Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 15.07.1965, Blaðsíða 12
/-----------------------------------. JÖNAS ÞORBERGSSON FYRRV. ÚTVARPSSTJÖRI 80 ÁRA Hvaða tímabil liðinnar ævi minnar gæti ég framast hugs- að mér að lifa upp aftur. Við bræður, Þorbergssynir, Hallgrímur, Jón Helgi og ég vorum fæddir á Helgastöðum I Suður-Þingeyjarsýslu á 9. áratug næstliðinnar aldar, sem talinn var einna óblíðast- ur um veðurfar á öldinni, með samfelldum hafísum og gras- bresti. Ég var yngstur og þeg- ar ég var 8 ára andaðist móð- ir okkur úr brjóstberklum. Við það sundraðist heimilið og við bræður hröktumst eftir það allan okkar uppvöxt hjá vandalausum húsbændum. Móðurbróðir minn, sem stund- aði vinnumennsku hafði mig á sínum vegum næstu þrjú árin, unz hann þá sjálfur and- aðist, einnig úr brjóstberklum. Ég svaf hjá honum fram und- ir andlátið og komst ekki hjá því að smitazt sjálfur af þess- um sama sjúkdómi. Um ferm- ingaraldur tóku berklarnir sig upp í hálskirtlum og kipptu úr líkamsvexti mínum, svo að ég tók ekki út eðlileg- an vöxt fyrr en á 22. aldurs- ári. En veikin rjátlaðist af mér. Af því, sem hér var greint, má það ljóst verða, að megin- störf mín í uppvextinum urðu hjáseta með kvíám og smala- mennska á sumrum og búf jár- hirðing á vetrum, auk þess sem ég vann að heyskap og öðrum bústörfum eftir mætti. Um kaup var ekki að ræða, utan nauðsynlegustu flíkur og Framhald á bls. 43. w------------------------y Þá var gaman að lifa (-----------------^ LILJA BJÖRNSDÓTTIR HRAFNISTU, 73 ÁRA Þessari spurningu er mjög auðsvarað frá minni hendi. Það er án alls, efa það tímabil, sem ég var gift og þurfti að annast bömin. Það em allir að tala um það nú til dags, hvað það sé erfitt að eiga börn. Þar er ég alls ekki á sama máli. Að vísu getur það stundum tekið á skapið og taugamar. En ánægj- an, sem þau veita for- eldrunum er margfalt virði þessa erfiðis, sem leggja verður á sig. Ég endurtek það, að hjóna- bandsárin mín em ein- hver ánægjulegasti tími, sem ég hef lifað. \_______________________y ÞORVALDUR KLEMENSSON, GRUND, 74 ÁRA Já, hvar ég vildi helzt stanza á lífsleiðinni. Það þarf nú helzt umhugsunarfrest til að svara því. Ég hefi held ég allt- af séð sólskin um dagana eða reynt að sjá það. En sennilega er mér Ijúfast að hugsa til þeirra daga, er börnin mín voru í bernsku. Það var mín Ég er ekki lengi að ákveða, hvar ég vildi helzt staldra við á lífsleiðinni, ef mér stæði það til boða. Mín beztu ár voru frá 24 ára til þrítugs. Þá var ég að læra prent hjá Davíð Östlund. Ég hafði aldrei lært neitt áður, enga skóla- göngu hlotið. Nú það voru auðvitað margir, sem reyndu að fá mig ofan af þessu upp- átæki. Hvað átti ég fullorð- inn maðurinn að gera með að fara að læra? Nú ég dreif mig nú samt í þetta og hef aldrei séð eftir því. Námið átti að taka f jögur ár, en ég varð að vera þau sex, af því að ég hafði enga menntun fyrir. Sérstakega kom þetta mennt- unarleysi mitt niður á réttrit- uninni, en auðvitað verður prentari að kunna eitthvað í henni. Já ekki voru prófark- irnar mínar víst alltaf sam- kvæmt stafsetningarreglun- um. Ég vann svo í 12 ár hjá Davíð og fór þá til Odds Björnssonar á Akureyri og var þar einnig í 12 ár. Þá fór heilsan að bila, ég þoldi ekki prentverkið. Þaðan fór ég hingað suður og hef verið hér síðan við ýmis störf. Ef ég ætti þess kost að mega upp- lifa eitthvað af því, sem á dag- ana hefur drifið, þá yrðu það áreiðanlega þessi námsár mín. HELGI STEFÁNSSON GRUND, 86 ÁRA heitasta ósk, að geta séð fyr- ir þeim eitthvað framyfir fermingu. Það hafa þá verið árið frá 26 og fram undir fer- tugt, sem ræðir um. Ég gifti mig á afmælisdaginn minn, þegar ég var 25 ára, svo að þegar ég var fimmtugur, átti ég silfurbrúðkaup. Ennfremur hafa öll börnin mín verið skírð þennan dag. Já það var gaman að lifa á þessu tíma- bili, þá var maður ungur og fullur af áhuga og fjöri. Það er þá ekki þar með sagt, að þetta hafi verið tómur dans á rósum. Það gat oft verið erfitt að standa í sjóróðrum frá Grindavík og það stundum í misjafnri veðráttu. Já, það er margs að minnast frá þess- um dögum. Þá hafði maður mest að lifa fyrir, átti góða konu og falleg börn, sem hug- urinn stóð til að geta komið sem bezt til manns. Á þessum árum bað ég oft til guðs að láta ósk mína rætast og það verð ég að segja, að ég hef verið ríkulega bænheyrður. Ég held, að ég hefði ekkert á móti því að lifa upp aftur þetta tímabil ævinnar. VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.