Vikan - 19.08.1965, Síða 4
Framhaldssap
Eltir Whit Masterson - 5. hluti
Hún var hávaxin, brjóstamikil, meö Ijós augu
og silfurljóst hár. Fremur grófir andlitsdrættir
hennar voru undir þykku farðalagi. Hún hafði
farið í þunnan, gagnsæjan slopp yfir pallíettu-
skreyttan dansbúning sinn.
— Þetta heyrir ekki yðar dag-
legu vinnu til. Þér megið ekki halda,
að ég kunni ekki að meta það, en
þér getið sjálfur lent í vandræðum
út af þessu.
— Ég hef þá komizt í hann krapp-
ann áður, og það er víst hægt að
segja, að ég hafi gaman af vinnu
á borð við þessa. Einu sinni lög-
reglumaður, alltaf lögreglumaður,
er vaninn að segja.
— Hversvegna voruð þér þá ekki
kyrr í lögreglunni?
— Það var út af stjórnmálum. Ég
þreyttist á að þurfa að sitja og
standa eins og þessir grænjaxlar
sögðu fyrir, sem komu þjótandi ein-
hversstaðar utan af götunni, til að
stjórna öllu saman. Rödd hans var
beisk, og Andy þóttist vita, að hann
ætti við stjórnmálaleg mannaskipti
sem gerð voru fyrir fáeinum árum.
— Svo var þetta heldur ekki of vel
borgað.
Andy datt í hug, að hann hafði
ekki hugmynd um hve mikið hann
sjálfur borgaði Hub. Vecchio sá um
allt slíkt.
— O, þér verðið nú varla ríkur
af því, sem þér fáið hjá mér.
— Ég bjarga mér. Ég hef lagt
smávegis í fyrirtæki hér og þar.
Þar að auki er aldrei neitt þras hjá
yður.
Andy virti opinskátt svar hans.
Nú vissi hann að minnsta kosti, hvar
hann hafði lífvörð sinn. Samband
þairra var eingöngu viðskiptalegs
eðlis, en ekkert persónulegt.
Srimaidan reyndist vera forfallin
tveggja hæða timburbygging, sjáv-
armegin við strandgötuna. Fyrir
neðan var bátabryggja, ekki síður
hrörleg, og við hana voru nokkrir
fiskibátar bundnir. A ströndinni
lágu fáeinir árabátar með kilina
upp. Þeir voru einna líkastir há-
körlum, sem rekið hefði á land.
Neonskilti krárinnar sendi geisla
sína út í myrkrið, en það var aðeins
einn einasti vagn á bílastæðinu, þai
sem foksandurinn kom í smá byl-
gusum. Þar að auki heyrðist eng-
inn glymskrattagnýr úr kránni. Andy
var viss um, að þar væri ekki einn
einasti gestur. Sú var þá raunin á.
Við barinn sat maður, sem leit út
fyrir að vera umferðasali og skoð-
aði vegakort. Tveir aðrir menn, sem
eftir klofháum gúmmístígvélunum
að dæma voru fiskimenn, sátu við
borð rétt innan við dyrnar. Bak við
barborðið var maður með hvíta
svuntu að raða upp glösum, eins
og hann vonaði, að eitthvert krafta-
verk fyllti húsið. Gegnum opna lúgu
fram í eldhúsið sást kvenmannskoll-
ur með stífaðan, hvítan kappa,
hreyfast fram og aftur, eins og
hreyfanlegt mark í skottjaldi.
Hub hallaði sér að barborðinu og
lét augun hvarfla yfir gestina þrjá.
Andy hafði enga von um, að neinn
þeirra væri Lamercy. Barþjónninn
gaf þeim auga, og þegar hvorugur
gerði sig líklegan til að panta, sneri
hann sér að þeim og spurði:
— Hvað má gera fyrir herrana?
Hub leit spyrjandi á Andy. Andy
pantaði létta drykki handa þeim
báðum. Síðan gekk Hub á undan
að borði í fjarsta enda krárinnar,
þaðan sem þeir sáu fram að dyrun-
um, yfir barborðið og inn í eld-
húsið.
Þegar barþjónninn kom með það,
sem þeir höfðu beðið um, spurði
Hub snöggt: — Hvar er Lamercy,
Joe?
Maðurinn kipptist við. — Hvernig
vitið þér, hvað ég heiti?
— Það stendur þarna, sagði Hub
og benti á barinn. Þar var skilti með
nöfnunum Joe, Irene og Pyle.
— Allt í lagi, Joe, hvar er Lam-
ercy?
— Ég þekki engan Lamercy.
— Þetta er í lagi, Joe, við vitum
hvað við á. Hvar getum við hitt
hann? Joe varð flóttalegur til augn-
anna, tvísté og leit til dyra. Svo
sagði hann fljótmæltur:
— Hann kemur ekki lengur hér.
• Ég veit ekkert um hann.
— Hvar getum við fengið upp-
lýsingar um hann?
— Ég veit það ekki. Hann hefur
verið með stúlku sem vinnur í næt-
urklúbb hinum megin í borginni.
Meira veit ég ekki.
— Hvað heitir hún?
— Crystal. Crystal Tower.
í sama bili heyrðist barnsgrátur
ofan af loftinu. Andy kipptist við.
Joe bað þá að hafa sig afsakaðan,
þaut fram að afgreiðsluopinu fram
í eldhúsið og kallaði: — Irene, Ir-
ene, nú vælir krakkinn einu sinni
enn. Þú verður að reyna að þagga
niður í honum.
Irene kom fram úr eldhúsinu. Hún
var lítil og þybbin, móðurleg kona.
Til hliðar við barborðið var stigí
upp á loft. Þar hvarf hún upp og
innan stundar hætti barnsgráturinn.
Margar hugsanir flugu í gegnurn
höfuð Andys. Var þetta líkt gráti
Andrews litla? Gat það hent sig.
£ VIKAN 33. tbl.