Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 49
SunfiesK APPELSÍN SÍTRÓ N LI M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili þá í loftinu. Vifturnar snérust, hundruð framandi radda, hróp og hávaði frá höfninni útifyrir var brúðarmars Jeff Halden. Skipstjórinn flæktist aðeins einu sinni út í Líknargjafann þjáðra þjóða, þann sem kyrrir vind og sjó, en komst á rétta leið aftur, þegar hofmeistarinn hóstaði vandræðalega og frú Gould hvísl- aði að honum, svo lítið bar á. Jeff kallaði ,,já,“ áður en hún var spurð en Anders Andersson var svo gersamlega utan við sig, vandræðalegur, gangtekinn og ruglaður, að hann fylgdist ekki með, og Charley, sem var vígslu- vottur hans, og Mynheer Van Halden, urðu næstum að neyða hann til að lýsa því yfir, að hann tæki Josephine af fúsum vilja sér fyrir löglega eiginkonu. Tjaldane átti að sigla klukkan átta; vélarnar voru í gangi og skekta hafnsögumannsins bund- in við kinnunginn og Tjaldane var tilbúin að leggja úr höfn. En nú var klukkan næstum tuttugu mínútur yfir átta, og Brookhuis skipstjóri orðinn óþolinmóður. Bjallan hljómaði áköf og sendi alla gesti í land. Það var enginn tími né staður fyrir stór orð og tilfinningasamar kveðjur milli Jeff og föður hennar. — Gættu þín nú vel, pabbi minn. — Anders, þú verður að halda í taumana. Gefðu henni svolítið eftir, en ekki of mikið. Hún á það til að bryðja mélin og þá er ekki hægt að ráða við hana. — Ég skal gera mitt bezta, Mynheer. Ef þetta verður eins auðvelt og að reka plantekru . . — Og gleymdu ekki að taka meðalið þitt reglulega, pabbi. Tuttugu dropa fyrir hverja mál- tíð . . . . — Ég myndi láta bólusetja hana við taugaveiki, áður en ég flytti hana til Lombok, Anders. Það er öruggara — þar sem þú mátt vera viss um að hún verð- ur með nefið inni í hverri kompu — Allir í land, allir í land, all- ir í land! — Ég verð að fara til plant- ekrunnar undir eins, Mynheer; það verður sjálfsagt allt í óreiðu þar þangað til nýju kúlíarnir hafa komið sér fyrir .... — Jæja, þetta verða svolítið óvenjulegir hveitibrauðsdagar, en þetta er ykkar val, börn .... — Við skulum vinna það upp, þegar við förum í frí og heim- sækjum þig, pabbi minn .... -— Allir í land! Síðasta skipti! Allir í land! Allt í einu sá Jeff ekkert fyrir tárum. — Fyrirgefðu mér, pabbi, að vera svona sjálfselskufull, hvíslaði hún i eyra Haldens. — Ég gat ekki að því gert .... — Flýttu þér í land kálfurinn þinn, svaraði hann. — Þú hefur þegar kostað skipafélagið nægi- lega mikið með öllum þessum töfum .... — Vertu sæll, Mynheer, og þakka þér fyrir .... fyrir allt. — Vertu sæll. Farið þið nú í land. Jeff, meisje. —- Ertu ham- ingjusöm? — Spurðu ekki svona heimsku- lega, pabbi. — Þá er ég hamingjusamur LILJU LILJU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð UhfCFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá. N ö A. HVAR ER ORKIN HANS haff er allfaf raml lclkurlnn i hinnl Yml- Jsrriff okkar. Bún hefnr fallff Brklna hani Nóa elnhvera itaffar 1 hlafflnu'or helttr Eóffum verfflaunum handa telm, eem rettir funðlff ffrklna. Terfflaunln .em ítór kon- fektkasjl, ínilnr nt hezta konfekU, or framleiffanðinn er auffvltaff SteífwUifferff* Jn Bóf.. NÓA? Nafn Helmlll örkin ef l Wfc Bíffart er dregtff var hlaut vexfflaunlnj Jón Einarsson, Urðarstíg 5, Rvík. Vinninganna má Vikunnar. vitja í skrifstofu 28. tbl. VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.