft. Það er heldur ekkert leyndarmál, að Philip drottningar- maður kann miklu betur við sig í félagsskap hans en Tonys, sem hvorki hefur áhuga á íþróttum eða veiðum. Margrét á bágt með að sætta sig ■ við velgengni Ogilvy fjölskyldunnar og þó að hún og Alexandra hafi áður verið beztu vinkonur, talast þær nú aldrei við. Alvarlegan höfuðverk fékk hirð- in fyrir skömmu síðan, þegar Tony án allra skýringa, yfirgaf íbúðina í Kensingtonhöll og hvarf í tvo daga. Enginn vissi hvar hann hélt sig, ekki einu sinni Margrét. Að endingu var gamall góðvinur fjöl- skyldunnar, Símon Phipps kapelán gerður út af örkinni til að leita að týnda sauðnum. Að lokum fann hann piltinn í hópi „listamanna" á lítilli krá í listamannahverfinu í Chelsea. Eftir miklar fortölur tókst honum að fá Tony með sér heim. Nú héldu allir, hirðin jafnt sem aðrir, að ekki væri langt í skilnað og í Buckinghamhöll voru menn kvíðnir vegna afleiðinganna af honum. Nú kom aftur til kasta Phipps að bjarga málunum, þótt aðeins væri til bráðabirgða. Hann ræddi einslega við hjónakornin og talaði einnig við hirðina. Árangur- inn varð sá, að allir gátu dregið andann léttara og hin gamla hjóna- bandshamingja fékk nokkra endur- reisn. Tony hefur oft lýst því yfir, að hann kuiani ekki við sig með hirð- inni og sætti sig ekki við að verða að ganga tveimur skrefum á eftir konu sinni eins og hundur. Drottn- ingarmóðirin, sem alltaf hefur dreg- ið taum hans, síðan hún fyrst kynntist honum, átti langar sam- ræður við Margréti. Henni tókst að fá dóttur sína til að gefa Tony svo- lítið meira frelsi og reyna að skilja hið „bóhemiska" eðli hans. Það eðli hefur Margrét sjálf í ríkum mæli, en enska hirðlífið hefur bælt það að miklu leyti niður. Nú er svo komið, að Margrét leyfir honum að hitta sína gömlu félaga eitt kvöld í viku og það skiptir engu máli, hvort þeir eru óbreyttir borgarar eða aðalsmenn. En hegðunarvandkvæði Tonys var ekki það eina, sem hrelldi fjöl- skylduna. Fjármál Margrétar voru líka alvarleg. Olagið á þeim er fram úr öllu hófi. í desember síð- astliðnum voru skuldirnar orðnar 200,000 pund eða rúmlega 24 milljónir ísl. kr. Margrét fær árlega frá ríkinu 15000 pund, og laun Tonys sem Ijósmyndara við Sunday Times eru 4500 pund á ári. Eins og málin lágu, var allt útlit fyrir, að þau yrðu að bera skuldabaggana nokkur ár í viðbót og spurningin er, hvort hjónabandið hefði þolað slíkt álag. Elísabet er nú orðin langþreytt á hinum stöðugu peningavandræð- um litlu systur, enda hefur hún sætt mikilli gagnrýni frá ríkisstjórn og þjóð þeirra vegna. Þar að auki vilja margir afnema laun Margrétar með öllu, þar sem hún hafi verið til lítils gagns í opinberum sam- böndum, síðan hún giftist. Þrátt fyrir þetta tókst drottningarmóður- inni að fá Elísabet til að gefa Mar- gréti peningaupphæð, sem hrykki til að greiða skuldirnar. Til að halda aftur af eyðslusemi hennar var einn- ig skipaður sérstakur fjármálaráð- gjafi til að fylgjast með útgjöldum hennar. Vanræksla og eyðsla síðasta árs hefur ekki orðið til þess að bæta sambúðina milli þeirra systranna. Margrét vill lifa sínu eigin lifi og halda um leið stétt sinni og stöðu, en slíkt getur ekki samræmzt hvort öðru. Gifting þeirra Margrétar og Tony gerði hann að lávarði, en jafnframt að snobbfígúru, sem ekki á eins auðvelt með að fá vinnu fyrir vikið. Að minnsta kosti fær hann ekki vel borgað fyrir vinnu sína. Fjármál Snowdon-f jölskyld- Framhald á bls. 44. ROflUGLER Flestar þykktir fyrirliggjandi A og B gœðaflokkar MARS TRADING CO. H.F. KLAPPARSTiG 20 SÍMI 17373 VIKAN 28. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.