Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 19.08.1965, Qupperneq 24

Vikan - 19.08.1965, Qupperneq 24
Einhleyp kona í nutíma þjoðfclagri 1. Ekki er hægt að segja það, að ógiftar konur verði fyrir beinni vanvirðu, en það er staðreynd, að einhvers konar leynileg bönd tengja giftar konur saman, bönd, sem okkur ógiftum konum er ekki hleypt inn fyrir. Við hittum þær í samkvæmum og á skemmtunum og þær eru ósköp elskulegar, en siðan ekki söguna meir. Fjölskyldufólk reynir oftast að vera sam- an um helgar, en einmitt þá leitum við ó- giftu konurnar út á við. Það er líka svo sjaldan, sem við getum látið það eftir okkur að koma seint heim á kvöldin og lúra fram eftir á morgnana. Það er ekki nema von, að við viljum fara eitthvað út, hitta fjörugt fólk og skemmta okkur. Þær eru ófáar, sem þjást af einmanakennd um helgar. Við vitum ekki, hversu margar þær eru, sem engan hafa til þess að stytta sér stundir með og ræða við um sín hjart- ans mál og hafa engin persónuleg viðskipti við nokkra sál nema á vinnustað. — Að vísu er okkur endrum og eins boðið í mat til giftra vinkvenna okkar, en við eigum oft svo fátt sameiginlegt með þeim, að sambandið verður þvingað. Og þá gerir maður sér ljóst að réttara væri að umgang- ast aðrar ógiftar konur, þvi að þær skilja mann betur. Og einnig er slæmt að öðru leyti að umgangast giftu konurnar mikið. Þær hittast og ræða saman á daginn, þegar við erum að vinna, en á kvöldin, þegar við höf- um ekkert sérstakt að gera, vilja þær vera heima, hjá mönnunum sinum sem eðlilegt er. LAUGARDAGSKVOLD OG EHQIM IIVÐÍ ll RER LT KONUR ERU OFT DAUÐHRÆDDAR UM MENN SÍNA Hún er miðaldra kona og gengst upp í starfi sinu og ýmsum hugðarefnum: Hafi hún nokkurn tíma verið við karlmann kennd fer liún mjög dult með það. Hún veitir kyn- systrum sínum mjög nákvæmar gætur og stundum er hún allhörð í dómum sínum um þær, það er jafnvel ekki laust við, að hún sé ívið bitur. Hún heldur því fram að giftar konur séu smámunasamar og dauðliræddar um eigin- menn sína: Einnig séu þær kurteisar og vingjarnlegar í viðskiptum sínum hver við aðra, vegna þess að þær þori ekki að taka afleiðingunum af þvi að segja sannleikann: afleiðingar þess yrðu þær, að þær gengju hver af annarri dauðri. Og þegar maður er veikur og rúmfast- ur og þarfnast hjálpar, eru það oftast þær giftu, sem koma manni til aðstoðar: þær eru vingjarniegar og hugsunarsamar, kaupa í matinn og vökva blómin fyrir mann.... Kannski er skýringin sú, að kona, sem er ósjálfstæð og hikandi er oft miklu vin- sælli, en önnur ákveðin og sjálfstæð. Marg- ar konur gangast upp í því að rétta öðrum hjálparhönd, ef með þarf. Kona, sem talar fil tilfinninga fólks getur eignazt vini, hvar sem er. Hún hlær dálitið: — Er ég kannski of hörð í dómum mínum um giftar konur? Sannleikurinn er sá, að ég vildi óska, að þær gætu verið örlítið heiðarlegri í viðskiptum hver við aðra, reynt að skilja hver aðra betur og væru ekki svona smjaðurslegar. . . . — Það er alltaf mikilvægt fyrir konu að gifta sig og það er eins og hver annar barnslegur draumur að halda að hún sé jafn mikils virði, livort hún er ógift eða gift. HÚN ER STÖÐUGT Á HNOTSKÓG EFTIR EIGINMANNI — Þegar kona er komi á fertugsaldur og er enn ógift, er hún oft gripin skelfingu vegna þessarar þjóðfélagskvaðar; hún verð- ur eirðariaus og slæm á taugum og oft og einatt hegðar hún sér eins og unglingsstelpa í viðleitni sinni við að verða sér úti um eiginmann, sem oftast er nokkurn veginn vonlaus. Um þessar mundir er hún stór- hættuleg giftum konum, því nú gerir hún sér far um að lenda í vafasömum ævintýrum en afleiðingar þeirra eru væntanlega þær sömu: hún stendur eftir með sárt ennið og enn meira einmana en nokkru sinni fyrr. Þá gera náungarnir óspart grin að henni. En ef við reyndum að komast að ástæð- unni fyrir þessari hegðun, sjáum við okkur til undrunar, að það er ekki alltaf kynhvöt og löngun til þess að verða móðir, sem hrekja konuna út i þessi ævintýri: hún er ein- faldlega bara hrædd við að verða gjörsam- lega utanvelta i lifinu. Það er oft sárt fyrir konu, sem enn getur eignazt börn að vera ógift: það er óum- flýjanlegt; maður verður að bæla niður hjá sér eðlishvatir, sem manni eru eigin- legar. Það er enginn til að taka á móti þeirri blíðu, sem maður gæti látið í té. Yfirleitt er kynhvöt álika mikil hjá ógiftum konum sem giftum, en tækifærin til að láta hana i ljós eru takmörkuð af umhverfi, uppeldi og siðakenningum. Það er að þvi leyti betra fyrir ógiftar konur að búa i stórborg heldur en i smábæ, því að þar geta þær frekar horf- ið inn í fjöldann og vekja ekki eins almenna eftirtekt. Allt þetta orsakar, að ógifta konan er oft ekki þar sem hún er séð. Út á við virðist hún ef til vill mjög siðavönd ungfrú, en í raun og veru er hún það alls ekki. Ef hún hefði fengið önnur tækifæri í lífinu, hefði liún ef til vill geta orðið skínandi eiginkona og prýðileg móðir. — Vitanlega er vel hægt að hugsa sér frjálst samband tveggja aðila, segir þessi miðaldra kona, sem komin er af strang- borgaralegu fólki: En þá yrði það að vera samband, sem skaðar hvorugan aðilann og báðir aðilar yrðu að vera reiðubúnir til að taka afleiðingunum, hverjar sem þær kynnu að vera. Og þetta á ekki að þurfa að eiga sér stað með nokkurri leynd, heldur fyrir framan augu fjöldans. Aftur á móti er hún ekki þeirrar skoðunar, sem Gunnar Nyc- ander, sænskur læknir. í útvarpserindi, sem hann hélt fyrir nokkrum árum, sagði hann, að það væri ekkert óeðlilegt, þótt konur, sem eftir margra ára hjónaband væru orðn- ar leiðar á skyldum sínum sem eiginkonur, veittu ógiftum kynsystrum sinum afnot af eiginmanni sinum án þess þó, að hjóna- bandið færi út um þúfur. Það væri sem sagt allt i lagi, þótt hún lánaði hann út í svo- lítinn tíma. Það eru margir, sem veita ógiftu konunni nánar gætur. Margir segja að hún sé óð i karlmenn, vegna þess að hún lætur það oft i Ijós, hvað henni finnst skemmtilegra að ræða við manninn á neðri hæðinni um gang mála á skrifstofu hans heldur en að Framhald á bls. 40. Á vinnustað og í vinkvennahópi er hún eftirsótt og vinsæl og fellur inn í félagsskapinn. En annað verður uppi á teningnum, þegar um er að ræða fjölskylduboð, þá finnst henni ef til vill, að hún sé dálítið utangarðs. 24 VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.