Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 48
með NIVEA f loft og sól Þau voru af doktor Maverick og honum leið óþægilega í þeim. Hann var enn ekki fyllilega með sjálfum sér; sprautan sem hann hafði fengið ólgaði enn í æðum hans og hann tók að finna fyrir því að hann hafði ekki blundað í tuttugu og fjórar klukkustundir. Hann var drukkinn af hinni sér- stöku ölvun mikillar þreytu og hann grunaði, að hann hefði ef til vill verið að hugsa sér þetta allt saman. Hann bar hamingju sína eins og eitthvað mjög við- kvæmt. Hann var hræddur um, að hún gæti sprungið og horfið eins og sápukúla, um leið og hann tæki á henni og þrýsti henni að hjarta sínu. — Góðan daginn, herra And- erson, sagði Mynheer Van Hal- den, forstjóri Nitarc og eigandi Lombok. — Ég vona, að þér séuð ekki illa meiddur? — Það er ekkert. Það eina, sem ég þarf að gera, er að leggj- ans niður í sólina og sleikja sár mitt eins og hundur; þá grær þetta á engri stund. — Dóttir mín sagði mér, að það hefði komið til átaka á eign- inni. — Já, og mér þykir fyrir því. En slíkir hlutir henda alltaf. Nú er aftur allt í röð og reglu. — Mér skilst, að Jan Foster muni vera frá störfum nokkuð lengi, og aðstoðarframkvæmda- stjórinn er heima í fríi. Ég er hræddur um, að þér verðið að taka stjórnina að yður um sinn, Anderson. Anderson greip andann á lofti og ruglaði öllu saman. — Van Halden .... þetta er mér sér- stakur heiður .... ég fullvissa yður .... Ég er yður þakklátur fyrir það traust, sem þér sýnið mér, og skal reyna að bregðast því ekki .... Ég veit ekki hvað ég á að segja .... Ég er svo ham- ingjusamur .... Van Halden rannsakaði þenn- an unga risa, þumlung fyrir þuml- ung. Svona nærri var hann ekki nákvæmlega eins og faðir hans. Aug hans voru dýpri og munn- urinn þéttari. Samt var þetta það erfiðasta, sem Van Halden hafði gert á allri sinni ævi: að treysta honum fyrir litlu stúlkunni sinni. Hann langaði til að segja eitthvað fallegt við Anderson unga, en það týndist einhversstaðar í háls- inum á honum, og það var eins sárt og hann hefði gleypt mola af eggjagrjóti. Bragi Gíelason, Birkihvammi 15, Kópavogi, stúlkur 17—20 ára. Ásmundur Guðmundsson, Arkarlæk, Skilmannahrepp, Borg., við stúlkur 17—25 ára. Stefanía Aronsdóttir, 16—20 ára, Jóna Jónsdóttir, 16—20 ára, Karen Bergkvist, 20—26 ára, allar í Kaupfélaginu Höfn, Hornafirði, óska að skrifast á við pilta. VIKAN 28. tbl. — Þú varst alltaf ofan á, An- derson, sagði hann í staðinn, snéri sér undan og klöngraðist upp stigana til skipstjórans. V. Brookhuis skipstjóri hafði litla reynslu í að framkvæma trúar- athafnir, vegna þess að yfirleitt var trúboði um borð til að halda messur á sunnudögum, og ef hann varð að gera það sjálfur, flýtti hann sér að buna því af, vandræðalegur og utan við sig. Einhvern veginn fannst honum hann ekki vera nógu góður mað- ur til að flytja orð guðs. Endr- um og eins hafði hann af nauð- syn séð um útfarir fyrir meðlimi áhafnarinnar. í slíkum tilfellum las hann sálminn: „Líknargjaf- inn þjáðra þjóða, þú sem kyrrir vind og sjó . . . . “ Svo sagði hann nokkur orð með hárri röddu og sleit þau í sundur, svo þau hljóm- uðu eins og einhverskonar skip- un, beit á jaxlinn til að titra ekki eða gráta, því hann var til- finningaríkur á botni sinnar sál- ar, og þegar hann horfði á striga- vöndulinn renna í hafið, sneri hann sér snöggt undan og gekk upp í brúna til að hylja sorg sína. Með döprum huga varð honum hinsvegar ljóst að við þetta tæki- færi myndi þetta ekki duga; gift- ingu einkadóttur Mynheer Van Halden. Brookhuis skipstjóra fannst hann mjög í vanda stadd- ur. í vandræðum sínum leitaði hann hjálpar frú Gould og sam- an ákváðu þau vers úr Ljóða- ljóðum: Mikið vatn getur ekki slökkt elskuna og árstraumar ekki drekkt henni. Þeim fannst það mjög vel við- eigandi vegna fegurðarinnar, sem í því fólst og einnig þeirrar stað- reyndar, að hafnarbakkinn var ennþá háll eftir rigningu nætur- innar. Þetta var stutt athöfn, sem fór fram í salnum, þar sem lyktin af bjór, gini og reyk, liékk enn-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.