Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 19
Smásaga eftii* Dennis Val Baker f löngu frímínútunum reikaSi hann eirðarlaus um í stóra rykmettaða skólagarðinum. Hann hrökk við, þegar einn strákanna í sama svefn- sal og hann kallaði skyndilega til hans: Rogers! Það er böggull til þín. Ég var inni, þegar farið var yfir póstinn. Böggulinn kom með síðdegispóstinum. Það var skólatími, og fjórði bekkur var í reikningi. ískrið í krítinni, þegar kennarinn skrifaði næsta flókna dæmið upp á töfluna, rauf þögnina í stóru, óþægilegu kennslustofunni. — Ef bifreið ekur 60 km á klukkustund .... í fjar- lægu horni sat drengur og hlustaði með öðru eyranu á það, sem fram fór, en fylgdist annars með sólargeislunum, sem féllu inn um háa gluggana. Hann óskaði þess að borðið hans stæði, þar sem sólargeisl- arnir féllu inn, þá hefðu þeir getað vermt hann, hresst og lífgað upp. Þá hefði hann kannske orðið var þeirrar tilfinningar, sem venju- lega greip hann, þegar hann sat úti á klettunum heima og horfði á mávana, sem flögruðu um yfir höfði hans. Hann leit á skólaklukkuna og síðan út um hliðargluggann, eins og hann hafði gert á hverjum degi á þessum tíma dagsins, í margar vik- ur samfleytt. Hann starði eftirvæntingarfullur niður á eftir langri og beinni götunni og beið þess að koma auga á rauða póstbílinn. Eft- ir fáeinar mínútur kom hann í ljós, akandi upp götuna með hægum og jöfnum hraða, alveg eins og leikfangabíllinn, sem hann hafði einu sinni átt heima. Hann fylgdi bílnum með dáleiddum augum, þegar hann stanzaði fyrir utan jámhliðið og póstþjónninn bar lítinn póst- poka innfyrir. Og eins og svo oft áður sat drengurinn með hugann langt í burtu og hughreysti sjálfan sig: — í dag kemur póstþjónninn með böggul- inn minn. Það er alveg öruggt. Ég... ég sá það alveg á honum, að hann hafði böggul til mín í pokanum hjá sér. — Rogers! kallaði kennarinn hvellt. — Nú skaltu reyna að fylgj- ast svolítið með hérna hjá okkur. í löngu frímínútunum reikaði hann eirðarlaus um í stóra rykmett- aða skóagarðinum. Hann hrökk við, þegar einn strákanna í sama svefnsal og hann kallaði skyndilega til hans: Rogers! Það er böggull til þín. Ég var inni, þegar farið var yfir póstinn. Hann var þá kominn. Loksins! Hann vissi, að hann gat ekki feng- ið hann núna, hann varð að bíða, þar til póstinum yrði úthlutað um kvöldið. En böggullinn var kominn, og hann opnaði hann í huganum og lét alla þessa langþráðu hluti falla úr honum. Umsjónarmaðurinn myndi kalla: — Það er böggull til Rogers. Og andartaki síðar héldi hann á honum, þessum langþráða böggli. Á meðan hann gekk um og lét sig dreyma um þetta atriði, gat hann varla haft stjórn á sér af eftirvæntingu. Hann hefði getað dansað af gleði á miðjum leikvellinum, ef hann hefði ekki haldið að skólafé- lagarnir gerðu grín að honum. En nú hafði hann þó eitthvað til að segja þeim. Hve oft hafði hann ekki þurft að horfa öfundsjúkur á, þegar hinir strákarnir höfðu gengið um hreyknir og hvíslað: — Ég er búinn að fá böggul, bíddu bara og sjáðu hvað ég hef fengið. Gott og vel, nú átti hann leik. Síðari hluta dagsins var hann svo eftirvæntingarfullur, að hann gat varla fylgzt með í þeim fáu tímum, sem eftir voru. Hann hafði beðið svo lengi eftir þessum degi, og hann hafði þurft að fara óendanlega langt í burtu, til að upplifa þetta atvik. Staðurinn, sem böggullinn kom frá, var í 300 kílómetra fjarlægð. Það var lítið fiskiþorp alla leið í Comwall, Lítil húsin lágu í þyrpingu á milli klettanna, og fyrir ut- an buldi sjálft Atlantshafið. Þarna hafði hann fæðzt og eytt fyrstu árum sínum, og honum hafði aldrei komið til hugar, að fara burt frá þessum stað, aldrei. En faðir hans, sem var fiskimaður, hafði erft einhverja fjárhæð eftir frænda sinn, og hann hafði fastákveðið, að þessum peningum skyldi varið til að gefa syni hans einhverja möguleika á að verða eitthvað annað en fiskimaður. Það hafði ekkert þýtt fyrir hann að kpma með mótmæli, engin bænarorð og engin tár gátu þokað þess- ari ákvörðun hans. Og einn kaldan janúardag hafði hann farið þessa óttalega löngu leið gegnum vesturhluta Englands alla leiðina til heimvistarskólans í grennd við Salisbury. í byrjun hafði honum fundizt hann vera hræðilega einmana. Nú orðið eftir að hann var farinn að venjast, fannst honum hann vera svo ókunnugur þarna. Og svo var þessi ósk hans um að fá böggul orðin honum svo þýðingarmikil, kannske þýðingarmeiri en nokkur gat gert sér í hugarlund. Hann hafði auðvitað fengið bréf, móðir hans skrifaði honum einu sinni í viku. En bréfin hennar með barnslegu rithöndinni sögðu honum engar fréttir af atburðunum þarna heima, eins og hann hefði þó viljað, heldur voru þau yfirfull af áminningum og aðvörunum. -— Mundu nú eftir að nota ullamærfötin þín og skrifaðu strax, þegar þig vantar fleiri sokka. Það var ekki hægt að líkja því saman að fá bréf og pakka. Hann gat ekki látið bréfið ganga frá manni til manns á milli skólafélaganna, sem voru í sama svefnsal og hann. En það var hægt með pakka. Já, hann varð að fá böggul að heiman og í hvert skipti, sem hann skrifaði heim, bað hann móður sína: — Viltu vera svo góð að senda mér böggul. Allir hinir strákarnir hana fengið senda böggla. Hann hafði ekki haldið, að hann yrði að bíða svona Frh. á bls. 31. VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.