Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 17
— Hversvegna létuð þér þá ekki úlfinn um það, úr því að hann var svona ákafur í það? •—• Ég varð að drepa úlfinn. Hvað kom fyrir yður, var ekki mitt mál. Þér skulið ekki gera yður neinar grillur. Þér eruð eins og allar aðrar konur, haldið að þér séuð ómótstæðileg, og hvaða karlmaður sem er vilji deyja fyrir yður. Ég er ekki sú manngerð. Einn góðan veðurdag munuð þér komast að því, ef þér hafið ekki gert Það nú Þegar, að ég er einnig úlfur. —• Ég er ekki í neinum vafa um það, Philippe. — Ég get sannað yður það, sagði hann með kuldalegu brosi, sem lofaði ekki góðu. Svo tók hann um hönd hennar með grunsamlegri blíðu og bar hana upp að vörunum. — Tjaldið, sem þér reistuð á milli okkar á brúðkaupsdaginn, Madame -— hatur, illgirni, héfnd — verður aldrei hægt að fjarlægja. Það er staðreynd. Mjúk hönd hennar var við munn hans. Allt í einu beit hann fast í hana. Angelique varð að taka á öllu sínu viljaþreki til að æpa ekki. Hún sleit sig lausa og gaf Madame vænt olnbogaskot, en hún var einmitt að rísa upp frá borðinu. Hún hrópaði upp. Angelique, sem hafði verið kafrjóð, varð náföl meðan hún stamaði: — Ég bið yður innilega að fyrirgefa mér, yðar hágöfgi. — Hvaða klunnaskapur er þetta, kæra vinkona! Philippe var kvikindislegur á svipinn, þegar hann svaraði: — Þér verðið að gæta hreyfinga yðar, Madame. Vínið hefur verið einum of mikið fyrir yður. í augum hans var illgirnislegur glampi. Hann hneigði sig djúpt fyrir prinsessunni, en gekk síðan í átt til konungsins, sem var á leið inn í salina Angelique batt vasaklútinn sinn yfir sárin, sem tennur Philippe höfðu skilið eftir á hönd hennar. Hana svimaði af þjáningunni. Hún fálm- EFTIR SERGANNEGOLON 6. HLUTI aði sér leið í gegnum hópinn og náði fram í forsalinn, þar sem lofti var svalara. Þar lét hún fallast á fyrsta sófann, sem hún rakst á í gluggaskoti. Hönd hennar var blá, og dökkir blóðstraumar runnu úr sárinu. — Þér veröið að gæta hreyfinga yðar, Madame. Vlnið hefur verið einum of mikið fyrir yður. Nú myndi sú saga berast út, að Madame du Plessis hefði verið svo drukkin, að hún hafi hrint Madame. Og hún myndi álitin of óþjálfuð til að geta verið við hirðina. De Lauzun markgreifi, sem átti leið þar um, þekkti hana. — Nei, nú ætla ég að skamma yður, sagði hann. — Alein, einu sinni enn, alltaf ein! Og það við hirðina, og svona fögur! Þarna felið þér yður í þessu horni, sem er svo afskekkt, aö það er kallað rannsóknar- stofa Venusar! Með því að vera svona alein, brjótið þér i bága við grundvallarreglur þægilegs félagsskapar, svo ekki sé minnzt á lög nátt- úrunnar. Hann settist við hlið hennar eins og hann væri faðir aö ávita litlu dóttur sina. — Hvað er að yður, kæra vinkona? Hvaða dapurlyndis- púki hefur gripið yður svo, að þér hafið ákveðið að snúa baki við gull- hömrum okkar og einangra yður frá þeirri hylli, sem við myndum svo riddaralega hafa sýnt yður? Hafið þér gleymt þvi, að himinninn hefur gefið yður frábæran þokka? Ætlið þér að afneita þeirri guðs- gjöf? Nei, hvað sé ég? Angelique, kæra vinkona, takið þessu ekki svona alvarlega. Hann setti einn fingur undir höku hennar og sneri andliti hennar að sér. — Þér eruð að gráta. Er það vegna karlmanns? Ekkasogin voru svo áköf, að hún gat aðeins kinkað kolli. — Nei, sagði Lauzun. — Það er glæpur, þér eigið að láta þá gráta. Sá karlmaður er ekki til, sem er virði saltsins í tárum yðar. Jafnvel ekki ég, þótt ég voni.... Angelique reyndi að brosa, og allt í einu fann hún röddina á ný. —- Nei, þetta er ekki svona slæmt. Ég er aðeins taugaóstyrk. Mér líður ekki vel. — Hvar líður yður ekki vel? Hún sýndi honum höndina. —- Hvaða skepna gerði þetta? hrópaði Péguilin reiðilega. — Segið mér nafn hans, Madame, og ég skal láta hann standa fyrir máli sínu. — Það þýðir ekki, Péguilin. Hann hefur, því miður, fullkomið hús- bóndavald yfir mér. — Eigið þér við eiginmann yðar, hinn glæsilega markgreifa? Tárin tóku á ný að streyma úr augum Angelique. — Pa, þetta er svo sem ekki meira en búast mátti við frá eiginmanni, sagði Péguilin fyrirlitlega. — Hversvegna hættið þér ekki að hugsa um hann? Angelique snökkti aðeins meira. — Svona, svona, sagði Péguilin blíðlega. — Hættið nú þessu. Þér megið ekki gráta út af karlmanni, og allra sízt eiginmanni yðar. Þér eruð gamaldags, gimsteinninn minn, eða ekki með sjálfri yður. Þér hafið haldið þessu óeðli nú í langan tíma, og nú ætla ég að nota tækifærið til að tala við yður, en þurrkið fyrst augu yðar. Hann tók nýjan flekklausan vasaklút og þurrkaði kinnar hennar og augu mjög varlega. Lífið hafði gert kaldhæðnislega drætti við munn hans, en af öllu andlitinu geislaði ást hans á lífinu og innri hamingja. Hann var frá Suður-Frakklandi, hann var Gaseoni, sól- bjartur eins og dagurinn sjálfur og frískur eins og silungur i fjallalæk. Hún andvarpaði enn einu sinni og leit svo á hann. Hann brosti. — Líður yður betur. — Aðeins. — Þetta lagast allt saman. Andartak leið, meðan hann virti hana þegjandi fyrir sér. Þau voru alveg út af fyrir sig, þótt hirðmenn og þjónar væru á stöðugu rápi fram og aftur um ganginn. Gluggaskotið var úrleiðis og sófinn fyllti alveg út í það og sneri baki fram í ganginn. Rauðir geislar sólsetursins léku um þau í gegnum gluggann, meðan vetrarrökkrið var að síga á. —- Er þetta kallað rannsóknarstofa Venusar? spurði Angelique, og rödd hennar var ennþá skjálfandi af geðshræringunni. -— Já. Hér erum við í skjóli, eftir þvi sem mögulegt er, frá öllum forvitnum augum. Það er almanna mál, að óþolinmóðir elskendur komi oft hingað, til að færa gyðju sinni fórnir. Angelique, finnst yður þér ekki gera rangt í, að virða hana að vettugi? — Virða ástargyðjuna að vettugi? Péguilin, ég vildi miklu fremur ásaka hana fyrir að trassa mig. — Ég er ekki svo viss, sagði hann dreyminn. ■—- Hvað eigið þér við? Hann hristi höfuðið og studdi hönd undir kinn, eins og hann væri í þungum þönkum. — Þessi andskotans Philippe! andvarpaði hann. — Hver getur nokkurn tíma komizt að þvi, hvað fer fram undir skrápn- um á þeim þorpara? Hafið þér aldrei reynt að lauma einhverju lyfja- dufti í glas hans á kvöldin? Það er sagt að La Vienne, sem á almennings- baðið á Rue du Faubourg Saint-Honoré, hafi skammta, sem endur- nýja þrótt elskenda, sem eru örmagna af of tíðum fórnum, sömuleiðis gamalla munaðarseggja og þeirra, sem eru of geðkaldir til að geta lotið altari Venusar. Ég hef heyrt stórkostlega hluti sagða um efni, sem heitir pollevile. — Ég efast ekki um það, en ég hef engan áhuga fyrir slíkum að- ferðum. Þar að auki þyrfti ég á heppni að halda til aö komast svo nærri honum að geta snert vinglasið hans. Það gerist ekki oft. Augun ætluðu út úr höfðinu á Péguilin. — Yður getur eki verið alvara með það, að eiginmaður yðar sé svo gersamlega kaldur fyrir þokka yðar, að hann komi aldrei að heimsækja yður? —■ Jú, andvarpaði Angelique. — Sannleikurinn er nú sá. — En hvað er þessi svokallaði eiginmaður yðar þá að hugsa um? —■ Ég veit það ekki. — Hvað er þetta! Jæja þá.... Hvað um — hér — elskhuga yðar? Angelique svaraði ekki. — Þér ætlið ekki að segja mér, að þér hafið engan? — Jú, Péguilin. Sannleikurinn er sá. — Ó-mögu-legt! Péguilin leit út eins og hann hettK orðið fyrir reiöar- slagi. — Angelique, það ætti að rassskella yður. — Hversvegna? mótmælti hún. — Það er ekki mér að Itenna. — Það er algjörlega yður að kenna. Með yðar litaraft, yðar augu, yðar vöxt, getið þér engum öðrum um kennt. Þér eruð með einhverja ónáttúru. Hann benti með einum fingri á enni hennar. — Hvað gengur Framhald á bls. 30. VIKAN 33. tbl. jy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.